Síða 1 af 1

2 mismunandi skjákort

Sent: Fim 04. Mar 2021 01:19
af gisli98
Spurning: get ég notað 2 mismunandi skjákort (rtx3070 og gtx970) og tengt þau við sitthvora skjáinn? Er ekkert að pæla í sli svo þeir vinna saman, bara nota 3070 í leiki og 970 í 2nd skjáinn.

Stundum þegar ég er að spila leiki á 144hz skjáinn og er með netflix/youtube í gangi á hinn þá er eitthvað truflun á 144hz skjáinn örugglega út af refresh rate mismuninn, mun það lagast ef ég runna 2 skjákort?

Setup ef það skiptir máli:
Main skjár: 144hz 1440p
2nd skjár: 60hz 4k
i7 6700k
rtx3070 (+970)
MSI Z170a
32GB ddr4 3200mhz
corsair rm 750w gold (er það nóg?)