Síða 1 af 1

Uppfærsla, hér kem ég?

Sent: Fim 23. Jún 2005 00:37
af ErectuZ
Jæja, nú er ég farinn að plana uppfærslu fyrir sumarið og hef ég verið að gluggast um meðal annars í þræði wICE_man, Ráðleggingar um val á Íhlutum. Ég er nokkurn veginn búinn að ákveða mig, en ég er ekki viss um nokkra hluti.

Fyrst af öllu, þá ætla ég að fara eftir "Öflug Leikjavél" leiðinni. En það er vesen. Styður það borð (DFI Lanparty NF4 SLI-DR) nokkuð AGP? Ég er nefnilega með AGP kort (nVidia 6800GT) og verð náttúrulega að velja rétt borð. Mér sýnist á myndinni að það sé nefnilega engin AGP slot á því... Getur einhver bent mér á AGP borð sem styður örgjörvann í uppfærslunni (AMD64 3500+ 939)? Má reyndar ekki vera dýrara samt :?

Annað vesenið: Ég er einnig búinn að ákveða að ég ætla að kaupa mér 2x 512mb vinnsluminniskubba. þá spyr ég: Hve mikill munur er á Value Series og Performance Series og er það þess virði að borga auka 5500 kall fyrir hann?

Síðasta vesen í bili :wink:

Á endanum verður speccið eftirfarandi:

Örri: AMD64 3500+ (939)
móðurborð: ?
Minni: 2x 512mb
Skjákort: nVidia GeForce 6800GT 256mb
kassaviftur: 2x 80mm SilenX
Harður diskur: 1x 60GB Seagate Barracuda
1x DVD-drif

Þá er spurningin: Hve margra watta PSU ætti að vera minimum fyrir þetta? Er núna með 350w og ég efast um að það sé nóg. Ef 400w væri nóg, þá myndi ég bara kaupa alveg nýjann kassa sem 400w PSU fylgir með. Ef ekki, þá myndi ég þiggja ykkar hjálp í að finna góðan kassa sem inniheldur PSU sem ætti að vera nógu öflugt, en ætti ekki að kosta yfir 6000kr (Erfitt, ég veit...) og væri alls ekki svona beinhvítur (ennþá erfiðara, ég veit.....). Ástæðan fyrir alveg nýjum kassakaupum: Ég vil losna við þenna kassa sem ég er með ef ég fæ séns á öðrum kassa :P

Og síðast en ekki síst, hvernig líst ykkur á? :8)

Sent: Fim 23. Jún 2005 07:34
af arnifa
Value Series er cl3 og með engri kæliplötu en Performance Series er cl2 og með kæliplötu...

Sent: Fim 23. Jún 2005 12:10
af einarsig
selja 6800 kortið og kaupa 7800 gtx ? ;) þá gætiru notað dfi borðið sem er btw bara pci-express

Sent: Fim 23. Jún 2005 16:38
af ErectuZ
einarsig skrifaði:selja 6800 kortið og kaupa 7800 gtx ? ;) þá gætiru notað dfi borðið sem er btw bara pci-express
Neibb, er nógu sáttur við 6800GT, plús það að allur minn peningur fer í það sem ég er að fara að kaupa í uppfærslunni.
arnifa skrifaði:Value Series er cl3 og með engri kæliplötu en Performance Series er cl2 og með kæliplötu...
Hver er munurinn á cl2 og cl3 þá? Og er það auka 5500 króna virði?

Sent: Fim 23. Jún 2005 17:41
af galileo
þetta eru timings og það þýðir hversu mörg clocks minnið þarf að taka CL.2 = 2 cas clock

Sent: Fim 23. Jún 2005 20:42
af wICE_man
ErectuZ skrifaði: Hver er munurinn á cl2 og cl3 þá? Og er það auka 5500 króna virði?
Í fyrsta lagi er það fljótara á sama klukkuhraða, þar sem það tekur færri klukkupúlsa að fá aðgang að minninu, einnig er það líklegt til að geta keyrt á meiri hraða sem er gott fyrir þá sem vilja yfirklukka.

Munurinn á CL2 og CL3 er þó ekki nema 2-5% fyrir 5000kall svo að það er bara spurning hverju maður er að leyta eftir. Það getur munað um þetta þegar það safnast saman, en munurinn á 3500+ og 3200+ er þetta 5-8% fyrir 9000kall, munurinn á Nforce4 ultra og K8T890 er líka kanski 0-5% fyrir 4000kall, munurinn er þá samtals ca. 8-15% fyrir 18.000kall ef heildarverð tölvunar er yfir 120.000 þá er vel hægt að réttlæta öll þessi fjárútlát en jafnframt ræður fjárhagurinn líka miklu.

Allt er þetta matsatriði hvers og eins og ekkert réttara en annað.

Allar tölurnar eru áætlanir byggðar á reynslu og prófunum og ekki hávísindalega fengnar en það er heldur ekkert í sambandi við afkastamælingar :)

Sent: Fös 24. Jún 2005 00:41
af ErectuZ
Jæja, allt í lagi, en ég vil ennþá 3500+ :P

Ég kaupi þá bara Value Series minnið :8)

En þá vantar mig bara gott borð með AGP rauf og socket 939 sem kostar ekki mikið meira en hitt.

Svo náttúrulega svar við því hvort 350w PSU sleppi :oops:

Og fjárhagurinn minn er alls ekki góður :oops: Má alls ekki kosta neitt mikið meira heldur en þetta sem ég valdi fyrst síðan allur minn peningur fer í það :P

Sent: Fös 24. Jún 2005 17:41
af wICE_man
350W sleppa alveg, þú ert ekki að kaupa Prescott.

Nforce3 borð eins og þetta: MSI K8N NEO2 Platinum

Ágætisborð, jafnvel ef þú vilt YKa*

* Yfirklukka :)

Sent: Lau 25. Jún 2005 23:32
af ErectuZ
wICE_man skrifaði:350W sleppa alveg, þú ert ekki að kaupa Prescott.

Nforce3 borð eins og þetta: MSI K8N NEO2 Platinum

Ágætisborð, jafnvel ef þú vilt YKa*

* Yfirklukka :)
Frábært, mér líst vel á þetta borð. Og já, ég ætla kannski að "YKa" smá :wink: Og það er svo ódýrt líka, þá á ég meiri pening fyrir öðrum aukahlutum :D Eða ætti ég kannski að fá mér Performance Series minnið fyrst ég á auka pening? Æji, ég sé bara til. Það er líka auðvitað mjög gott að eiga smá auka pening í geymslu :P

Þakka alla hjálpina :!: