Síða 1 af 1

Hvað þýðir "unbuffered" og "non-ECC"

Sent: Mið 06. Júl 2005 00:13
af hringir
Fyrir hvað stendur unbuffered og non-ECC er þetta eitthvað sem maður þarf að spá í þegar maður fær sér minni.

Sent: Mið 06. Júl 2005 01:08
af MezzUp
ECC stendur fyrir „Error Correcting Code“ (minnir mig) og virkar þannig að ef að einhverra hluta vegna koma upp villur í minninu(frekar óalgengt í dag held ég) þá kikkar ECC fítus inn, greinir villuna og leiðréttir hana án þess að gögnin brenglist.
Athugaðu þó að bæði minnið og móðurborðið verða að styðja ECC svo að það virki, og ECC minni eru þónokkuð dýrari en non-ECC minni. Aðallega notað í „ofurtölvur“ þar sem að gögnin skipta mjög miklu máli.
Og samkvæmt þessum þræði sem við old-timer'arnir munum eftir, eru ECC-registered minni hraðvirkari venjuleg minni.

Buffered minni eru minni sem eru sérhönnuð fyrir flutning á stórum skrám, og eru hraðvirkari en non-buffered. Held að móðurborðið verði líka að styðja buffered flutning til þess að það virki. (Er reyndar ryðgaður í buffered skilgreiningunni minni, þannig að taktu því með fyrirvara. Gæti alltsaman verið bull...)

Vonandi svaraði þetta einhverjum spurningum hjá þér. Ekki hika við að spyrja ef að þú vilt vita meira.

Sent: Mið 06. Júl 2005 03:22
af axyne
Parity Checking,
Fyrir hverja 8 bita af gögnum í minni fylgir einn auka biti (Parity bit).
ef samlagning 8 bitanna er oddatala þá er parity bitinn 1
ef samlagning 8 bitanna er slétt tala þá er parity bitinn 0.

Þegar gögnin eru lesin úr minninu er aftur lagt saman bitana og borið saman við parity bitann.

Ef talningin stenst ekki við parity bitann er komið með villuboð.
Ef 2 bitar eru rangir, þá les tölvan gögnin eins og þau séu rétt.

Parity checking getur ekki lagað vitlaus gögn.

ECC, (Error correction Circuit, Error Correction Code, Error Correction checking)
Virkar þannig að búið er til algoritma sem virkar á 8 bytes (64 bita) og setur það niðurstöðuna í 8 bita ECC "Word".

Þegar þessir 8 bytes eru lesin þá er aftur búið til algoritma úr þeim og borið saman við ECC "Word" svipað og hvernig Parity checking virkar.

ECC, getur skynjað 1-4 bita ranga. og lagað gögnin ef einn biti er rangur.

Hægt er að nota Parity Checking minni bæði sem parity checkers og ECC.
ECC minni er eingöngu hægt að nota sem non-parity og sem ECC.

Parity checking og ECC er eingöngu möguleikt ef kubbasettið á móðurborðinu styður þennan möguleika.


Buffered/unbuffered,
Til að minnka álag á kubbasett eru hafðir bufferar á minniskubbunum sem sjá um að boosta merkið.
bufferarnir valda smá töf á merkinu miðan við unbuffered.
unbuffered minni er það sem mest allar heimilisvélar nota í dag.

Registered,
Registered minni svipar til buffered minni, en í staðin fyrir buffera á minninu eru register höfð á minnisstýringunni (á kubbasettinu) og gögnin geymd þar í einn klukkuhring áður en þau eru sent af stað.

buffered minni og registered minni er nær eingöngu notað á server vélar og þar sem mikið þörf er á að gögnin séu meðhöndluð á sem bestan og öruggastann hátt.

ekki er hægt að blanda saman buffered minni og unbuffered minni.
ekki er hægt að blanda saman registered minni og unbuffered minni.
ekki er hægt að blanda saman registered minni og buffered minni.

Mynd


flott væri ef þessu væri bætt inní minnispóstinn í FAQ'inu.

ætlaði næstum því að hætta við að gera allt draslið, því ég lokaði óvart vitlausum browser :!: þegar ég var næstum búinn og varð að pikka upp allt draslið aftur :evil:
byðst velvirðingar á stafsetningarvillum og hugsanlegum staðhæfingarvillum. endilega gagnrýnið ef eitthvað hefur misfarist.

Sent: Mið 06. Júl 2005 09:20
af MezzUp
Flott samantekt hjá þér axyne, ég er greinilega ekki alveg með þetta á hreinu :)
Ég bæti þessu við FAQ'ið þitt í kvöld.

Eina sem ég hef við þetta að bæta er sú skemmtilega staðreynda að með parity error checking er oft talað um að níunda hver villa sé „falsk viðvörun“ þegar parity bitinn skemmist, en gögnin sjálf eru alveg heil.

Sent: Mán 11. Júl 2005 18:10
af axyne
MezzUp skrifaði:Ég bæti þessu við FAQ'ið þitt í kvöld.


bara svona minna þig á þetta. :wink:

Sent: Mán 11. Júl 2005 19:05
af MezzUp
axyne skrifaði:
MezzUp skrifaði:Ég bæti þessu við FAQ'ið þitt í kvöld.


bara svona minna þig á þetta. :wink:
Ahh, totally on it! ;)