Síða 1 af 1
Heyrist of hátt í skjákorti
Sent: Lau 23. Jan 2021 19:33
af Dizzydwarf
Allt í einu byrhaði að heyrast allt of hátt í skjákortinu hjá mér, þá erum við að tala um að vifturnar þær basically eru í botni þegar ég byrja spila leiki. tengist örugglega einhvað hita en þetta hefur aldrei komið fyrir áður þegar ég spila og ég var að setja tvær nýjar viftur í tölvuna í dag síðan þá gerist þetta. er búinn að prófa Msi afterburner en það virkar ekki að breyta hraðanum og prófaði líka Asus GPU tweak virkar heldur ekki að lækka hraðan þar. einhver sem hefur lent í þessu eða veit bara hvað ég get gert ? búinn að prófa taka það úr tölvunni og allt sem ég kann.
Þetta er 1060 6GB Asus skjákort og það sýnir að það sé í 32 gráðum.
Re: Heyrist of hátt í skjákorti
Sent: Lau 23. Jan 2021 19:54
af mjolkurdreytill
Hvar í kassanum hjá þér eru þessar nýju viftur?
Ertu klár á því að þær séu að blása í rétta átt?
Re: Heyrist of hátt í skjákorti
Sent: Lau 23. Jan 2021 19:58
af Dizzydwarf
Vifturnar eru efst á kassanum og ein aftaná ég hef ekki humynd hvort þær blási rétt mér sýnist ein að ofan blása inn og hin út og að aftan blæs inn.
en það eru ekki þær sem blása svona hátt ég var bara með eina viftu first að aftan og þá lét skjákortið ekki svona það er skjákortið sem er að blása svona hátt
Re: Heyrist of hátt í skjákorti
Sent: Lau 23. Jan 2021 20:03
af mjolkurdreytill
Það skaðar ekkert að útiloka hvort vifturnar gætu tengst þessu, svona fyrst þetta byrjaði eftir að þú settir þær í kassann.
Gætir aftengt þær tvær og athugað hvort það verður ekki breyting á skjákortinu.
Re: Heyrist of hátt í skjákorti
Sent: Lau 23. Jan 2021 20:06
af Dizzydwarf
já var einmitt að gera það fattaði það bara þegar ég var að skrifa þetta
ætla sjá hvað það gerir að hafa bara þessa gölu sem ég var með
Re: Heyrist of hátt í skjákorti
Sent: Lau 23. Jan 2021 20:20
af Dizzydwarf
Virkaði ekki
Re: Heyrist of hátt í skjákorti
Sent: Lau 23. Jan 2021 20:22
af SolidFeather
Eru báðar vifturnar í gangi á skjákortinu?
Re: Heyrist of hátt í skjákorti
Sent: Lau 23. Jan 2021 20:30
af Dizzydwarf
Það eru tvær af þremur í gangi akkurat núna
Re: Heyrist of hátt í skjákorti
Sent: Lau 23. Jan 2021 20:43
af SolidFeather
Dizzydwarf skrifaði:Það eru tvær af þremur í gangi akkurat núna
En þegar þú ert að spila leik og hávaðinn byrjar?
Re: Heyrist of hátt í skjákorti
Sent: Lau 23. Jan 2021 21:00
af Dizzydwarf
Þær eru allar þrjár í gangi, það var bara snúra fyrir einni viftunni
Re: Heyrist of hátt í skjákorti
Sent: Lau 23. Jan 2021 21:02
af jonsig
Annars getur hitakremið klikkað en ekki svona snögglega.
Búinn að skoða temp á skjákortinu með gpu-z (vrm, gpu)?
Pwm outputið getur alveg bilað svosem. Það er ekki gaman fyrir hálfleiðara að skaffa straum á spanálag.
Geturu prufað skjákortið t.d. hjá kunningja?
Re: Heyrist of hátt í skjákorti
Sent: Lau 23. Jan 2021 21:37
af Dizzydwarf
held að ég sé búinn að redda þessu snéri viftunni sem er aftan á við og tók bara lokið aftan á henni lika af og skjákortið hefur ekki farið á loft