Síða 1 af 1

tölvan slekkur á sér eftir nokkrar mínútur.

Sent: Sun 21. Feb 2021 13:18
af Robotcop10
Er í smá veseni með tölvuna seinustu daga, þegar ég kveiki á henni í byrjun dags þá slekkur hún á sér eftir nokkra mín notkun og svo startar hún sér sjálfkrafa aftur. Allt virkar vel eftir það. Hún hefur verið að deyja á mér stundum yfir daginn en seinstu tvö hefur það bara gerst mínútum eftir að ég kveiki á henni.
Þegar ég spila leiki og allt er á fullu þá keyrir hún mjög vel. Mig grunnar að annaðhvort er það PSU eða Short á móðurborðinu. Málið er að allt er nýtt í henni nema PSU sem er um 3-4 ára gamalt. Einnig gott að minnast á að það er búið að slá út öðru hvoru á þessum 3 árum sem ég hef átt þennan PSU og ég hef ekki verið að nota Surge proctection framlengingar snúru.

Er einhver hér sem hefur hugmynd hvað gæti verið að ?


GPU: RTX 3080
CPU: Ryzen 3600
Mobo: Asus Prime-p x570
PSU: Corsair RM750x
Ram: Trident-z 4x8gb

Re: tölvan slekkur á sér eftir nokkrar mínútur.

Sent: Sun 21. Feb 2021 13:25
af jonsig
Bestu psu eru að slá út öryggi (sjálfvarinu) þegar þú stingur því í samband eftir að það hefur verið aftengt í einhvern tíma. En ef það hefur verið tengt allan tíman og það slær út eftir það, þá er það ekki sniðugt.

Þetta er kannski vandamálið við Corsair, þeir geta ekki hagað framleiðslunni þannig að það komi ekki inn slæmir árgangar öðru hverju.

p.s. frekar mjög heimskulegt að hafa 160k+ GPU á dubious aflgjafa...

Re: tölvan slekkur á sér eftir nokkrar mínútur.

Sent: Sun 21. Feb 2021 13:35
af Robotcop10
jonsig skrifaði:Bestu psu eru að slá út öryggi (sjálfvarinu) þegar þú stingur því í samband eftir að það hefur verið aftengt í einhvern tíma. En ef það hefur verið tengt allan tíman og það slær út eftir það, þá er það ekki sniðugt.

Þetta er kannski vandamálið við Corsair, þeir geta ekki hagað framleiðslunni þannig að það komi ekki inn slæmir árgangar öðru hverju.

p.s. frekar mjög heimskulegt að hafa 160k+ GPU á dubious aflgjafa...
Aðal ástæðan afhverju það var að slá alltaf út var þegar það er einhvað tengt úti og plug-ið úti blotnaði. PSU hefur aldrei verið aftengt nema þegar ég er að opna/færa tölvuna.
Ég var ekkert að stressa mig á að tengja þetta PSU við nýja skákortið þar sem hann var bara 3 ára og hefur aldrei verið með vesen og ég hef alltaf passað að hreinsa hann af ryki reglulega. Er safe bet að kaupa nýjan eða er mögulega Mobo líka einhvað faulty ?

Re: tölvan slekkur á sér eftir nokkrar mínútur.

Sent: Sun 21. Feb 2021 13:41
af SolviKarlsson
Ég lenti í svipuðu í vetur með nýja tölvu hjá mér. Hún slökkti á sér mjög randomly reyndar, bæði fljótlega eftir boot, randomly að browsa netið eða eftir að starta upp leik. Vandamálið hjá mér þá var RAM, eitt stick af tveimur var bara gallað, fékk því skipt út og allt í góðu eftir það.
Þú gætir prófað að keyra memtest á eitt stick í einu og svo öll saman. Þá kom amk skýrt út vandamálið hjá mér.

Re: tölvan slekkur á sér eftir nokkrar mínútur.

Sent: Sun 21. Feb 2021 14:12
af jonsig
Robotcop10 skrifaði:
jonsig skrifaði:Bestu psu eru að slá út öryggi (sjálfvarinu) þegar þú stingur því í samband eftir að það hefur verið aftengt í einhvern tíma. En ef það hefur verið tengt allan tíman og það slær út eftir það, þá er það ekki sniðugt.

Þetta er kannski vandamálið við Corsair, þeir geta ekki hagað framleiðslunni þannig að það komi ekki inn slæmir árgangar öðru hverju.

p.s. frekar mjög heimskulegt að hafa 160k+ GPU á dubious aflgjafa...
Aðal ástæðan afhverju það var að slá alltaf út var þegar það er einhvað tengt úti og plug-ið úti blotnaði. PSU hefur aldrei verið aftengt nema þegar ég er að opna/færa tölvuna.
Ég var ekkert að stressa mig á að tengja þetta PSU við nýja skákortið þar sem hann var bara 3 ára og hefur aldrei verið með vesen og ég hef alltaf passað að hreinsa hann af ryki reglulega. Er safe bet að kaupa nýjan eða er mögulega Mobo líka einhvað faulty ?
Ef hann er í lagi.. þá ætti hann alveg að endast fínt í 5ár ca. eða 2ár í viðbót.

