Síða 1 af 1

Kæling á 5800x

Sent: Fim 04. Feb 2021 18:24
af talkabout
Vantar bara smá spjall um þetta. Datt óvænt niður á 3070 kort í dag, átti ekki von á neinu fyrr en í fyrsta lagi í vor, var alveg búinn að vopna mig þolinmæði!

Endaði í nánast allsherjaruppfærslu, er með 5800x á leiðinni frá USA þannig að það eina sem mig vantar núna er kæling á kauða. Hljóðvist skiptir mig miklu, skiptir minna en engu máli hvernig íhlutirnir líta út! Er með Nanoxia Deep Silence 1 rev.B kassa (er algjörlega frábær), þannig að það er nóg pláss. Er nokkurn veginn búinn að tala mig inná Noctua NH-D15 (hef mjög góða reynslu af Noctua) en fór að velta AIO fyrir mér, og þá https://tolvutaekni.is/collections/kael ... tnskaeling, sem er að fá mjög góðar umsagnir m.t.t. hljóðvistar og kælingar. Hafa menn reynslu af þessari?

Fékk Gigabyte 3070 kort, sem er örlítið háværara en ég ætlaði að fá mér, þannig að kannski gefur AIO betra flæði í gegnum kassann? Spyr sá sem ekki veit.

Re: Kæling á 5800x

Sent: Fim 04. Feb 2021 18:39
af stinkenfarten
Ef þú vilt kaupa Nh-d15 er ég með eina lausa fyrir þig. AIO væri alveg fínn en það er meira sem getur bilað í aio heldur en air cooler.

Re: Kæling á 5800x

Sent: Fim 04. Feb 2021 19:17
af jonsig
Hljóðvist og budget friendly á sjaldnast við. Nh-d15 ætti að ráða við verkefnið. En það toppar ekkert hljóðvist og performance á custom loop. Þessi cpu er tækifærissinni á góða kælingu.

Re: Kæling á 5800x

Sent: Fim 04. Feb 2021 20:10
af MatroX
stinkenfarten skrifaði:Ef þú vilt kaupa Nh-d15 er ég með eina lausa fyrir þig. AIO væri alveg fínn en það er meira sem getur bilað í aio heldur en air cooler.
einn að reyna selja kælinguna sína með mjög augljósu facti, en líkurnar á að aio se að fara bila eru farnar að vera mjög litlar, ég er með h110i v1 sem er enþá virk hún var keypt viku eftir útgáfu dag,


en ég myndi allan daginn fara í arctic freezer 2 stærðin fer svolitið eftir hvaða kassa þú ert með,

Mynd

Mynd

Re: Kæling á 5800x

Sent: Fim 04. Feb 2021 20:33
af talkabout
Noctuan og Arctic Freezerinn eru nokkurn veginn á sama verði, eina sem ég hafði áhyggur af var að maður heyrði meira í AIO viftunum þar sem þær liggja utar. En er alltaf að verða skotnari í henni því meir sem ég les.
En það toppar ekkert hljóðvist og performance á custom loop.
Hef bara ekki tíma og nennu í svoleiðis föndur þessa dagana, annars verður það clearly gæluverkefni seinna meir þegar börnin eru hætt að nenna mér :p

Re: Kæling á 5800x

Sent: Fim 04. Feb 2021 20:34
af jonsig
talkabout skrifaði:Noctuan og Arctic Freezerinn eru nokkurn veginn á sama verði, eina sem ég hafði áhyggur af var að maður heyrði meira í AIO viftunum þar sem þær liggja utar. En er alltaf að verða skotnari í henni því meir sem ég les.
En það toppar ekkert hljóðvist og performance á custom loop.
Hef bara ekki tíma og nennu í svoleiðis föndur þessa dagana, annars verður það clearly gæluverkefni seinna meir þegar börnin eru hætt að nenna mér :p
Ghetto kæling - cpu , dæla og glærar slöngur úr múrbúðinni taka nákvæmlega engan tíma

Re: Kæling á 5800x

Sent: Fim 04. Feb 2021 20:42
af stinkenfarten
MatroX skrifaði:
stinkenfarten skrifaði:Ef þú vilt kaupa Nh-d15 er ég með eina lausa fyrir þig. AIO væri alveg fínn en það er meira sem getur bilað í aio heldur en air cooler.
einn að reyna selja kælinguna sína með mjög augljósu facti, en líkurnar á að aio se að fara bila eru farnar að vera mjög litlar, ég er með h110i v1 sem er enþá virk hún var keypt viku eftir útgáfu dag,


en ég myndi allan daginn fara í arctic freezer 2 stærðin fer svolitið eftir hvaða kassa þú ert með,

Mynd

Mynd
Rétt hjá þér, en ég er alltaf búinn að heyra að pumpurnar í flestum mainstream aios eru stundum að bila, hlýtur bara að ég er að sjá þetta á röngum hátt. Ég ætla að skoða þetta aðeins nánar.

