Síða 1 af 1

Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi

Sent: Fös 26. Mar 2021 03:17
af jonfr1900
Á næsta ári (2022) þá ætlar Nova að fara að loka 3G kerfinu hjá sér og setja upp 4G og 5G senda í staðinn þar sem það er framkvæmt. Ég veit ekki hvað Síminn og Vodafone ætla að gera í þessu. Ég reikna með að farið verði að slökkva á 2G kerfum frá og með árinu 2025 á Íslandi eins og annarstaðar í Evrópu og Norðurlöndunum sem undanfari að stækkun 5G og undirbúningi fyrir komu 6G farsímakerfis sem er væntanlegt í kringum árið 2029 til 2031.

Nova hefur notað Band 8 (900Mhz) og Band 1 (2100Mhz) fyrir 3G og það mun væntanlega fara allt í notkun á 4G og 5G sem mun bæta samband á stórum svæðum í Reykjavík og annarstaðar á Íslandi á sama tíma. Nova er einnig með tíðnileyfi á Bandi 20 (800Mhz) en það styðja ekkert allir 5G farsímar það tíðnisvið ennþá þannig að það má reikna með að næstu árin verður bara 4G á því tíðnisviði.