Síða 1 af 1
Gagnabjörgun?
Sent: Fös 26. Mar 2021 13:30
af Astthorknudsen
Góðan dag
Hverjir eru miklir meistarar í gagnabjörgun.
Var að komast að því að ég er mögulega búinn að glata öllum myndum af dóttir minni frá fæðingu. Því virðist ekki komast inná flakkarann sem þetta er inná. Ætlaði að fara setja saman albúm handa henni í tilefni fermingarinnar.
Hann fer í gang. En stoppar svo.
Mbk
P.s. er ekki að spá í verði því þetta er ómetanlegt tjón ef er glatað og ekkert hægt að gera..
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Fös 26. Mar 2021 13:41
af Hizzman
Kíktu með flakkarann í Kísildal. kisildalur.is
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Fös 26. Mar 2021 13:45
af einarhr
Astthorknudsen skrifaði:Góðan dag
Hverjir eru miklir meistarar í gagnabjörgun.
Var að komast að því að ég er mögulega búinn að glata öllum myndum af dóttir minni frá fæðingu. Því virðist ekki komast inná flakkarann sem þetta er inná. Ætlaði að fara setja saman albúm handa henni í tilefni fermingarinnar.
Hann fer í gang. En stoppar svo.
Mbk
P.s. er ekki að spá í verði því þetta er ómetanlegt tjón ef er glatað og ekkert hægt að gera..
Myndi alltaf senda hann til fagaðila sem sjá sérstaklega um gagnabjörgun þar sem þessar myndir eru ómetanlegar.
Gætir þurft að senda erlendis td Ibas Ontrac, hef góða reynslu af þeim þegar ég var að vinna í gamla Tæknival:
https://www.ibas.com/
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Fös 26. Mar 2021 13:48
af Klemmi
Fyrir svona mikilvæg gögn, þá held ég að það sé enginn hér heima sem ég myndi treysta fyrir því.
DataRecovery.com virðast traustir, en þó Íslendingur sem var ósáttur með kostnaðinn hjá þeim, sbr. eina slæma reviewið á TrustPilot:
https://www.trustpilot.com/review/datar ... om?stars=1
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Fös 26. Mar 2021 13:58
af einarhr
Klemmi skrifaði:Fyrir svona mikilvæg gögn, þá held ég að það sé enginn hér heima sem ég myndi treysta fyrir því.
DataRecovery.com virðast traustir, en þó Íslendingur sem var ósáttur með kostnaðinn hjá þeim, sbr. eina slæma reviewið á TrustPilot:
https://www.trustpilot.com/review/datar ... om?stars=1
ég sendi disk til Ibas í Noregi 2008 að ég held fyrir nýgift hjón sem tóku upp alla brúðkaupsferðina í Afríku og fleira, þetta kostaði að mig minni á milli 250-350 þúsund en þetta eru ómetanleg gögn svo það eru ekki margir sem hætta við. Gaman að vita hvað svona kostar í dag.
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Fös 26. Mar 2021 14:01
af ZiRiuS
Klemmi skrifaði:Fyrir svona mikilvæg gögn, þá held ég að það sé enginn hér heima sem ég myndi treysta fyrir því.
DataRecovery.com virðast traustir, en þó Íslendingur sem var ósáttur með kostnaðinn hjá þeim, sbr. eina slæma reviewið á TrustPilot:
https://www.trustpilot.com/review/datar ... om?stars=1
Þetta review er frá mér. Þetta fyrirtæki er eitt mesta rugl sem ég hef lent í. Stressið að senda þetta út til aðila sem svara varla tölvupóstum og gefa mismunandi upplýsingar og virðast vera í upplausn vegna Covid að þá myndi ég ekki treysta þeim fyrir skít...
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Fös 26. Mar 2021 14:19
af jonfr1900
Þetta gæti verið skortur á rafmagni á usb portinu. Þannig að ég mæli með að prufa aðra tölvu til að sjá hvað gerist. Það er rosalega erfitt að endurræsa svona hörðum diskum en ekki vonlaust.
