Síða 1 af 1

Aðstoð óskast við tölvusmíði. LEYST!!!

Sent: Sun 17. Jan 2021 20:10
af Heidbergs
Góða kvöldið, nú er ég í bobba þar sem ég er að setja saman tölvu sem neitar að gefa frá sér display signal sama hvaða skjá/snúru/port ég prufa. Allar viftur/ljós fara í gang og allt virðist virka eins og á að gera nema þetta!
Er alveg þó nokkuð viss um að allt hafi farið hárrétt saman í smíðinni og er nú úrræða laus ásamt öllum þeim sem ég þekki. Þyrfti helst að geta byrjað að nota tölvuna á morgun vegna vinnu og eru því öll ráð vel þegin.

Parta listi:
- kassi, nr200p
- mobo, aorus b550i pro ax
- rtx 2080ti
- tcreate 64gb ram (2x32gb)
- ryzen 3900x
- kæling, shadow rock lp
- psu, chieftec sfx 650w

Allt nýtt nema ryzen sem er 3 vikna gamall.

Re: Aðstoð óskast við tölvusmíði.

Sent: Sun 17. Jan 2021 20:21
af Dóri S.
Eru skjásnúrurnar ekki örugglega tengdar í skjákortið og ekki móðurborðið?

Re: Aðstoð óskast við tölvusmíði.

Sent: Sun 17. Jan 2021 20:22
af Heidbergs
Dóri S. skrifaði:Eru skjásnúrurnar ekki örugglega tengdar í skjákortið og ekki móðurborðið?
Búinn að prufa bæði, 3 skjái og 2 display port snúrur og eina hdmi :/

Re: Aðstoð óskast við tölvusmíði. LEYST!!!

Sent: Sun 17. Jan 2021 20:44
af Dóri S.
Hvað var að?