Síða 1 af 1
NZXT H1 eldhætta.
Sent: Þri 02. Feb 2021 09:48
af Dóri S.
Eru einhverjir sem eiga NZXT H1 kassa?
Riser kapalinn í þeim er illa hannaður og getur víst valdið húsbruna.
Hérna er umfjöllun um þetta mál:
https://www.youtube.com/watch?v=fjUscSRLwks
Re: NZXT H1 eldhætta.
Sent: Þri 02. Feb 2021 10:26
af stinkenfarten
Horfði á þetta vídeó, kom mér alveg á óvart. GN er búinn að gera tvö vídeó um þetta í viðbót um hvernig NZXT er að höndla þetta situation minnir mig.
Re: NZXT H1 eldhætta.
Sent: Þri 02. Feb 2021 12:32
af GuðjónR
Þetta er slæmt.
Re: NZXT H1 eldhætta.
Sent: Þri 02. Feb 2021 13:08
af MrIce
Þetta er svakalegt, og NZXT bara ignorar þetta? Glæpsamlegt af þeim
Re: NZXT H1 eldhætta.
Sent: Þri 02. Feb 2021 13:15
af Njall_L
MrIce skrifaði:....og NZXT bara ignorar þetta?
Nei, þau brugðust upphaflega við með því að láta nylon skrúfur fylgja með kassanum í stað málmskrúfa eins og áður. Það hafði þó ekki þau áhrif sem þau höfðu vonast til, vitna beint í forstjórann: "We didn’t account for scenarios where someone could replace the nylon screws with metal ones unknowingly."
Sjá fulla grein hérna:
https://blog.nzxt.com/a-message-from-ou ... ety-issue/
Nú eru þeir að bjóða repair kit með endurhönnuðum riser sem hægt er að festa með málm eða nylonskrúfum án þess að vera í neinni hættu. Að auki bjóða þeir fólki upp á að skila umræddum kössum.
Það má alveg taka undir að NZXT hafi brugðist illa eða lítillega við þessu, en þeir ignoruðu málið ekki.
Re: NZXT H1 eldhætta.
Sent: Þri 02. Feb 2021 14:03
af jonsig
Það kveiknar ekkert í þessu nema tölvan sé full of crap, pcb sviðnar bara
Re: NZXT H1 eldhætta.
Sent: Þri 02. Feb 2021 15:29
af Dóri S.
jonsig skrifaði:Það kveiknar ekkert í þessu nema tölvan sé full of crap, pcb sviðnar bara
Horfðir þú á myndbandið? Þeim tókst að kveikja í þessu tvisvar.
Re: NZXT H1 eldhætta.
Sent: Þri 02. Feb 2021 21:26
af MatroX
jonsig skrifaði:Það kveiknar ekkert í þessu nema tölvan sé full of crap, pcb sviðnar bara
Þarna kom þetta og sannaði að þú hefur ekkert vit á sumum hlutum
Re: NZXT H1 eldhætta.
Sent: Þri 02. Feb 2021 21:43
af stinkenfarten
jonsig skrifaði:Það kveiknar ekkert í þessu nema tölvan sé full of crap, pcb sviðnar bara
jább, þegar þú býrð til neista með því að skrúfa inn illa hannaðan riser kapal úr brennanlegu efni er ekki hægt að kveikja í honum.
- Screenshot_2.png (1.05 MiB) Skoðað 1022 sinnum
- Screenshot_1.png (994.69 KiB) Skoðað 1022 sinnum
Re: NZXT H1 eldhætta.
Sent: Þri 02. Feb 2021 22:31
af jonsig
Allt hægt þegar viljinn er fyrir hendi
tölvan er greinilega full of crap
Á að vera svona kyrrt loftið við þessar aðstæður eins og á þessari mynd ? Annars eiga að vera brunaboðar yfir öllum tölvusamstæðum, ætli raiser kassi flokkist ekki til þess.
Re: NZXT H1 eldhætta.
Sent: Mið 03. Feb 2021 08:31
af Funday
jonsig skrifaði:Allt hægt þegar viljinn er fyrir hendi
tölvan er greinilega full of crap
Á að vera svona kyrrt loftið við þessar aðstæður eins og á þessari mynd ? Annars eiga að vera brunaboðar yfir öllum tölvusamstæðum, ætli raiser kassi flokkist ekki til þess.
short circuit þá skeður svona þetta er búið að vera vitað í 1 mánuð+
frekar lélegt af NZXT að ekki bregðast fyrr við en núna verða þeir að gera það þökk sé youtuberum