Síða 1 af 1

HDMI viðgerð á PS4 móðurborði

Sent: Mán 11. Jan 2021 19:08
af A&O
Góðan daginn.

Ég er með PS4 móðurborð sem vantar lagfæringar og vildi ég athuga hvort einhver hérna gæti bent mér á aðila á Íslandi sem tekur slíkt að sér.
Það eru s.s. rifnir paddar við hdmi tengið eftir slæma viðgerð. Það er komið nýtt tengi á borðið en það þarf að leggja víra frá þeim pöddum sem eru rifnir og á rétta staði á móðurborðinu. Þetta er svolítið flókið dæmi, sem ég treysti mér ekki í.

Meðfylgjandi er mynd af þessu, afsaka léleg gæði.

Takk fyrir
138060433_314478229955767_2666022735643703083_n.jpg
138060433_314478229955767_2666022735643703083_n.jpg (488.99 KiB) Skoðað 2146 sinnum

Re: HDMI viðgerð á PS4 móðurborði

Sent: Mán 11. Jan 2021 19:14
af Uncredible
Ef paddarnir eru ónýtir þá er þetta móðurborð ónýtt og ekkert hægt að gera.

Re: HDMI viðgerð á PS4 móðurborði

Sent: Mán 11. Jan 2021 19:22
af Njall_L
Uncredible skrifaði:Ef paddarnir eru ónýtir þá er þetta móðurborð ónýtt og ekkert hægt að gera.
Ekki alveg rétt. Það er hægt að setja jumper víra frá viðeigandi pinnum á tenginu og splæsa þeim í viðeigandi trace. Að því gefnu að það sé vel gert og að jumperarnir skekki ekki háhraða merkið sem ferðast þar um ætti allt að virka.

Hvort það myndi svara kostnaði efast ég þó um. Sem rafeindavirki sem hef framkvæmt svipaðar viðgerðir myndi ég áætla að kostnaður við þetta væri svipaður eða sá sami og notuð vél, sem þá væri miklu betri kaup.

Re: HDMI viðgerð á PS4 móðurborði

Sent: Mán 11. Jan 2021 19:33
af A&O
Njall_L skrifaði:
Uncredible skrifaði:Ef paddarnir eru ónýtir þá er þetta móðurborð ónýtt og ekkert hægt að gera.
Ekki alveg rétt. Það er hægt að setja jumper víra frá viðeigandi pinnum á tenginu og splæsa þeim í viðeigandi trace. Að því gefnu að það sé vel gert og að jumperarnir skekki ekki háhraða merkið sem ferðast þar um ætti allt að virka.

Hvort það myndi svara kostnaði efast ég þó um. Sem rafeindavirki sem hef framkvæmt svipaðar viðgerðir myndi ég áætla að kostnaður við þetta væri svipaður eða sá sami og notuð vél, sem þá væri miklu betri kaup.
Já, ég bjóst við að það væri ólíklegt að finna einhvern á Íslandi, en alltaf best að athuga áður en hlutum er hent.
Ég vill helst laga frekar en að henda ef það er hægt á skikkanlegu verði, ætla að athuga með viðgerðaraðila úti.

Takk fyrir svarið.

Re: HDMI viðgerð á PS4 móðurborði

Sent: Mið 13. Jan 2021 11:57
af Dropi
Það er eins og hvítabjörn hafi japlað á þessum pöddum! Því miður veit ég ekki hver getur gert svona hér, en úti í UK lét ég re-balla sjálfan örgjörvan eftir að mín PS4 hafði dottið um koll einum of oft og orðin mjög óstabíl. Ekki tekið feilpúst í 2 ár síðan. Þó ég sé rafeindavirki sjálfur með aðgang að öflugu verkstæði treysti ég mér ekki í svona verk - þetta tin sem þeir nota í framleiðslunni getur verið svo agalegt að lóða.

Re: HDMI viðgerð á PS4 móðurborði

Sent: Mið 13. Jan 2021 12:11
af olihar
Hvaða naut slapp í þetta?

Re: HDMI viðgerð á PS4 móðurborði

Sent: Mið 13. Jan 2021 14:10
af jonsig
A&O skrifaði: Já, ég bjóst við að það væri ólíklegt að finna einhvern á Íslandi, en alltaf best að athuga áður en hlutum er hent.
Ég vill helst laga frekar en að henda ef það er hægt á skikkanlegu verði, ætla að athuga með viðgerðaraðila úti.

Takk fyrir svarið.
Það er kannski ekki vandamálið eitt og sér. Vandamálið er 20þús á tíman + vsk. fyrir menn sem eru að gera þetta.