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Fös 26. Mar 2021 16:42
af Astthorknudsen
Þannig það er engin hér heima sem getur skoðað þetta?
Ég er með 2 alveg eins. Annar virkar svo eg færði milli hýsinga en sama gerðist.
Þó það sé ekki nema til að skoða og ráðleggja út frá því. Maður er bara i sannleika með augun full af ryki útaf þessu.
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Fös 26. Mar 2021 17:04
af daaadi
Ef þú vilt ekki senda diskinn út sjálfur geturðu prufað
https://www.datatech.is/. Ég hef ekki persónulega reynslu af þeim, vinur minn fór með disk til þeirra í bilanagreiningu en endaði á að senda hann sjálfur út þar sem að það var ódýrara.
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Fös 26. Mar 2021 17:11
af SolidFeather
Astthorknudsen skrifaði:Þannig það er engin hér heima sem getur skoðað þetta?
Ég er með 2 alveg eins. Annar virkar svo eg færði milli hýsinga en sama gerðist.
Þó það sé ekki nema til að skoða og ráðleggja út frá því. Maður er bara i sannleika með augun full af ryki útaf þessu.
Geturðu lýst þessu betur? Er þetta semsagt harður diskur sem þú getur fjarlægt úr hýsingu? Hvernig harður diskur er þetta? Heyrast einhver klikk hljóð?
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Fös 26. Mar 2021 18:01
af appel
Hef stundum þurft að jugga disk í gang þannig að hann komi upp í windows... power cycla hann bara eða sata cycla.
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Fös 26. Mar 2021 18:53
af rapport
Það er líka eitthvað við Linux, Knoppix og ultimatebootCD... diskar sem hafa ekki virkað i Windows hafa komist af stað þegar ég ræsi með þessu.
EN - ef þú ert að fara afrita mikið af gögnum þá getur það tekið heila eilífð og endalaus restrart og tékk á hvaða gögn eru komin og hver ekki.
Þetta er hellings vinna og 250þ. = c.a. 20 klst. á 12500kr. þarf ekki að vera svo mikið fyrir aðgang að einhverjum með réttu tækin og tólin og tíma til að afrita gögnin yfir á öruggan miðil með öruggum hætti.
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Fös 26. Mar 2021 21:00
af Astthorknudsen
SolidFeather skrifaði:Astthorknudsen skrifaði:Þannig það er engin hér heima sem getur skoðað þetta?
Ég er með 2 alveg eins. Annar virkar svo eg færði milli hýsinga en sama gerðist.
Þó það sé ekki nema til að skoða og ráðleggja út frá því. Maður er bara i sannleika með augun full af ryki útaf þessu.
Geturðu lýst þessu betur? Er þetta semsagt harður diskur sem þú getur fjarlægt úr hýsingu? Hvernig harður diskur er þetta? Heyrast einhver klikk hljóð?
Bara flakkari. Keypti 2 á sínum tíma og annar notaður sem geymsla ekkert annað en hinn í allskonar. Og hann virkar. En nei ekki klikk. Það er eins og hann fari af stað en stoppar svo bara ferlið og kemur ekki upp.
En mun heyra i datatech á mán. Sja hvað segja.
Með að senda út. Þá eins og sagði. Þetta er ómetanlegt tjón. Erum að tala um allt frá fyrstu bumbumyndum til 10/11ára aldurs. Svo verður bara að kosta það sem kostar.
Ég er skíthræddur við að þetta sé glatað en vill reyna allt.
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Fös 26. Mar 2021 21:07
af g0tlife
daaadi skrifaði:Ef þú vilt ekki senda diskinn út sjálfur geturðu prufað
https://www.datatech.is/. Ég hef ekki persónulega reynslu af þeim, vinur minn fór með disk til þeirra í bilanagreiningu en endaði á að senda hann sjálfur út þar sem að það var ódýrara.
Fór með disk til datatech og þeir rukka fyrst fyrir greiningu. Eftir það fékk ég tilboð sem sagði að þeir reiknuðu með að ná 71% - 100% af gögnunum en fyrir 208.500 kr mínus 11.900 kr sem ég borgaði fyrir greininguna. En tilboðið sagði líka að ef þeir klúðra verkinu og ekkert næst þá borga ég bara 69.138 kr
Ég tók því ekki.
