Síða 1 af 1
Er einhver snillingur hér sem kann að slökkva á defender
Sent: Mán 22. Mar 2021 20:11
af jardel
Defender leyfir mér nánst ekki neitt.
Ég er búinn að slökkva á real time er einhver hérna sem getur hjálpað mér.
Re: Er einhver snillingur hér sem kann að slökkva á defender
Sent: Mán 22. Mar 2021 20:30
af SolidFeather
Hvaða defender ertu að tala um? Hvað er hann ekki að leyfa þér?
Re: Er einhver snillingur hér sem kann að slökkva á defender
Sent: Mán 22. Mar 2021 23:00
af jardel
windows defender get ekki sett up nein forrit fyrir honum
Re: Er einhver snillingur hér sem kann að slökkva á defender
Sent: Mán 22. Mar 2021 23:11
af einarhr
jardel skrifaði:windows defender get ekki sett up nein forrit fyrir honum
ss að setja upp "stolin" forrit er að crakka þau?
Re: Er einhver snillingur hér sem kann að slökkva á defender
Sent: Mán 22. Mar 2021 23:17
af einarhr
https://support.microsoft.com/en-us/win ... 01afe13b26
Svona gerir þú þetta en þú gerir þér vonandi grein fyrir að þú gætir verið að fylla tölvuna þína af vírusum og öðru drasli.
Re: Er einhver snillingur hér sem kann að slökkva á defender
Sent: Þri 23. Mar 2021 00:07
af BO55
Re: Er einhver snillingur hér sem kann að slökkva á defender
Sent: Fim 29. Apr 2021 17:02
af Rafurmegni
jardel skrifaði:Defender leyfir mér nánst ekki neitt.
Ég er búinn að slökkva á real time er einhver hérna sem getur hjálpað mér.
Settu hann í háan gír, t.d. þriðja gír og lyftu kúplingunni hægt á meðan þú stendur á bremsunni. Þá á hann að drepa á sér.
Re: Er einhver snillingur hér sem kann að slökkva á defender
Sent: Fös 30. Apr 2021 08:27
af Dropi
Defender er rusl, ég þoli ekki þetta helvítis drasl. Einhvernveginn vill það stanslaust keyra í 75% CPU ef það getur, sérstaklega á fartölvunum mínum. Ég er fljótur að drepa slökkva á þessu rusli og nota svo mitt eigið heilabú til að ákveða hvað fer inn í mína tölvu og hvað ekki. Hef gert þetta í mörg, mörg ár. "Vírusvarnir" eru hálfbakaður iðnaður miðaður á eldra fólk sem er skíthrætt við tölvuveirur. Þegar ég er í vafa og vill skanna vél þá nota ég malwarebytes fríu útgáfuna og slekk svo á því þegar ég er búinn.
Vilt þú virkilega hafa defender í gangi 24/7? Hvað hefur það gert fyrir þig?
Re: Er einhver snillingur hér sem kann að slökkva á defender
Sent: Fös 30. Apr 2021 19:40
af einarn
Dropi skrifaði:
Defender er rusl, ég þoli ekki þetta helvítis drasl. Einhvernveginn vill það stanslaust keyra í 75% CPU ef það getur, sérstaklega á fartölvunum mínum. Ég er fljótur að drepa slökkva á þessu rusli og nota svo mitt eigið heilabú til að ákveða hvað fer inn í mína tölvu og hvað ekki. Hef gert þetta í mörg, mörg ár. "Vírusvarnir" eru hálfbakaður iðnaður miðaður á eldra fólk sem er skíthrætt við tölvuveirur. Þegar ég er í vafa og vill skanna vél þá nota ég malwarebytes fríu útgáfuna og slekk svo á því þegar ég er búinn.
Vilt þú virkilega hafa defender í gangi 24/7? Hvað hefur það gert fyrir þig?
Defender hefur alveg skánað í gegnum árin, mér hefur alltaf þótt best að nota hann með öðrum antivirus. Enn hann getur tekið dáldið resource þegar hann er að scanna, sérstaklega á fartölvum.