Síða 1 af 1

Core Isolation/Memory Integrity fídus Windows 10 - Vesen?

Sent: Mán 01. Feb 2021 09:16
af Hjaltiatla
Hæhæ

Vildi athuga hvort einhverjir kannist við að lenda í að tölva frjósi vegna vandræða V/Core Isolation/Memory Integrity fídus í Windows 10 ?

Var með kveikt á vél og þegar ég ætlaði að opna vél eftir sirka 2 klst án þess að vera að nota hana þá var svartur skjár og ég þurfti að gera hard reboot.
Sá þetta í event viewer og ákvað að framkvæma skipunina sem kom fram þar

Kóði: Velja allt

bcdedit /set hypervisorschedulertype core
Mynd

Þegar ég endurræsti eftir að hafa slegið inn skipunina þá kom fram að ég þurfti að slá inn recovery lykil fyrir Bitlocker (er með C:\ Bitlocker encrypted drif) og það var ekkert mál, en ekki beint spennandi ef maður hefði ekki verið með lykilinn punktaðan niður á góðum stað.

Core Isolation/Memory Integrity Virðist vera virkjað "by default" og þetta er Glæný fartölva með nýuppsettu Windows 10 professional.

Las þetta á Reddithttps://www.reddit.com/r/Alienware/comm ... ing_issue/