Síða 1 af 1
þrjú bíbb
Sent: Mán 01. Mar 2021 21:19
af BorkurJ
Þætti vænt um smá hjálp frá þeim sem til þekkja.
Þegar ég kveiki á tölvunni þá heyrast þrjú bíbb og síðan smá þögn og svo aftur þrjú bíbb. Ekkert kemur á skjáinn og windows vaknar ekki.
Síðan ef ég bíð í nokkrar mínútur og ýti á reset takkan þá keyrist allt upp eðlilega.
Allar viftur fara í gang og móðurborðs ljós (appelsínu gula PWR) er á. Ekkert byrtist á Q-Led sem eru svona trouble shoot ljós á móðurborði fyrir stóru atriðin (cpu,ram...osfr).
Gerði ram test með innbyggða windows forritinu sem tók óratíma. Það fann ekkert að vinnsluminninu.
Að öðru leiti er akkúrat ekkert að þessari samsetningu og hún hefur virkað alveg súper vel frá því ég setti hana saman.
Hvað er til ráða?
Helstu spekkar: windows 10, Rog strix b450 i gaming mini itx, AMD ryzen 5 3600, DDR4 2x16GB corsair ram 3200mhz,keypt í setti), tvö m.2 drif, rtx 2060 super
Re: þrjú bíbb
Sent: Mán 01. Mar 2021 21:32
af Robotcop10
Prufaðu að keyra memtest86 (sem tekur ennþá lengri tíma), kringum 5 og hálfur tími þegar ég runnaði um daginn. Var í veseni með mína um daginn og þetta lagaðist allt eftir að ég update-aði Bios.
Re: þrjú bíbb
Sent: Mán 01. Mar 2021 21:42
af BorkurJ
Takk Robocop. Ég tékka á þessu.
Er eitthvað annað sem ég ætti að skoða áður sem tekur kannski minni tíma og vesen ?
Re: þrjú bíbb
Sent: Mán 01. Mar 2021 22:05
af mjolkurdreytill
Eru þetta eitt langt og 2 stutt píp ?
Þú gætir tekið vinnsluminnið úr móðurborðinu og sett það í aftur. Af hverju það ætti að breyta einhverju veit ég ekki en í það minnsta tekur það ekki 5 tíma.
Þú gætir uppfært bios og það er líklegast lausnin. Tekur ekki 5 tíma.
Ef þú keyrir forrit eins og memtest gættu þess þá að keyra það á einn kubb í einu.
Ég hef lent í því að tölva neitaði að ræsa sig nema vinnsluminni væru tekin úr móðurborðinu. Það er einhver (þekkt) villa sem veldur því að vinnsluminni virðist ekki tæmast þegar tölvan slekkur á sér þannig að þegar þú kveikir aftur á tölvunni er minnið fullt og tölvan getur væntanlega ekki nýtt minnið. Ekki nákvæmlega það sama og þú ert að glíma við en mögulega sambærilegt. Það lagaðist með bios uppfærslu.
Re: þrjú bíbb
Sent: Mán 01. Mar 2021 22:10
af BorkurJ
Sæll Dreytill
Nei þetta eru alveg skýr jafnlöng þrjú bíbb og svo pása og svo aftur og svo þögn.
Fer í þetta á morgun og læt vita hvernig gekk. Byrja á þínum tillögum og síðan memtest86 ef ekkert lagast.
Eðalfólk á þessum þræði!
Kærar þakkir
Re: þrjú bíbb
Sent: Þri 02. Mar 2021 00:18
af nonesenze
Re: þrjú bíbb
Sent: Þri 02. Mar 2021 02:40
af Sinnumtveir
BorkurJ skrifaði:Sæll Dreytill
Nei þetta eru alveg skýr jafnlöng þrjú bíbb og svo pása og svo aftur og svo þögn.
Fer í þetta á morgun og læt vita hvernig gekk. Byrja á þínum tillögum og síðan memtest86 ef ekkert lagast.