Það getur ýmislegt bilað sem veldur þessu, þó yfirleitt psu. Og auðvelt að prufa ef þú færð annan lánaðan

Re: tölvan slekkur á sér eftir nokkrar mínútur.

Sent: Sun 21. Feb 2021 15:40
af Robotcop10
Búin að gera Windows Memory diagnostic, reyndar með öllum 4 í einu sem tók um klukkutima og ekkert error kom úr því. Tók svo ram út og setti þau aftur í en á öðrum stöðum en þau voru í.
Lenti í því að tölvan skeit á sig og slökkti og kveikti á sér tvisvar í röð en hefur verið róleg eftir það.
Ætla bara kaupa nýjan aflgjafa á morgun (Seasonic Focus) og sjá hvernig þetta breyttist. Annars geri ég fleiri fault test af Ram-inu

Re: tölvan slekkur á sér eftir nokkrar mínútur.

Sent: Sun 21. Feb 2021 15:45
af SolviKarlsson
Windows memory diagnostic skilaði einmitt engum errors hjá mér. En þegar ég keyrði memtest86 (Tekur langan langan tíma, sérstaklega ef þú testar 4 stick, eitt í einu) þá kom það loksins í ljós þegar það test crashaði.

Gangi þér vel!

Re: tölvan slekkur á sér eftir nokkrar mínútur.

Sent: Sun 21. Feb 2021 15:52
af Robotcop10
SolviKarlsson skrifaði:Windows memory diagnostic skilaði einmitt engum errors hjá mér. En þegar ég keyrði memtest86 (Tekur langan langan tíma, sérstaklega ef þú testar 4 stick, eitt í einu) þá kom það loksins í ljós þegar það test crashaði.

Gangi þér vel!
Var einmitt að download-a því, ertu að segja að það kemur betur í ljós bilun ef maður gerir eitt í einu eða bara að það tekur styttri tíma ? Ef það er engin munur nema hve langan tíma það tekur þá mundi ég bara run-a þetta í kvöld öll 4 í einu.

edit: las betur um þetta og maður gerir bara eitt í einu, en já þetta tekur nokkra daga greinilega :/

Re: tölvan slekkur á sér eftir nokkrar mínútur.

Sent: Sun 21. Feb 2021 16:01
af SolviKarlsson
Robotcop10 skrifaði:
SolviKarlsson skrifaði:Windows memory diagnostic skilaði einmitt engum errors hjá mér. En þegar ég keyrði memtest86 (Tekur langan langan tíma, sérstaklega ef þú testar 4 stick, eitt í einu) þá kom það loksins í ljós þegar það test crashaði.

Gangi þér vel!
Var einmitt að download-a því, ertu að segja að það kemur betur í ljós bilun ef maður gerir eitt í einu eða bara að það tekur styttri tíma ? Ef það er engin munur nema hve langan tíma það tekur þá mundi ég bara run-a þetta í kvöld öll 4 í einu.
Þú getur keyrt það með öll í einu og ef það crashar eða færð errora þá er eitthvað memory faulty, til að komast að því nákvæmlega hvert þeirra er bilað, þá þarftu að keyra eitt í einu. Ég komst langt í gegnum testið áður en eitthvað kom uppá. Leit út nánast eins og þau væru í lagi. En þegar ég hafði eitt í einu þá var klárt mál að annað vinnsluminnið var gallað.

(vil samt setja disclaimer að ég hef alls ekki mikla reynslu utan fyrir þetta skipti sem þetta kom fyrir mig í að troubleshoota þetta vesen hjá mér)

Re: tölvan slekkur á sér eftir nokkrar mínútur.

Sent: Sun 21. Feb 2021 16:04
af Robotcop10
SolviKarlsson skrifaði:
Robotcop10 skrifaði:
SolviKarlsson skrifaði:Windows memory diagnostic skilaði einmitt engum errors hjá mér. En þegar ég keyrði memtest86 (Tekur langan langan tíma, sérstaklega ef þú testar 4 stick, eitt í einu) þá kom það loksins í ljós þegar það test crashaði.

Gangi þér vel!
Var einmitt að download-a því, ertu að segja að það kemur betur í ljós bilun ef maður gerir eitt í einu eða bara að það tekur styttri tíma ? Ef það er engin munur nema hve langan tíma það tekur þá mundi ég bara run-a þetta í kvöld öll 4 í einu.
Þú getur keyrt það með öll í einu og ef það crashar eða færð errora þá er eitthvað memory faulty, til að komast að því nákvæmlega hvert þeirra er bilað, þá þarftu að keyra eitt í einu. Ég komst langt í gegnum testið áður en eitthvað kom uppá. Leit út nánast eins og þau væru í lagi. En þegar ég hafði eitt í einu þá var klárt mál að annað vinnsluminnið var gallað.

(vil samt setja disclaimer að ég hef alls ekki mikla reynslu utan fyrir þetta skipti sem þetta kom fyrir mig í að troubleshoota þetta vesen hjá mér)
Skil þig, takk samt fyrir að nefna þetta.
Var ekki búin að hugsa útí að það gæti verið Ram vandamál. En ég held áfram að skoða þetta :happy