Síða 1 af 1

wifi kort sér ekki router - aðstoð

Sent: Lau 30. Jan 2021 11:48
af nonesenze
sælir, ég er með undarlegt vandamál þar sem ég er með eina tölvu hérna sem þarf að tengjast með wifi og ég er með gamalt asus pce15 N kort í henni og hún sér alla routera mögulega .... nema minn.
ég skil bara ekki af hverju það er og hvernig ég gæti mögulega lagað það, 2 aðrar tölvur eru tengdar með wifi á bæði N, AC og 2 símar með AX.
allt virðist tengjast fínt nema þetta eina kort sem sér ekki routerinn. ég addaði mac filter með mac address á kortinu og routerinn sér það alveg og kemur asus logo og alles

routerinn er asus ax88u, kortið er asus pce-15n

hefur einhver lent í þessu eða gæti verið með mögulega lausn?

Re: wifi kort sér ekki router - aðstoð

Sent: Lau 30. Jan 2021 13:04
af kornelius
Spursmál hvort ax88u sé stilltur á að senda bara út á 5Ghz og að gamla kortið hafi bara 2.4Ghz?

K.

Re: wifi kort sér ekki router - aðstoð

Sent: Lau 30. Jan 2021 13:10
af nonesenze
nei, það er ein tölva með ódýrum wifi usb kubb sem er bara 2.4ghz (N) sem er tengd

Re: wifi kort sér ekki router - aðstoð

Sent: Lau 30. Jan 2021 14:29
af zurien
Prufaðu að færa rásina sem 2.4ghz netið er á neðar en 13 ef þú ert með það þannig

Re: wifi kort sér ekki router - aðstoð

Sent: Lau 30. Jan 2021 16:18
af nonesenze
búinn að prufa að flakka á milli rása, það breytir engu

Re: wifi kort sér ekki router - aðstoð

Sent: Lau 30. Jan 2021 23:42
af russi
nonesenze skrifaði:búinn að prufa að flakka á milli rása, það breytir engu
Ef þetta er gamalt kort og þú ert að nota 40Mhz bandbreidd prófaðu að færa hana niður í 20Mhz

Re: wifi kort sér ekki router - aðstoð

Sent: Sun 31. Jan 2021 10:06
af nonesenze
búinn að prufa að hafa 40/20 og bara 20, ég held að þetta sé kortið en ekki routerinn

Re: wifi kort sér ekki router - aðstoð

Sent: Sun 31. Jan 2021 16:16
af Uncredible
Ertu nokkuð með einhverja sérstafi í SSID-inu? Gæti verið að þetta eldra kort sjái þá ekki netið.

Re: wifi kort sér ekki router - aðstoð

Sent: Sun 31. Jan 2021 18:25
af nonesenze
það heitir bara asus, eins einfalt og það getur verið