Síða 1 af 1

Spjallforrit á eigin server

Sent: Lau 13. Feb 2021 22:08
af Molfo
Kvöldið.

Ég er að spá hvort að það sé til forrit eða hugbúnaður sem hægt er að setja upp á eigin þjón(t.d. Linux eða Microsoft VM vél á Qnap.. eða á VM á PC) sem gerir notendum(fjölskyldu) kleyft að spjalla saman... þá meina ég netspjall. Má líka alveg vera í gegnum Mic. Jafnvel nota vefmyndavél(stór bónus).

Ég veit af spjallinu á Facebook og svoleiðis en það er eitthvað sem ég vill ekki/get ekki notað.
Þetta verður að vera eitthvað sem ég get sett upp og stjórnað sjálfur.

Þess vegna spyr ég ykkur klóku notendur á Vaktinni, vitið þið um eitthvað svona forrit?

P.S. það væri ekki verra ef að þetta væri ódýrt eða frítt jafnvel. :)

Kv.

Molfo

Re: Spjallforrit á eigin server

Sent: Lau 13. Feb 2021 22:30
af ABss
Þú hýsir það ekki sjálfur, en hvað með signal? Einnig vert að skoða jitsi.

En í sambandi við að hýsa eitthavð sjálfur, þá er https://rocket.chat/ möguleiki. Gomma af allskonar open source dóti til að hýsa sjálfur, vandinn er yfirleitt að láta fólk nota eitthvað annað en FB.

https://privacytools.io/software/real-t ... unication/

Re: Spjallforrit á eigin server

Sent: Sun 14. Feb 2021 01:27
af russi
Ég setti eitt sinn upp Chat í Nextcloud, það var mjög fínt og var tékka á því aðeins aftur og er að virðist vera miklu betra núna. Myndi skoða það og líka hvað nextcloud býður uppá, gæti þá verið eitthvað meira en bara chat

Re: Spjallforrit á eigin server

Sent: Sun 14. Feb 2021 01:58
af Baldurmar
Rocketchat er open source self-hosted chat