Síða 1 af 1
IPTV boxin á Íslandi
Sent: Mán 05. Apr 2021 17:33
af jonfr1900
Ég skil ekki afhverju íslendingar geta ekki bara notað svona ljósleiðarabox. Þarna er sjónvarpstengi og þar er hægt að senda út bæði DVB-T2 og DVB-C og þá þarf ekki öll þessi auka box með öllum þeim vandræðum sem þeim fylgja. Svona er þetta hjá Stofa í Danmörku. Þar er sjónvarpið tengt yfir venjulegan sjónvarpskapal í ljósleiðaraboxið og merkið er DVB-C. Það er hægt að fá auka box ef fólk vill fá slíka þjónustu.
Ég ætlaði að setja þetta fyrst við umræðu um IPTV Box frá Síminn og við tengingu varðandi Gagnaveitu Reykjavíkur en hætti við það og set það bara inn sem sér umræðu hérna.
- Stofa-internet-telefoni-fiber-vejledning-3.png (31.58 KiB) Skoðað 1694 sinnum
Re: IPTV boxin á Íslandi
Sent: Mán 05. Apr 2021 17:57
af oliuntitled
Er sitthvor aðilinn að reka ljósbreytuna og routerinn í þessu tilfelli ?
Það er tilfellið á íslandi btw, GR og Míla reka ljósbreyturnar og svo koma ISP'ar og bæta við sínum búnaði ofaná
Re: IPTV boxin á Íslandi
Sent: Mán 05. Apr 2021 18:09
af jonfr1900
Í Danmörku er yfirleitt alltaf sami aðili sem rekur kerfið og selur notendum aðgang að því en það er að breytast og önnur fyrirtæki geta keypt aðgang dreifikerfum annara núna eftir lagabreytingu fyrir einhverju síðan (þetta er ekki komið allstaðar).
Re: IPTV boxin á Íslandi
Sent: Mán 05. Apr 2021 18:22
af Sallarólegur
Er þá bara boðið upp á línulega dagskrá?
Ég horfi bara á “timaflakkið” eða “frelsi” þegar ég nota IPTV.
Re: IPTV boxin á Íslandi
Sent: Mán 05. Apr 2021 18:28
af Hizzman
Það er amk einhverskonar frelsi í því að allt sé ekki böndlað í eitt box.
e: er samt ekki að fatta þetta. Kemur tenging inn í hús gegnum coax? Eða er TV dreift innandyra með coax?
Re: IPTV boxin á Íslandi
Sent: Mán 05. Apr 2021 18:56
af jonfr1900
Hizzman skrifaði:Það er amk einhverskonar frelsi í því að allt sé ekki böndlað í eitt box.
e: er samt ekki að fatta þetta. Kemur tenging inn í hús gegnum coax? Eða er TV dreift innandyra með coax?
Þetta er ljósleiðari sem er í þetta box. Í Danmörku eru mörg svæði og hús bara með kapal tengingu (dvb-c) og internet yfir sjónvarpskapal (docsis 3,0 og 3,1). Þar er samt boðið upp á 1000/500Mbps mest en oftast 1000/100Mbps í hraða (það mælir engin niðurhal í Danmörku lengur).
Re: IPTV boxin á Íslandi
Sent: Mán 05. Apr 2021 18:57
af jonfr1900
Sallarólegur skrifaði:Er þá bara boðið upp á línulega dagskrá?
Ég horfi bara á “timaflakkið” eða “frelsi” þegar ég nota IPTV.
Það er hægt að fá box þar sem hægt er að nota tímaflakk. Þetta er mismunandi eftir fyrirtækjum hvernig þetta er gert. Mörg eru með Android box eða sér box frá þeim eins og er sýnt þarna á myndinni.
Re: IPTV boxin á Íslandi
Sent: Mán 05. Apr 2021 19:41
af nonesenze
þetta er nákvæmlega kapalvæðing í keflavik sem þú ert að lýsa, vill mikið frekar ljós alla leið 1000/1000, þetta sem þú talar um er ljós að húsi og coax inní húsi
vírinn inní coax kaplinum beigist með tímanum og þarf að rétta hann við reglulega
Re: IPTV boxin á Íslandi
Sent: Mán 05. Apr 2021 20:28
af Hizzman
ættum við ekki að fegin að hafa sloppið við DOCSIS(nema KEF)? er þetta ekki 'shared channel' svipað og 4G?
Re: IPTV boxin á Íslandi
Sent: Mán 05. Apr 2021 20:34
af jonfr1900
nonesenze skrifaði:þetta er nákvæmlega kapalvæðing í keflavik sem þú ert að lýsa, vill mikið frekar ljós alla leið 1000/1000, þetta sem þú talar um er ljós að húsi og coax inní húsi
vírinn inní coax kaplinum beigist með tímanum og þarf að rétta hann við reglulega
Þetta er ljósleiðara box þarna. Mesti hraði sem er í boði er 1Gbps í báðar áttir. Það eru auðvitað svæði þar sem ljósleiðari er lagður að sjónvarpskapla uppsetningu af ýmsum ástæðum (ekki hægt að leggja ljósleiðara vegna aðstæðna).
