Hver er besta leikjafartölvan að ykkar mati?
Er þá að sá í gott skjákort og góðan skjá, þ.e. IPS.
Re: Besta leikafartölvan 2021 ?
Sent: Mið 24. Feb 2021 14:00
af Mossi__
M.t.t price vs performance myndi ég halda Ideapad 3 með Ryzen 4600h og 1650m/1650ti. Það er a.m.k. vél sem eg er að eygja.
Build quality og den slags, ásamt góðri reynslu á Lenovo.
Hinsvegar er ég spenntur að sjá önnur álit því mig langar að fara að uppfæra mína.
Re: Besta leikafartölvan 2021 ?
Sent: Mið 24. Feb 2021 15:13
af GuðjónR
Mossi__ skrifaði:M.t.t price vs performance myndi ég halda Ideapad 3 með Ryzen 4600h og 1650m/1650ti. Það er a.m.k. vél sem eg er að eygja.
Build quality og den slags, ásamt góðri reynslu á Lenovo.
Hinsvegar er ég spenntur að sjá önnur álit því mig langar að fara að uppfæra mína.
Mossi__ skrifaði:M.t.t price vs performance myndi ég halda Ideapad 3 með Ryzen 4600h og 1650m/1650ti. Það er a.m.k. vél sem eg er að eygja.
Build quality og den slags, ásamt góðri reynslu á Lenovo.
Hinsvegar er ég spenntur að sjá önnur álit því mig langar að fara að uppfæra mína.
Þessi er all rosaleg enda endurspeglar verðmiðinn það
Þetta er tölva sem „athafnamenn“ myndu kaupa sér...
Re: Besta leikjafartölvan 2021 ?
Sent: Fim 25. Feb 2021 11:25
af hfwf
ódýrasta er Geforce NOW, gefið , ekki allir leikir þar samt
Re: Besta leikjafartölvan 2021 ?
Sent: Fim 25. Feb 2021 20:41
af Televisionary
Þetta er svona það sem ég man eftir að hafa gert óformlega könnun í leikjafartölvum, könnunin fólst í því að skoða/kaupa nokkrar leikjavélar og sjá hvað virkar og hvað virkar ekki fyrir mig. Spurning hvort að eitthvað af þessari reynslu geti sparað tíma og/eða pening.
Razer Blade, fallegar vélar. En mikið um bilanatíðni samkvæmt internetinu. Þjónustan er held ég ekki fyrir hendi á þessum búnaði í það minnsta ekki á því markaðssvæði þar sem ég var. Þetta var sú vél sem var #1 á listanum en ég þorði ekki að kaupa hana þvi að það fer ekki gott orð af þessum vélbúnaði almennt í umsögnum.
Acer Predator. Ég hef verið með 3 stk. Helios 500 vélar. 2 x i7 og 1 x i9. Þetta eru svaka fínar vélar fyrir peninginn. Lét vin minn kaupa 2020 Helios 300 vél og hann er alsæll með gripinn. Það er ein i9 Helios 500 2019 vél hérna í notkun hjá krökkunum, þetta veitir bara gleði. Helios 500 hefur 4 raufar fyrir minni og gott aðgengi til að bæta við 2.5" disk til að geyma þessa stóru titla. 144Hz skjárinn er gaman að hafa en myndgæðin á móti t.d. Thinkpad vélinni sem ég nefni hér að neðan er ekki saman að líkja, sú vél kemur með 4K skjá og innbyggðu "calibration" græju. Lyklaborðið var ljómandi en best er að láta yngri kynslóðina hafa auka lyklaborð, því að þeir eiga það til að missa sig og vera full harkalegir.
Alienware, prófaði bæði 15" og 17" (R4 og R5) vélarnar frá þeim áður en þeir fóru í þessi nýju boddý. Area 51m vélin er mjög skemmtileg erum að nota svoleiðis vél í prófunum hjá okkur. Hún slær ekki feilpúst. Þetta er ekki ódýrt en hægt að fá langa ábyrgð frá Dell á þessum græjum. Besti hljómurinn var í 17" vélinni hérna.
Dell XPS 15", hef verið með tvær svona vélar. Þær reyndust vel. Voru lægra spekkaðar en hinar en rafhlöðuendingin var lengri. Það var mjög góð þjónusta hjá Advania á þessum vélum. En ef planið er alvöru leikjaspilun myndi ég skauta fram hjá þessu.