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Fös 26. Mar 2021 21:28
af einarhr
Astthorknudsen skrifaði:SolidFeather skrifaði:Astthorknudsen skrifaði:Þannig það er engin hér heima sem getur skoðað þetta?
Ég er með 2 alveg eins. Annar virkar svo eg færði milli hýsinga en sama gerðist.
Þó það sé ekki nema til að skoða og ráðleggja út frá því. Maður er bara i sannleika með augun full af ryki útaf þessu.
Geturðu lýst þessu betur? Er þetta semsagt harður diskur sem þú getur fjarlægt úr hýsingu? Hvernig harður diskur er þetta? Heyrast einhver klikk hljóð?
Bara flakkari. Keypti 2 á sínum tíma og annar notaður sem geymsla ekkert annað en hinn í allskonar. Og hann virkar. En nei ekki klikk. Það er eins og hann fari af stað en stoppar svo bara ferlið og kemur ekki upp.
En mun heyra i datatech á mán. Sja hvað segja.
Með að senda út. Þá eins og sagði. Þetta er ómetanlegt tjón. Erum að tala um allt frá fyrstu bumbumyndum til 10/11ára aldurs. Svo verður bara að kosta það sem kostar.
Ég er skíthræddur við að þetta sé glatað en vill reyna allt.
Þessi fyrirtæki sem sérhæfa sig í þessu er ótrúlega dugleg að bjarga gögnum svo ekki örvænta. Diskurinn er rifin í spað og þetta er unnið á ransóknarstofum.
http://911research.wtc7.net/~nin11evi/9 ... tions.html
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Fös 26. Mar 2021 21:35
af Hizzman
smá hálmstrá, en gætir prófað að hafa hann á hvolfi eða upp á enda. einnig gæti smá hitabreyting gert eitthvð.
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Fös 26. Mar 2021 21:50
af Njall_L
Helling af góðum home-brew ráðum hérna sem væri sniðugt að prófa ef OP værir tilbúinn að glata gögnunum endanlega EN eins og kemur fram í upphafsþræði eru þetta ómetanleg gögn fyrir honum/henni.
Myndi sjálfur ekki hugsa um að stinga þessum flakkara meira í samband í von um kraftaverk heldur hafa samband við sérhæfða gagnabjörgunaraðila. Því meira sem maður reynir sjálfur, því verri getur staðan orðið ef það tekst ekki. Það kostar vissulega að fara í sérhæfða gagnabjörgun, stundum fleiri hundruð þúsunda, en það er öruggasta leiðin til að fara.
Hef sjálfur góða reynslu af Seagate Rescue (sérhæfð gagnabjörgunardeild innan Seagate) en hef líka heyrt góða hluti um
https://www.datatech.is/
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Fös 26. Mar 2021 22:02
af agnarkb
Mun alltaf kosta einhvern pening og vesen (sérstaklega ef sent er erlendis). Spurning um að borga 12.900 í greiningu hjá Datatech og fá tilboð?
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Lau 27. Mar 2021 00:50
af jardel
Var aö lenda í sama vandamáli og þú skoðaðu þráðinn minn
https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php? ... 21#p732021
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Lau 27. Mar 2021 09:38
af einarhr
Þar sem hér eru ómetanleg gögn þá er ekkert vit í því að vera grúska í þessu sjálfur, þetta kemur allt fram í þræðinum
Re: Gagnabjörgun?
Sent: Lau 27. Mar 2021 09:56
af Pandemic
agnarkb skrifaði:Mun alltaf kosta einhvern pening og vesen (sérstaklega ef sent er erlendis). Spurning um að borga 12.900 í greiningu hjá Datatech og fá tilboð?
Þegar ég var að selja þessa þjónustu í gegnum verslun í den þá var greiningin irreversible. Þá taka þeir diskinn í sundur og nánast klára gagnabjörgunina og ef þú tekur ekki tilboðinu þá er diskurinn ónýtur.