Síða 1 af 1

Rafmagnsskrifborð

Sent: Fös 05. Mar 2021 15:14
af falcon1
Ég er að pæla í að fjárfesta í rafmagnsskrifborði þar sem ég er núna með gamalt og lúið skrifborð þar sem hæðin er föst. Hef átt að stríða við smá meiðsli og vöðvabólgu í öxlum og hálsi þannig að ég er að vonast til þess að fjárfesting í stillanlegu rafmagnsskrifborði muni hjálpa mér að vera í réttri líkamsstöðu sem og fá smá tilbreytingu með því að geta unnið standandi við það líka.

Er einhver með svona borð og hvað mynduð þið mæla með í gæðum og endingu?

Re: Rafmagnsskrifborð

Sent: Fös 05. Mar 2021 15:32
af Lexxinn
Ég hef ekki reynslu af rafmagnsskrifborði en ég var með Skarsta (ikea - upphækkanlegt) borð og Capisco Hag stól sem ég notaði í öllum mögulegum stellingum, fannst ég vera betri í skrokknum eftir marga klst við skrifborðið í þessu setupi vs fast borð og annar stóll.

Stór hluti tel ég vera vegna þess að í Hag stólnum situr maður sjaldnast með mjöðm í 90° beygju eins og í flestöllum öðrum stólum. Það réttir úr lendarhryggnum og kemur í veg fyrir óeðlilega sveigju sem kemur þegar fólk situr í klassískum stólum.

Re: Rafmagnsskrifborð

Sent: Fös 05. Mar 2021 16:09
af Sallarólegur
Bestu kaupin eru yfirleitt hér eða í IKEA: https://www.efnisveitan.is/vorur/rafmag ... sg%C3%B6gn

Svo er ekkert mál að skipta um plötu, ég setti svona plötu á gamalt rafmagnsborð sem ég fékk gefins: https://www.ikea.is/products/595967

Varðandi vöðvabólguna er geggjað að eiga tvo kælipoka og kæla axlir, bak og háls á kvöldin:
https://netverslun.lyfja.is/product/kae ... up-16x26cm

Svo er þægilegt að vera með svona teygju til að gera léttar æfingar:
https://sportvorur.is/product/rjr-teygja-lett-raud

Þessir boltar ná svo vel upp í háls: https://sportvorur.is/product/rjr-nuddb ... ldur-minni ;)