Thinkpad P71 / 17" skrímsli með mobile Xeon örgjörva og 16GB Quadro GPU. Hún hefur reynst mjög vel. Bæði sem vinnuhestur og leikjavél. Þessi vél varð á endanum það sem ég notaði. Hún var á góðu verði frá BHPhotovideo.com. BH eru oft með góð tilboð og það hefur gengði vel að fá sent til Reykjavíkur í það minnsta áður en Covid-19 byrjaði. Þessi tölva kostaði eins og Predator í Reykjavík en það kemur þriggja ára ábyrgð sem nýtist hvar sem er í veröldinni.
Re: Besta leikjafartölvan 2021 ?
Sent: Fös 26. Feb 2021 22:21
af GuðjónR
Televisionary skrifaði:Þetta er svona það sem ég man eftir að hafa gert óformlega könnun í leikjafartölvum, könnunin fólst í því að skoða/kaupa nokkrar leikjavélar og sjá hvað virkar og hvað virkar ekki fyrir mig. Spurning hvort að eitthvað af þessari reynslu geti sparað tíma og/eða pening.
Razer Blade, fallegar vélar. En mikið um bilanatíðni samkvæmt internetinu. Þjónustan er held ég ekki fyrir hendi á þessum búnaði í það minnsta ekki á því markaðssvæði þar sem ég var. Þetta var sú vél sem var #1 á listanum en ég þorði ekki að kaupa hana þvi að það fer ekki gott orð af þessum vélbúnaði almennt í umsögnum.
Acer Predator. Ég hef verið með 3 stk. Helios 500 vélar. 2 x i7 og 1 x i9. Þetta eru svaka fínar vélar fyrir peninginn. Lét vin minn kaupa 2020 Helios 300 vél og hann er alsæll með gripinn. Það er ein i9 Helios 500 2019 vél hérna í notkun hjá krökkunum, þetta veitir bara gleði. Helios 500 hefur 4 raufar fyrir minni og gott aðgengi til að bæta við 2.5" disk til að geyma þessa stóru titla. 144Hz skjárinn er gaman að hafa en myndgæðin á móti t.d. Thinkpad vélinni sem ég nefni hér að neðan er ekki saman að líkja, sú vél kemur með 4K skjá og innbyggðu "calibration" græju. Lyklaborðið var ljómandi en best er að láta yngri kynslóðina hafa auka lyklaborð, því að þeir eiga það til að missa sig og vera full harkalegir.
Alienware, prófaði bæði 15" og 17" (R4 og R5) vélarnar frá þeim áður en þeir fóru í þessi nýju boddý. Area 51m vélin er mjög skemmtileg erum að nota svoleiðis vél í prófunum hjá okkur. Hún slær ekki feilpúst. Þetta er ekki ódýrt en hægt að fá langa ábyrgð frá Dell á þessum græjum. Besti hljómurinn var í 17" vélinni hérna.
Dell XPS 15", hef verið með tvær svona vélar. Þær reyndust vel. Voru lægra spekkaðar en hinar en rafhlöðuendingin var lengri. Það var mjög góð þjónusta hjá Advania á þessum vélum. En ef planið er alvöru leikjaspilun myndi ég skauta fram hjá þessu.
Thinkpad P71 / 17" skrímsli með mobile Xeon örgjörva og 16GB Quadro GPU. Hún hefur reynst mjög vel. Bæði sem vinnuhestur og leikjavél. Þessi vél varð á endanum það sem ég notaði. Hún var á góðu verði frá BHPhotovideo.com. BH eru oft með góð tilboð og það hefur gengði vel að fá sent til Reykjavíkur í það minnsta áður en Covid-19 byrjaði. Þessi tölva kostaði eins og Predator í Reykjavík en það kemur þriggja ára ábyrgð sem nýtist hvar sem er í veröldinni.
Takk fyrir góða útlistun, flott að fá svona reynslusögur.
Hvernig ætli nýju Ryzen séu að plumma sig í fartölvum?
Klárlega flottasta vélin eins og nokkrir í þræðinum hafa bent á en hrikalega dýr og þessi mætti vera með öflugra skjákorti. En örgjörvinn er einn sá besti sem völ er á í dag.