Síða 1 af 3

Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Þri 26. Jan 2021 20:20
af jonsig
Hvernig er auðnuleysingja hent út af heimili sínu ? Þá einstaklingur sem býr hjá mömmu sinni og pabba, en er orðinn rasshaus, skóla dropout og letingi sem afþakkar alla utanaðkomandi hjálp og kominn á þrítugsaldur ?

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Þri 26. Jan 2021 20:27
af Dóri S.
Ef það liggur ekki fyrir leigusamningur eða álíka myndi ég halda að það ætti að vera ansi auðvelt að biðja viðkomandi um að flytja út ef hann byrjar ekki að borga leigu.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Þri 26. Jan 2021 20:31
af mjolkurdreytill
Ef viðkomandi er með skráð lögheimili þarna þá er þetta líklegast það sama og að henda leigjanda út. Samingur eða ekki.

Þarft líklegast að fara í gegnum nákvæmlega sama ferli og að henda leigjanda út. Sýslumaður og 6 mánaða bið.

Sjá nákvæmlega þetta:

https://bland.is/messageboard/messagebo ... d=31176704

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Þri 26. Jan 2021 20:41
af jonsig
En ef þetta er háskóladropout sem er orðinn alger vesalingur sem á engan pening , nennir ekki einu sinni að sækja um bætur og orðinn ógnandi rasshaus (og allir læknar með aðkomu að hans máli eru meintir fávitar)?

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Þri 26. Jan 2021 20:45
af Dóri S.
Er ekki reynandi að segja honum að hann sé ekki velkominn lengur og þurfi að flytja út áður en það er farið út að bera hann út með opinberu aðferðunum?

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Þri 26. Jan 2021 20:46
af mjolkurdreytill
Ef hann er hættulegur öðrum á heimilinu heyrir það mögulega undir heimilisofbeldi og þá þarf lögreglan að fjarlægja hann af heimilinu í x tíma.
https://www.althingi.is/lagas/151a/2011085.html
Austurríska leiðin.

Breytir því líklegast ekki að það þarf að fara í gegnum sýslumann/eða dómstóla til þess að láta bera hann út.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Þri 26. Jan 2021 21:01
af jonsig
Dóri S. skrifaði:Er ekki reynandi að segja honum að hann sé ekki velkominn lengur og þurfi að flytja út áður en það er farið út að bera hann út með opinberu aðferðunum?
Þetta er orðinn rasshaus sem sóar bestu árunum í tölvuleiki og aldrei lært að vinna handtak. Þetta er bara orðinn hans fæðingarréttur að láta aðra halda uppi rassinum á sér og lýgur í foreldrana að hann þurfi endalausa peninga fyrir einhverjar námsferðir í háskólanum fyrir tugi þúsunda áður en hann varð dropout. Sjálfur man ég ekki eftir að hafa þurft að borga fyrir námsferðir innanlands. Núna er hann bara ógnandi og að hóta drepa sig til að sníkja pening

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Þri 26. Jan 2021 21:05
af Dóri S.
Að hóta að drepa sig er ekki aðferð til að sníkja pening, það er annaðhvort kall á hjálp eða andlegt ofbeldi. Ég held að þið ættuð að leita ráðgjafar hjá viðeigandi stofnunum í svona atviki.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Þri 26. Jan 2021 21:09
af worghal
jonsig skrifaði:Hvernig er auðnuleysingja hent út af heimili sínu ? Þá einstaklingur sem býr hjá mömmu sinni og pabba, en er orðinn rasshaus, skóla dropout og letingi sem afþakkar alla utanaðkomandi hjálp og kominn á þrítugsaldur ?
besta leiðin er meðferð hjá sálfræðingi.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Þri 26. Jan 2021 21:11
af jonsig
Dóri S. skrifaði:Að hóta að drepa sig er ekki aðferð til að sníkja pening, það er annaðhvort kall á hjálp eða andlegt ofbeldi. Ég held að þið ættuð að leita ráðgjafar hjá viðeigandi stofnunum í svona atviki.
Hann neitar að láta hjálpa sér og mætir ekki í tíma hjá heimilislækni/geðlækni/sálfræðing.. skiptir ekki máli hvað er, og neitar fíkniefnaprófi. En dettur snögglega úr sjálfsvígs gírnum þegar hann fær pening og verður mega sáttur (rasshausa).