Re: Kæling á 5800x

Sent: Fim 04. Feb 2021 20:47
af talkabout
jonsig skrifaði:Ghetto kæling - cpu , dæla og glærar slöngur úr múrbúðinni taka nákvæmlega engan tíma
Ég fæ námskeið hjá þér einn daginn.

Re: Kæling á 5800x

Sent: Fim 04. Feb 2021 21:27
af jonsig
Námskeið í að setja slöngu á stút og setja hosuklemmu ? Hehe

Re: Kæling á 5800x

Sent: Fim 04. Feb 2021 21:58
af nonesenze
jonsig skrifaði:Námskeið í að setja slöngu á stút og setja hosuklemmu ? Hehe
damn hvað þetta hljómar samt eitthvað illa, þegar maður er með vélbúnað sem kostar eitthvað í veði

Re: Kæling á 5800x

Sent: Fim 04. Feb 2021 22:17
af talkabout
nonesenze skrifaði:
jonsig skrifaði:Námskeið í að setja slöngu á stút og setja hosuklemmu ? Hehe
damn hvað þetta hljómar samt eitthvað illa, þegar maður er með vélbúnað sem kostar eitthvað í veði
Segðu.

Annars hlýtur þetta að vera eitthvað meira en bara svona einfalt, þarft væntanlega kæliblokk sem kostar eitthvað, og varla er Múrbúðin með hljóðlátustu dæluna á markaðnum , :-k

Re: Kæling á 5800x

Sent: Fim 04. Feb 2021 22:29
af jonsig
nonesenze skrifaði:
jonsig skrifaði:Námskeið í að setja slöngu á stút og setja hosuklemmu ? Hehe
damn hvað þetta hljómar samt eitthvað illa, þegar maður er með vélbúnað sem kostar eitthvað í veði
Haha. Ég hef ekki séð 1x dropa eftir að ég vandi mig á að nota sömu stútastærð og uppgefið innra mál slöngunnar... í nýliði fasanum fyrir mörgum árum var maður að rembast við að nota bara c.a. stærðir. En það fór að leka 1.2 og 3 sem betur fer lengst frá einhverju rafmagni.
Og í þrjú ár notaði ég ódýrustu crap dæluna+cpublokk á ebay á 7700k, og crap 240mm radiator , fittingsa frá barki ehf og crap slöngu úr múrbúðinni á 100kr/mtr.
Þetta mok virkaði

P.s. er ennþá að nota kranavatn 8-9 árum seinna :megasmile

Re: Kæling á 5800x

Sent: Fim 04. Feb 2021 22:43
af jonsig
talkabout skrifaði:
nonesenze skrifaði:
jonsig skrifaði:Námskeið í að setja slöngu á stút og setja hosuklemmu ? Hehe
damn hvað þetta hljómar samt eitthvað illa, þegar maður er með vélbúnað sem kostar eitthvað í veði
Segðu.

Annars hlýtur þetta að vera eitthvað meira en bara svona einfalt, þarft væntanlega kæliblokk sem kostar eitthvað, og varla er Múrbúðin með hljóðlátustu dæluna á markaðnum , :-k
Hef ekki prufað það, en einhverjir þarna úti hafa keypt hræ ódýrar straumdælur í fiskabúð og sett í litla dollu og útbúið þanning resevoir dælu kombó! Sem er bara snilld uppá plássið.

Re: Kæling á 5800x

Sent: Fös 05. Feb 2021 01:43
af nonesenze
jonsig skrifaði:
nonesenze skrifaði:
jonsig skrifaði:Námskeið í að setja slöngu á stút og setja hosuklemmu ? Hehe
damn hvað þetta hljómar samt eitthvað illa, þegar maður er með vélbúnað sem kostar eitthvað í veði
Haha. Ég hef ekki séð 1x dropa eftir að ég vandi mig á að nota sömu stútastærð og uppgefið innra mál slöngunnar... í nýliði fasanum fyrir mörgum árum var maður að rembast við að nota bara c.a. stærðir. En það fór að leka 1.2 og 3 sem betur fer lengst frá einhverju rafmagni.
Og í þrjú ár notaði ég ódýrustu crap dæluna+cpublokk á ebay á 7700k, og crap 240mm radiator , fittingsa frá barki ehf og crap slöngu úr múrbúðinni á 100kr/mtr.
Þetta mok virkaði

P.s. er ennþá að nota kranavatn 8-9 árum seinna :megasmile

hvað fórstu með marga 7700k? just saying?

Re: Kæling á 5800x

Sent: Fös 05. Feb 2021 08:02
af jonsig
minnir að ég hafi þurft að borga 2 og fékk einn í ábyrgð. Ég eyðilagði tvo fyrstu á noctua nh-d15, þriðji eða fjórði var hékk í lagi.
Á því tímabili fékk ég bara tvisvar leka á vatnskassan sem var lengst frá, var að nota 10.5mm ID fittingsa en slangan eitthvað nærri 12mm ID.