Parity Checking,
Fyrir hverja 8 bita af gögnum í minni fylgir einn auka biti (Parity bit).
ef samlagning 8 bitanna er oddatala þá er parity bitinn 1
ef samlagning 8 bitanna er slétt tala þá er parity bitinn 0.
Þegar gögnin eru lesin úr minninu er aftur lagt saman bitana og borið saman við parity bitann.
Ef talningin stenst ekki við parity bitann er komið með villuboð.
Ef 2 bitar eru rangir, þá les tölvan gögnin eins og þau séu rétt.
Parity checking getur ekki lagað vitlaus gögn.
ECC, (
Error correction Circuit, Error Correction Code, Error Correction checking)
Virkar þannig að búið er til algoritma sem virkar á 8 bytes (64 bita) og setur það niðurstöðuna í 8 bita ECC "Word".
Þegar þessir 8 bytes eru lesin þá er aftur búið til algoritma úr þeim og borið saman við ECC "Word" svipað og hvernig Parity checking virkar.
ECC, getur skynjað 1-4 bita ranga. og lagað gögnin ef einn biti er rangur.
Hægt er að nota Parity Checking minni bæði sem parity checkers og ECC.
ECC minni er eingöngu hægt að nota sem non-parity og sem ECC.
Parity checking og ECC er eingöngu möguleikt ef kubbasettið á móðurborðinu styður þennan möguleika.
Buffered/unbuffered,
Til að minnka álag á kubbasett eru hafðir bufferar á minniskubbunum sem sjá um að boosta merkið.
bufferarnir valda smá töf á merkinu miðan við unbuffered.
unbuffered minni er það sem mest allar heimilisvélar nota í dag.
Registered,
Registered minni svipar til buffered minni, en í staðin fyrir buffera á minninu eru register höfð á minnisstýringunni (á kubbasettinu) og gögnin geymd þar í einn klukkuhring áður en þau eru sent af stað.
buffered minni og registered minni er nær eingöngu notað á server vélar og þar sem mikið þörf er á að gögnin séu meðhöndluð á sem bestan og öruggastann hátt.
ekki er hægt að blanda saman buffered minni og unbuffered minni.
ekki er hægt að blanda saman registered minni og unbuffered minni.
ekki er hægt að blanda saman registered minni og buffered minni.
flott væri ef þessu væri bætt inní minnispóstinn í FAQ'inu.
ætlaði næstum því að hætta við að gera allt draslið, því ég lokaði óvart vitlausum browser
þegar ég var næstum búinn og varð að pikka upp allt draslið aftur
byðst velvirðingar á stafsetningarvillum og hugsanlegum staðhæfingarvillum. endilega gagnrýnið ef eitthvað hefur misfarist.