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Þri 26. Jan 2021 21:16
af Dóri S.
Misþroski er ekki eitthvað sem veldur svona. Hann er sennilega veikur á geði eða í einhverri notkun. Ég hef ekki hæfni í að meta það, og alls ekki yfir spjallborð, en það hlýtur að vera hægt að tala við einhvern sem getur beint þessu fólki inn á rétta braut hvað varðar hjálp fyrir hann, einhverskonar innlögn, eða eitthvað. Svona er alltaf erfitt, sérstaklega þegar aðilar úr nánustu fjölskyldu eiga í hlut.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Þri 26. Jan 2021 21:21
af Mossi__
Hver er afstaða foreldranna?

Þ.e.a.s. eru þeir meðvirkir?

Ég þekki inn á svipað dæmi og þar er soldil meðvirkni í gangi.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Þri 26. Jan 2021 21:32
af netkaffi
100% heimilisofbeldi og geðheilbrigðisvandamál. Þegar menn eru orðnir svona veikir getur það orðið ansi svæsið. Þetta getur verið nokkurra ára ferli að koma svona manni í lag, nema það þið séuð heppin. Hann gæti þurft 3-10 ár af sjálfsvinnu með fagaðila, en hann þarf alls ekkert að búa inni á heimilinu auðvitað og það eru tól til að eiga við það (dæma hann út af heimilinu, eða versta falli nálgunarbann). Held það málið sé strax að tala við *nokkra* sálfræðinga, því oft dugar ekkert einn til, til að fá svör. Svo er líka fólk sem sérhæfir sig í fjölskylduerjum og skamskiptaörðugleikum. Fagfólk er mjög mismunandi hæft, þannig oft þarf að tala við eitthvað númer af fagaðilum áður en þið lendið á einhverjum sem fær til hjólin til að snúast. En þegar hann er að neyða fólk til að halda sér á heimili, þá er þetta er orðið lögreglumál.

Nálgunarbann hefur verið notað í svona málum þar sem sonur eða dóttir foreldra er að hóta ofbeldi og hefur tekið undir sig hluta af heimilinu, um að gera að leysa þetta bara með því að láta dæma hann burt og ef það dugar ekki þá nálgunarbann (það er alls ekki eins mikið mál og það gæti hljómað, og hann gæti vel þakkað ykkur fyrir það síðar í lífinu). Svo fá aðila sem sérhæfir sig í samskiptaörðugleikum til að vinna með ykkur ef að þið viljið halda sambandi við hann eftir að heimilisaðstæðurnar hafa verið leystar. Gangi ykkur vel.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Þri 26. Jan 2021 21:41
af jonsig
Mossi__ skrifaði:Hver er afstaða foreldranna?

Þ.e.a.s. eru þeir meðvirkir?

Ég þekki inn á svipað dæmi og þar er soldil meðvirkni í gangi.

Það þarf alltaf meðvirkla til að geta verið að sukka, hvað sem það nú er.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Þri 26. Jan 2021 22:33
af jonsig
netkaffi skrifaði:100% heimilisofbeldi og geðheilbrigðisvandamál. Þegar menn eru orðnir svona veikir getur það orðið ansi svæsið. Þetta getur verið nokkurra ára ferli að koma svona manni í lag, nema það þið séuð heppin.
Sem betur fer hef ég ekki svona fífl inná mér. Væri búinn að sparka honum út af annari hæð af svölunum.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Þri 26. Jan 2021 22:35
af GuðjónR
jonsig skrifaði:Hvernig er auðnuleysingja hent út af heimili sínu ? Þá einstaklingur sem býr hjá mömmu sinni og pabba, en er orðinn rasshaus, skóla dropout og letingi sem afþakkar alla utanaðkomandi hjálp og kominn á þrítugsaldur ?
Er mamma þín orðin þreytt á því að hafa þig í kjallaranum?

