Síða 1 af 1
4.5G Box frá Nova
Sent: Lau 16. Jan 2021 22:12
af REX
https://www.nova.is/barinn/vara/4-5g-box
Fæst betri hraði úr 4.5G beini sem þessum heldur en t.d. að hotspota úr síma?
Re: 4.5G Box frá Nova
Sent: Sun 17. Jan 2021 00:53
af orn
Ekki endilega. En 4G routerinn getur verið á hentugri stað fyrir 4G merkið, sem getur gefið þér aukinn hraða og stöðugri svartíma.
Re: 4.5G Box frá Nova
Sent: Sun 17. Jan 2021 15:29
af netkaffi
Kannski að það sé betra að hafa boxið ef þú ert með margar tölvur/tæki á heimili, en ég þori alls ekki að lofa því.
Fyrir einn lappa er mjög lítill munur á þessu m.v. hot spot. Stundum eins og það sé verra! Varð fyrir vonbrigðum með það.
Bara vonbrigði með Nova 4,5 "600mbps" boxið yfir höfuð, þó það sé talsvert betra en með lélegri xDSL tengingum. Næ aldrei meira en 50mbps með því sama hvort ég sé í Kópavogi, Breiðholti, Selfossi.
Re: 4.5G Box frá Nova
Sent: Sun 17. Jan 2021 15:47
af Televisionary
Ég var alltaf með auka síma sem "hotspot" í bústaðnum hjá okkur. Skipti yfir í svona græju. Ég er að ná þetta 60-100 Mbps í bústaðnum hjá mér. Er með öryggismyndavélar og græjan er mjög stöðug. Er með Xboxið í bústaðnum tengt yfir Ethernet og það tekur tíma að sækja leikina en þetta virkar bara vel. Mér leist ekki á "outdoor" lausnina þ.e.a.s. "loftbelginn" hjá Nova að því leiti að ég var ekki viss hversu marga vetur þetta myndi lifa af. Það sama á við um þessar svokölluðu útimyndavélar. Ég hendi þeim öllum inn hjá mér.
Ef þetta kostar ekki of mikið þá myndi ég slá til.
Re: 4.5G Box frá Nova
Sent: Sun 17. Jan 2021 15:51
af netkaffi
Televisionary skrifaði:Ég er að ná þetta 60-100 Mbps í bústaðnum hjá mér.
Hvaða hraðapróf ertu að nota? Ætla prófa þetta eitthvað oftar hjá mér.
Re: 4.5G Box frá Nova
Sent: Sun 17. Jan 2021 17:29
af Televisionary
Speedtest.net og Fast.com
netkaffi skrifaði:Televisionary skrifaði:Ég er að ná þetta 60-100 Mbps í bústaðnum hjá mér.
Hvaða hraðapróf ertu að nota? Ætla prófa þetta eitthvað oftar hjá mér.