Síða 1 af 1

Kaupa tölvu íhluti á netinu

Sent: Sun 28. Feb 2021 13:13
af aripall94
Hæhæ, er að spá hvort einhver hefur reynslu á að kaupa tölvu íhluti á netinu, er að spá í að kaupa mér vinnsluminni, eru einhverjar síður sem þið mælið með?

Re: Kaupa tölvu íhluti á netinu

Sent: Sun 28. Feb 2021 13:29
af Heidar222
OCUK Mæli með þeim

Re: Kaupa tölvu íhluti á netinu

Sent: Sun 28. Feb 2021 13:37
af aripall94
Heidar222 skrifaði:OCUK Mæli með þeim
Stendur að þeir sendi ekki lengur til önnur lönd útaf brexit :/

Re: Kaupa tölvu íhluti á netinu

Sent: Sun 28. Feb 2021 15:29
af Heidar222
Myndi íhuga þá https://www.caseking.de/?__shop=2 dótturfyrirtæki þeirra. Hef ekki reynslu af því en lookar ágætlega

Re: Kaupa tölvu íhluti á netinu

Sent: Sun 28. Feb 2021 15:43
af Gurka29
Hef notað overclockers og scan frá bretlandi en getur ekki pantað núna frá þeim útaf brexit.

Reyndi að panta frá caseking.de en það virkaði ekki.

Myndi kíkja á computeruniverse (var að panta þaðann) og mindfactory.de (ef þeir senda)

Re: Kaupa tölvu íhluti á netinu

Sent: Sun 28. Feb 2021 20:09
af Sinnumtveir
Svo má tékka á amazon.com & bhphotovideo.com. Bæði fyrirtækin bjóða upp á tiltölulega mildan flutningskostnað sem og að skattar og gjöld séu borguð af þeim. Sem dæmi: bhphotovideo sendir með DHL Express og það kostar vanalega USD 21,20. Ef maður lætur þá sjá um tollinn/vsk þá kemur sendingin án nokkurra eftirmála heim til manns.