Eðalfólk á þessum þræði!
Kærar þakkir
Náðu þér í "User manual" fyrir móðurborðið þitt. Þar er skýring á BIOS/POST bíp kóðum.
Re: þrjú bíbb
Sent: Þri 02. Mar 2021 12:48
af fedora1
Ekki augljóst, get ekki séð að það sé til þriggja bípa kóði (
https://dlcdnets.asus.com/pub/ASUS/mb/S ... UM_WEB.pdf)
næsta er Engin VGA snúa, one continious beep followed by 3 short beeps.
En kanski hitti ég ekki á rétt móðurborð...
Re: þrjú bíbb
Sent: Mið 03. Mar 2021 23:41
af BorkurJ
Takk fyrir hjálpina allir hér!
Smá updeit ef einhverjir hafa áhuga.
Endaði vel og ein súr uppgötvun.
Stutta versjónin: Ég updeitaði biosið og bíbbið fór. Er fastur í 2133mhz hraða í ram þó það sé 3200mhz. Sá ýmisslegt á neti sem benti á 3xbíbb sem RAM vesen. Takk nonsenze. Í Q-LED ljósunum á móðurborði var hinsvegar CPU ljósið(raut) í gangi þegar 3xbíbbið var. En semsagt leyst en hvað bíbbið þýddi ennþá óljóst.
Lengri versjónin:
Áður en ég updeitaði biosið sá ég að vinnsluminnið var að keyra á 2133mhz en ekki 3200 eins ég hafði stillt það í samsetningunni. Mig minnir að ég hafi þurft að stilla D.O.C.P á 3200mhz ram þegar ég setti vélina saman. Allavega þá hef ég greinilega keyrt á 2133mhz í heilt ár virðist vera eins og flón.
Eftir bios update þá fór bíbbið en ég sá að biosið var enn í 2133mhz stillingu fyrir vinnsluminnið. Breyti D.O.C.P í 3200mhz, save,exit,restart.
Þá bíbbaði vélin eitt langt og tvö stutt, aftur og aftur, startaði sér síðan tvisvar og loks postaði hún og windows vaknaði. Hún fór semsagt aftur í 2133mhz og gat þá startað sér. Þetta er staðan núna. Klettstabíl og fín en er hálf fúll að geta ekki notað 3200mhz sem ég keypti jú sérstaklega til að njóta hraðans. Dobbeltékkaði þó aldrei eða það breytti sér með göldrum í niður í 2133mhz sem er pínu ólíklegt.
Vinnsluminnið er DDR Corsair LPX 2x16GB 3200mhz (CMK32GX4M2B3200C16) og það er á nokkrum meðmælalistum fyrir Ryzen 5 3600.
Að sama skapi má líka finna fullt af fólki í sömu vandræðum og ég, þeas. ná ekki 3200mhz bara 2133mhz á sama móðurborði og ég.
Bestu ráðinn sem ég fann á netinu mæla með að fara í 18-18-18-40 á 1.35v (framleiðandi segir þó 16-18-18-36)
Fann þetta hér:
https://forums.guru3d.com/threads/2x16g ... ng.427687/
Mælt með þessu ram hér:
https://premiumbuilds.com/ram/best-ram- ... en-5-3600/
Er ansi ragur að fikta í þessum tímastillingum og hef aldrei gert það. Er það ekki riskí bissness?
Er ekkert í overklokkinu en alveg til í að fá hraðan sem ég borgaði fyrir.
Á einhver link sem sýnir þetta step-by-step?
over n out
Re: þrjú bíbb
Sent: Fim 04. Mar 2021 02:57
af nonesenze
Þetta er alltaf "allt upp að" xxxxmhz og þetta er allt raun overclock. Ég myndi prufa að fara bara í 3000 mhz. Eða hækka timing aðeins á 3200. Þarft líklega að overclocka sjálfur minnið ef það virkar ekki sjálft