NVME slys með ADATA XPG
Sent: Þri 09. Feb 2021 21:34
Jæja, þar fór 20k út um gluggann. Í vor keypti ég ADATA XPG NVME drif hjá Tölvutækni. Ég hef verið mjög ánægður með það og keypti meira að segja annað drif með 1TB af geymsluplássi. Með drifinu fylgdi lítill heat spreader sem er nokkuð aumingjalegur en ég ákvað að líma hann á upp á flippið þar sem ATX móðurborðið mitt er ekki með heatsink yfir M.2 raufunum.
Í dag ætlaði ég að flytja drifið yfir í annað móðurborð sem hefur nokkuð vígalegan heatsink. Ég hugsaði að það væri ekki ráðlagt að hafa heat spreaderinn undir heatsinkinu og reiknaði með því að það yrði ekkert mál að fjarlægja hann þar sem hann var ekki áfastur við kaup. Þegar ég byrjaði að reyna að ná honum af fannst mér hann undarlega fast límdur á og ákvað að nota plast-spudger til að skera varlega á límið meðan ég lyfti heat spreaderinum af. Mikið af líminu sat eftir... sem ég var ekki sérlega sáttur með en ég reiknaði með því að það myndi ekki skipta miklu máli í stóru myndinni. Þetta var hægt ferli, og ég fór mjög varlega að.
Ég hafði náð að fjarlægja heatspreaderinn af helming minnisflaganna þegar það small allt í einu eitthvað og hann losnaði.
Þá hafði ég ekki einungis náð að taka heat-spreaderinn sjálfan af... heldur hafði ég rifið upp heila minnisflögu, lóðtengi hennar og nokkur "trace" af prentplötunni. Sjá mynd
Nú hef ég hringt í Tölvutækni til að kanna ábyrgðarmál og bíð eftir svari.
Ég vildi vara ykkur við þessu og mæla eindregið gegn því að þið límið heat spreaderinn sem fylgir með drifunum á.
Í dag ætlaði ég að flytja drifið yfir í annað móðurborð sem hefur nokkuð vígalegan heatsink. Ég hugsaði að það væri ekki ráðlagt að hafa heat spreaderinn undir heatsinkinu og reiknaði með því að það yrði ekkert mál að fjarlægja hann þar sem hann var ekki áfastur við kaup. Þegar ég byrjaði að reyna að ná honum af fannst mér hann undarlega fast límdur á og ákvað að nota plast-spudger til að skera varlega á límið meðan ég lyfti heat spreaderinum af. Mikið af líminu sat eftir... sem ég var ekki sérlega sáttur með en ég reiknaði með því að það myndi ekki skipta miklu máli í stóru myndinni. Þetta var hægt ferli, og ég fór mjög varlega að.
Ég hafði náð að fjarlægja heatspreaderinn af helming minnisflaganna þegar það small allt í einu eitthvað og hann losnaði.
Þá hafði ég ekki einungis náð að taka heat-spreaderinn sjálfan af... heldur hafði ég rifið upp heila minnisflögu, lóðtengi hennar og nokkur "trace" af prentplötunni. Sjá mynd
Nú hef ég hringt í Tölvutækni til að kanna ábyrgðarmál og bíð eftir svari.
Ég vildi vara ykkur við þessu og mæla eindregið gegn því að þið límið heat spreaderinn sem fylgir með drifunum á.