Internetið í Danmörku yfir ljósleiðara fyrir einstaklinga hjá Stofa. Hjá YouSee sem er helsti keppinautur Stofa þar er internetið yfir sjónvarpskapalinn í langflestum tilfellum. Í Danmörku er notaður sérstakur coax kapall inn í hús sem er mun þykkari en venjulegur sjónvarpskapall. Það er ekki skipt um þann kapal í áratugi ef ekki er þörf á því.
Internet hjá Stofa (yfir ljósleiðara).
- Stofa Internet.png (64.22 KiB) Skoðað 1563 sinnum
Internet hjá YouSee (yfir sjónvarskapal).
- YouSee internet kabel.png (54.79 KiB) Skoðað 1563 sinnum
Re: IPTV boxin á Íslandi
Sent: Mán 05. Apr 2021 20:54
af nonesenze
Hizzman skrifaði:ættum við ekki að fegin að hafa sloppið við DOCSIS(nema KEF)? er þetta ekki 'shared channel' svipað og 4G?
mikið rétt, docsis er hybrid fiber svokallað, miklð álag t.d. eftir kl6 og um helgar þar sem þetta á til að bila, feginn að vera laus við þetta en þetta er svosem ágætt hjá venjulegum notendum
Re: IPTV boxin á Íslandi
Sent: Mán 05. Apr 2021 23:34
af Zethic
Þú vilt hafa þá ljósbreytuna og router í sama boxi ?
Kosturinn sem ég sé við núverandi fyrirkomulag er að ljósbreytan er við inntak (mv. flest hús og öll ný hús) og þú getur haft routerinn hvar sem er í húsnæðinu. Það er feyki dýrt að láta blása nýjan ljósleiðarakapal inn í hús þannig að fólk snertir ekki kapalinn þegar það flytur eða endurnýjar routerinn
Re: IPTV boxin á Íslandi
Sent: Þri 06. Apr 2021 00:13
af appel
Ég þurti að tjékka á ártalinu á þessum þræði, því þetta var einsog ég væri að lesa eitthvað frá 2005, en það er komið nú 2021.
Þetta DVB dæmi hefur aldrei náð neinu flugi hérna á Íslandi. Þeir sem tala fyrir svona hliðrænu dreifikerfi á Íslandi eru ekki alveg með á nótunum um hvernig fólk horfir á sjónvarp í dag. Fólk horfir á sjónvarp með öppum, internet boxum, símanum, í tölvunni, o.s.frv. Þessi DVB kerfi henta frekar löndum einsog þýskalandi og danmörku, flatlendi mikið og þéttbýli, ásamt margfalt fleiri stöðvum heldur en á Íslandi. Þannig að þetta kerfi meikar sense þar, en ekki hér.
Þessi mynd í fyrsta innlegginu er bara fyndin í raun. Coax tengi og snúrur um allt. Fólk er ekki lengur með heimasíma, hann er á útleið, ég hef ekki verið með heimasíma í langan tíma, ég fékk öll símtöl í farsímann, aftengdi bara heimasímann og losaði mig við hann. Fólk er bara með hlutina þráðlaust í dag.
Að streyma þessu yfir internetið er líka hagkvæmt, þarft engan infrastructure fyrir það, notar bara internetið sem allir eru með aðgang að.
Það er ekkert hægt að stöðva þá þróun, og í raun verður internetið (og er í raun orðið) aðal dreifileið sjónvarpsefnis, og það verður slökkt á öllum öðrum sérstökum dreifikerfum.
Það segir sig sjálft, að það er ódýrara að vera með eitt svona dreifikerfi (internetið) frekar en mörg, sérstaklega í strjábýlu landi.
Re: IPTV boxin á Íslandi
Sent: Þri 06. Apr 2021 00:18
af jonfr1900
Zethic skrifaði:Þú vilt hafa þá ljósbreytuna og router í sama boxi ?
Kosturinn sem ég sé við núverandi fyrirkomulag er að ljósbreytan er við inntak (mv. flest hús og öll ný hús) og þú getur haft routerinn hvar sem er í húsnæðinu. Það er feyki dýrt að láta blása nýjan ljósleiðarakapal inn í hús þannig að fólk snertir ekki kapalinn þegar það flytur eða endurnýjar routerinn
Þetta er við vegg í Danmörku sem er mismunandi eftir húsum og hvar ljósleiðarinn er. Danir eru eru ekki að leggja rör fyrir ljósleiðarann eftir því ég sé best. Ljósleiðarinn er bara lagður beint í jörð og settur upp við vegg þó svo að ljósleiðarastrengurinn sé ekki tengdur inn í hús (sumt fólk vill ekki ljósleiðaratengingu).
Re: IPTV boxin á Íslandi
Sent: Mið 07. Apr 2021 16:43
af Semboy
Ef þetta er að angra þig svona mikið, kostar pening en hægt að redda þessu svona.