Síða 1 af 1
Skjákortaþurrðin
Sent: Mán 22. Feb 2021 20:46
af vatr9
Er þetta ekki frekar einstakt ástand hjá tölvuverslunum, virðast engin leikjaskjákort til.
Jafnvel kort úr fyrri kynslóð eru uppseld, Nvidia 1660 og AMD Radeon 5700XT hvergi til.
Hlýtur að vera erfitt að kaupa leikjatölvu í dag.
Hverju er um að kenna, Covid eða mining eða eitthvað annað.
Re: Skjákortaþurrðin
Sent: Mán 22. Feb 2021 20:58
af Revenant
Mikil eftirspurn hjá venjulegu fólki því það er meira heima hjá sér, takmörkuð framleiðslugeta hjá TSMC/Samsung (því allir framleiðendur vilja nota bestu tækni) og verð á rafmyntum í hæstu hæðum (sem gerir GPU gröft hagstæðan).
Re: Skjákortaþurrðin
Sent: Mán 22. Feb 2021 21:01
af Robotcop10
Sá nokkur 3060ti og 3070 í Tölvutek í dag uppá hillu
Re: Skjákortaþurrðin
Sent: Mán 22. Feb 2021 21:14
af jonsig
Það eru til 6900xt á premium scalper verði í computer.is
Re: Skjákortaþurrðin
Sent: Þri 23. Feb 2021 05:15
af Atl4z
Robotcop10 skrifaði:Sá nokkur 3060ti og 3070 í Tölvutek í dag uppá hillu
Mjög líklegt að þetta séu bara tómir kassar upp á hillu.
Re: Skjákortaþurrðin
Sent: Þri 23. Feb 2021 08:55
af Sallarólegur
Þetta er að verða svona út um allt
Re: Skjákortaþurrðin
Sent: Þri 23. Feb 2021 09:24
af Dropi
Mig vantaði 2060 í hraði í síðasta mánuði fyrir kúnna, hringdi í allar verslarnir á höfuðborgarsvæðinu og náði að negla eitt 1660 Super - sem dugði - hjá computer. Þeir áttu líka nokkur 5500XT sem voru nýkomin þá, skutlaði einu í vinnuvélina mína og lét kollega fá 1060 kortið mitt. Þarf AMD drivera til að keyra eitt ákveðið gamalt forrit sem Nvidia og Intel driverar hafa alveg neitað síðan Windows 10 uppfærði sig fyrir 4-5 árum.
Ég keypti bara haug af Ryzen APUs til að redda mér í vinnuni út árið, þeir eru stundum til.
Heima við fær gamla góða bios flashaða vega 56 kortið að njóta sín út þetta ár grunar mig.
Re: Skjákortaþurrðin
Sent: Þri 23. Feb 2021 10:12
af Sallarólegur
Dropi skrifaði:
Ég keypti bara haug af Ryzen APUs til að redda mér í vinnuni út árið, þeir eru stundum til.
Áður en við vitum af verður þetta allt orðið SoC með vinnsluminni og flash drifi og við þurfum bara að kaupa eitt chip
Re: Skjákortaþurrðin
Sent: Þri 23. Feb 2021 10:27
af TobbiHJ
Þetta er eiginlega perfect storm af mörgum þáttum sem hafa orsakað þetta.
Eftirspurn úr mörgum áttum, cryptocoin hækkun, aldrei fleiri að nota tölvur heima og heiman vegna aðgangstakmarkana og spennandi nýjungar í skjákortum NVIDIA/AMD og nýju Ryzen línunni, auk PS5. Allt, ásamt íhlutum í marga bíla, snjallsíma og önnur hátæknitæki, enda sem verkefni í biðröðinni hjá TSMC sem geta ekki aukið framleiðslu í takt við eftirspurn. Þeir eru uppbókaðir MÖRG ár fram í tímann og geta ekki annað fyrirliggjandi verkefnum
Sumpart af því að það væri hááhættufjárfesting, en sumpart af því að þeir eiga ekki nóg af smíðaefni til að smíða þróuðustu chips.
Þar er það helst skortur á ABF (Ajinomoto build-up film) sem er að trufla, sem þeir kaupa sjálfir af undirverktökum. Mér telst til að það séu 3-4 stórir aðilar að framleiða það og þeir geta ekki aukið framleiðslu fyrr en eftir 6-12 mánuði.
Þetta er vont, og þetta mun versna. Sumir hafa nefnt að þetta verði versta staða frá upphafi í eftirspurn umfram framboð.
Vandamálið er eiginlega að framleiðsla á top-end chips er komin á of fáar hendur og þá er kerfið allt viðkvæmara.
Það er helst Intel sem getur staðið þetta af sér, enda framleiða þeir eigin chips, ólíkt flestum öðrum.
Nú væri hins vegar gott ef þeir hefðu ekki skorið niður aðra hluta sinnar framleiðslu, en þeir eru í gangi með að fækka framleiðslulínum.
Re: Skjákortaþurrðin
Sent: Þri 23. Feb 2021 11:46
af raggos
Þetta er að stórum hluta mining að kenna alveg eins og seinast