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Þri 26. Jan 2021 22:56
af jonsig
GuðjónR skrifaði: Er mamma þín orðin þreytt á því að hafa þig í kjallaranum?
Alltaf ertu fyndinn við röng tækifæri.
Lesa..ég er á fertugsaldri btw

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Þri 26. Jan 2021 23:40
af Baddz
Ég myndi nú bara hringja í nokkra félaga (ef þú átt við mann sem væri vís til þess að ráðast á þig og þú treystir þér ekki til þess að ráða við hann) og bera hann út. Síðan geturðu skipt um allar skrár svo að hann komist ekki lengur inn með lykli. Ef hann ákveður að brjótast inn þá geturðu hringt á lögregluna og tilkynnt innbrot.

Ef hann vill gera mál úr því þá getur hann ráðið sér lögfræðing. Ég held að það sé rangt hjá þeim sem hafa verið að halda því fram að hann hafi svakalegan rétt til þess að búa þarna ef maðurinn hefur aldrei einu sinni borgað leigu.

Það er enginn að fara segja mér að ef ég leyfi til dæmis félaga mínum að gista á sófanum í nokkra mánuði vegna þess að hann er í vandræðum að ég þurfi að fara í dómsmál til þess að koma honum út. Það er algjörlega út í hött og hversu heimskuleg sem lögin geta verið þá hef ég nákvæmlega enga trú á að þau séu svo glórulaus.

Síðan er önnur saga hvort að fjölskyldan vilji heldur láta hann beita sig andlegu ofbeldi vegna þess að þau eru hrædd um að hann skaði sjálfan sig, þau verða bara að ákveða það fyrir sig.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 00:15
af mjolkurdreytill
Baddz skrifaði:Ég myndi nú bara hringja í nokkra félaga (ef þú átt við mann sem væri vís til þess að ráðast á þig og þú treystir þér ekki til þess að ráða við hann) og bera hann út. Síðan geturðu skipt um allar skrár svo að hann komist ekki lengur inn með lykli. Ef hann ákveður að brjótast inn þá geturðu hringt á lögregluna og tilkynnt innbrot.

Ef hann vill gera mál úr því þá getur hann ráðið sér lögfræðing. Ég held að það sé rangt hjá þeim sem hafa verið að halda því fram að hann hafi svakalegan rétt til þess að búa þarna ef maðurinn hefur aldrei einu sinni borgað leigu.

Það er enginn að fara segja mér að ef ég leyfi til dæmis félaga mínum að gista á sófanum í nokkra mánuði vegna þess að hann er í vandræðum að ég þurfi að fara í dómsmál til þess að koma honum út. Það er algjörlega út í hött og hversu heimskuleg sem lögin geta verið þá hef ég nákvæmlega enga trú á að þau séu svo glórulaus.

Síðan er önnur saga hvort að fjölskyldan vilji heldur láta hann beita sig andlegu ofbeldi vegna þess að þau eru hrædd um að hann skaði sjálfan sig, þau verða bara að ákveða það fyrir sig.
Menn hafa fengið fangelsisdóma fyrir það að ryðjast inn á leigjendur sem voru hættir að borga og reyna að koma þeim út. Réttur leigjandans er ansi sterkur og það þarf dómsúrskurð til þess að láta bera þá út. Þó svo að viðkomandi virðist búa frítt í húsinu kann að vera að í einhverjum skilningi laganna sé viðkomandi með stöðu leigjanda t.d. ef hann á að fara út með ruslið og slá garðinn í staðinn.

Lögin eru eða voru allavega gölluð. Það var (og er kannski) þannig að þú máttir skrá þig til lögheimilis þar sem þér sýndist. Það var víst eitthvað um að eltihrellar skráðu sig til heimilis hjá fórnarlömbum sínum sem torveldaði aðgerðir lögreglu gagnvart þeim. Það stóð til að breyta þessum lögum en ég er ekki viss um hvort það er búið að breyta þeim.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 01:28
af kizi86
faðir minn lenti í því að það var troðið upp á hann andlega veikum bróður sínum, átti bara að vera í helgarheimsókn, en endaði með hann hjá sér bróðurpartinn af 9 árum, á þeim 9 árum borgaði hann ekkert inn á heimilið, var bara afæta af föður mínum, og dró hann niður í þunglyndi. á endanum þurfti sýslumann og þurfti að láta svifta bróður hans forræðinu, og vista hann á stofnun í einhvern tíma, hann var sjúklega þunglyndur. nú er hann eftir langa meðferð, kominn á hvíldarheimili og líður mun betur... stundum þarf bara að fara alla leið og enga miskunn, til að koma fólki til hjálpar.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 01:28
af grimurkolbeins
jonsig skrifaði:
GuðjónR skrifaði: Er mamma þín orðin þreytt á því að hafa þig í kjallaranum?
Alltaf ertu fyndinn við röng tækifæri.
Lesa..ég er á fertugsaldri btw


