Síða 1 af 1

Uppfærsla, AGP-liðin tíð ?

Sent: Mán 04. Júl 2005 15:20
af W.Dafoe
Góðir hálsar,

er að velta því fyrir mér hvort eitthvert vit væri í því að uppfæra í móðurborð fyrir AMD 939 línuna með AGP rauf.

Hefur stefna framleiðanda ekki verið tekin á PCIe ?

Getur einhver svo sagt mér einhver deili á X2 örgjörvunum sem komnir eru á vaktin.is ?

Sent: Mán 04. Júl 2005 15:22
af gnarr
X2 eru dualcore örgjörfar.

ef þú ert að fara að kaupa þér örgjörfa og skjákort, fáðu þér þá PCIe. annars er ekkert verra að fá sér nForce3 borð ef þú vilt halda AGP kortinu. Það eru reyndar ekki komnir X2 biosar nema fyrir örfá nf3 borð.
MSI K8N neo2 er komið með beta bios sem X2 virkar með.