Síða 1 af 1

[Selt] X570 móðurborð - Asrock Steel Legend

Sent: Mán 01. Feb 2021 00:21
af Trihard
Ég keypti móðurborðið af amazon í júli, í fyrra og notaði s.l. 3. vikur. Það er með nýjustu bios 3.50 uppfærslu sem styður Ryzen-5000 örgjörva.
Ástæða fyrir sölu er illa staðsettur m.2 skjöldur á borðinu en ég er með vatnskælt skjákort sem endar með að liggja ofan á m.2 hitaskildinum. Skjákort með venjulegri viftukælingu myndi blása lofti út um hliðarnar sem ætti að hjálpa við að halda m.2 drifinu undir 50°C.
Þar sem ég er með vatnskæliblokk og lítið sem ekkert loftflæði yfir m.2 slottið þá lenti ég í því að móðurborðið hætti að lesa m.2 sem Windows-boot drif. Ég ætla því að uppfæra yfir í móðurborð með m.2 drif sem er staðsett fyrir ofan PCIEx16 rifuna.
Með borðinu fylgja 4 SATA kaplar, quick install guide, manual CD og m.2 skrúfur.
Mynd
Óska eftir tilboðum.

Re: [TS] X570 móðurborð - Asrock Steel Legend

Sent: Mán 01. Feb 2021 18:03
af talkabout
Átt pm

Re: [TS] X570 móðurborð - Asrock Steel Legend

Sent: Mán 01. Feb 2021 18:25
af Dóri S.
Afhverju notar þú ekki hinn Skjöldinn?

Re: [TS] X570 móðurborð - Asrock Steel Legend

Sent: Mán 01. Feb 2021 19:08
af jonsig
Það er thermal padd undir skildinum... búinn að hafa TeamGroup Cardea Zero Z440 M.2 og PRO m.2 undir þessum skildi , með vatnskælingu 2x vega 64 á vatnsblokk , 3060ti oc pro gaming (mega langt kort) , 6800xt (extra feitt kort).. með hellings load á ssd diskunum, allt í botni.. svaka hiti inní kassanum. Aldrei eitt einasta vesen. Eitthvað annað í gangi.

Re: [TS] X570 móðurborð - Asrock Steel Legend

Sent: Mán 01. Feb 2021 19:40
af Trihard
Ég tók hitaskjöldinn af þessum til að koma honum fyrir í borðinu Mynd
Það voru mistök hjá mér að taka þennan passive cooler af því ég hætti að geta séð diskinn í Bios eftir um 2 vikur og gat ekki bootað í windows með honum. Loopan er þannig uppsett hjá mér að vatsnhólfið liggur lárétt yfir móðurborðinu og það er mikið vesen að draina loopuna og komast í m.2 skjöldinn til að tékka og laga þetta, ef þetta skildi gerast aftur nenni ekki að standa í því. Lógískt að hiti safnist upp á stað þar sem er ekkert loftflæði og skjákortið bakar drifið.

Re: [TS] X570 móðurborð - Asrock Steel Legend

Sent: Mán 01. Feb 2021 21:41
af jonsig
Svona diskar eru almennt mjög heitir. Skjöldurinn tekur slatta í sig og það hlýtur að vera einhver vifta að hreyfa við loftinu í kassanum hjá þér. Hvaða móðurborð ertu að pæla í sem leysir þetta ?

Re: [TS] X570 móðurborð - Asrock Steel Legend

Sent: Mán 01. Feb 2021 22:01
af Trihard
Ég keypti X570 ROG Strix-E og það gefur mér möguleika á að festa hitaskjöldinn aftur á m.2 diskinn því m.2 skildirnir eru aðskildir á því. + við Asus er að einhver snillingur hlýtur að hafa séð þetta hitavandamál fyrir og þeir hafa m.2 skildina fyrir ofan fyrstu pcie 16x raufina þar sem flestir hafa skjákortið :D

Re: [TS] X570 móðurborð - Asrock Steel Legend

Sent: Fös 05. Feb 2021 22:26
af Trihard
Selt