hahahaha GuðjónR kemur með ansi góð skot stundum xD
en ef hann er í alvöru ógn þá myndi ég tala við einhvern í (hinum heiminum) og segja honum bara að koma ekki nálægt húsinu eða ''obobob''
:twisted:

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 04:42
af JoiSmari
Bíða eftir að hann fari út og skipta um lás skilja dotið hanns eftir fyrir utan og miða sem telur í að hann sé ekki velkominn hér lengur

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 09:30
af jonsig
Ég var búinn að flytja út ca 5árum áður þegar ég var á bróður míns aldri og kominn með skuldlausa 60fm íbúð í rvk 12árum seinna og búinn með 7.5ár af framhaldsnámi. Þekkti ekkert annað en að stunda skóla og vinna til miðnættis virka daga og allar helgar og vinna síðan 12-14tíma á dag á sumrin og alla virka daga eftir skóla (shitty vinnu) sem ég viðurkenni að tók harkalega á líkama og sál en kom vel út og að skrimta með 10þúsund krónur í veskinu og éta núðlusúpur er liðin tíð. Ég ætlaði sko ekki að láta foreldra mína halda mér uppi á neinn hátt, síðan er þessi tarfur gjörsamlega andstæðan og bara óheiðarlegur letihaugur.
Hann var á þessari fínu leið í verkfræði, eini munurinn á honum og mér og pa er að hann útskrifaðist ekki með verðlaun úr framhaldskólanum þó með flottar einkunnir og hann ætlaði að verða eitthvað svipað og ég og pabbi. Við hefðum getað stofnað algeran nördaklúbb :)

Ég veit að ég hef verið leiðinlegur við marga hérna á vaktinni síðan 2008, en það er hellingur af fólki hérna sem ég kann að meta og ber virðingu fyrir! Annars væri ég aldrei að deila þessu á þessum vettvangi. En ég er ráðþrota, og get ekki horft uppá þetta lengur, maður deilir þessu persónulega máli hérna með stutt í tárin.

afsakið mörg edit, þetta er eitthvað emotional og mikið af stafsetningarvillum

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 09:35
af Sallarólegur
1. Skella mömmu og pabba á meðvirkninámskeið.
2. Hætta að vera meðvirk.
3. Vandamál leyst.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 10:09
af steinar993
Ef hann neitar allri hjálp frá heilbrigðisaðila og þið/þau viljið hjálpa honum á þann hátt að hann endi ekki á götunni er kannski sniðugt að rækta samband með einhverjum sem hann treystir, ekki fara beint í umræðuna um að hann þurfi að taka ábyrgð á sínum málum. Þ.a.s. Ef þið hafið vilja og getu í að sýna þolinmæði í einhverja mánuði að mæta honum á hans leveli... rækta sambandið fyrst t.d. Fara á ground zero og kynnast/endurkynnast viðkomandi og þannig ná til hans eftir að trausti hefur verið náð. Hljómar eins og að ef honum er gefin hugmynd um hvað hann gæti gert við lífið að þrjóskinn nær til hans og þarf hann að ákveða sjálfur hvað hann vill gera, reyna að vera fyrirmynd og bæta andlega heilsu með félagsskap og reyna að láta hann sjá sjálfann sig í nýju ljósi.

Ég segi þetta með engri vitneskju um ástand hans mtt ofbeldi og geðheilsu en ef þetta hefur verið reynt og hann er að beita andlegu/líkamlegu ofbeldi or kominn tími til að einhver yfirvöld stíga inn í málið en segi bara að fara varlega í það ef þið viljið halda honum í fjölskyldunni þar sem hann er á þannig stigi að það myndi brjóta allt traust milli aðila (líklega)