Op getur reynt að finna nema sem gerir þetta ódýrt uppí rafeindavirkjadeildinni uppí tskola. Það eru alltaf 2-3 í hverjum bekk með brennandi SMT áhuga. Neminn gæti bætt successful viðgerðarskýrslu inná áfanga verkefnamöppuna sem sveinsprófsnefnd fer yfir.
Sumir ættu að vera orðnir nokkuð advanced í þessu á 8.önn

Re: HDMI viðgerð á PS4 móðurborði

Sent: Mið 13. Jan 2021 14:54
af Uncredible
jonsig skrifaði:
A&O skrifaði: Já, ég bjóst við að það væri ólíklegt að finna einhvern á Íslandi, en alltaf best að athuga áður en hlutum er hent.
Ég vill helst laga frekar en að henda ef það er hægt á skikkanlegu verði, ætla að athuga með viðgerðaraðila úti.

Takk fyrir svarið.
Það er kannski ekki vandamálið eitt og sér. Vandamálið er 20þús á tíman + vsk. fyrir menn sem eru að gera þetta.

Op getur reynt að finna nema sem gerir þetta ódýrt uppí rafeindavirkjadeildinni uppí tskola. Það eru alltaf 2-3 í hverjum bekk með brennandi SMT áhuga. Neminn gæti bætt successful viðgerðarskýrslu inná áfanga verkefnamöppuna sem sveinsprófsnefnd fer yfir.
Sumir ættu að vera orðnir nokkuð advanced í þessu á 8.önn

lol, það hefur þá einhvað mikið breyst ef að rafeindavirkjadeildin er komin með tækin og tólin til að gera við móðurborð, ég myndi ekki snerta þetta nema fá greitt fyrirfram þar sem mjög óvíst er um árangur við svona viðgerð.

Re: HDMI viðgerð á PS4 móðurborði

Sent: Mið 13. Jan 2021 15:09
af Njall_L
Uncredible skrifaði:lol, það hefur þá einhvað mikið breyst ef að rafeindavirkjadeildin er komin með tækin og tólin til að gera við móðurborð
Já, það hefur greinilega margt breyst síðan þú varst í skólanum. 2018 gaf Félag Rafeindavirkja bæði Tækniskólanum og Verkmenntaskólanum á Akureyri mjög öfluga Pace PRC2000E lóðstöð sem hentar sem dæmi mjög vel í þau verkefni sem OP er að reyna að leysa. Veit ekki hvernig það er á Akureyri en í Tækniskólanum hafa allir í rafeindavirkjun aðgang að þessari stöð.

Sjá grein frá VMA hérna: https://www.vma.is/is/skolinn/frettir/f ... na-lodstod

Re: HDMI viðgerð á PS4 móðurborði

Sent: Mið 13. Jan 2021 18:06
af jonsig
Fancy Lóðstöð, flúx, kapton teip, stækkunnargler ,skillz og 60/40 tin.

Allavegana var þar í þessum "advanced" repair centers / R&D hubs sem ég hef verið að vesenast í Þýskalandi.

Re: HDMI viðgerð á PS4 móðurborði

Sent: Mið 13. Jan 2021 21:30
af Uncredible
Njall_L skrifaði:
Uncredible skrifaði:lol, það hefur þá einhvað mikið breyst ef að rafeindavirkjadeildin er komin með tækin og tólin til að gera við móðurborð
Já, það hefur greinilega margt breyst síðan þú varst í skólanum. 2018 gaf Félag Rafeindavirkja bæði Tækniskólanum og Verkmenntaskólanum á Akureyri mjög öfluga Pace PRC2000E lóðstöð sem hentar sem dæmi mjög vel í þau verkefni sem OP er að reyna að leysa. Veit ekki hvernig það er á Akureyri en í Tækniskólanum hafa allir í rafeindavirkjun aðgang að þessari stöð.

Sjá grein frá VMA hérna: https://www.vma.is/is/skolinn/frettir/f ... na-lodstod

Það voru öll verkfæri og annað orðið frekar lélegt þegar ég útskrifaðist, var varla hægt að gera prentplötur fyrir sveinsverkefnin. Ég var held ég eini sem náði gallalausri prentplötu fyrir algerri heppni. Fannst á þessum tíma eins og það væri bara tíma spursmál hvenær deildin yrði lögð niður.

Allavega gott að einhvað hefur batnað.

Re: HDMI viðgerð á PS4 móðurborði

Sent: Fim 14. Jan 2021 13:31
af Sallarólegur
Dropi skrifaði:Þó ég sé rafeindavirki sjálfur með aðgang að öflugu verkstæði treysti ég mér ekki í svona verk - þetta tin sem þeir nota í framleiðslunni getur verið svo agalegt að lóða.
Er ekki tinnið vanalega hreinsað af og sett nýtt? :-k

https://youtu.be/DoiByFIPgK8?t=556


Re: HDMI viðgerð á PS4 móðurborði

Sent: Fös 15. Jan 2021 10:11
af Dropi
Sallarólegur skrifaði:Er ekki tinnið vanalega hreinsað af og sett nýtt? :-k
Jú, það er reyndar ekki svo mikið mál á svona pinnum. Tin notað í svona framleiðslu er blýlaust og þarf mikið meiri hita, sennilega er það þessvegna sem paddarnir eru svona ónýtir. En þegar ég er að eiga við through-hole eins og ónýta þétta á gömlum móðurborðum eða skjákortum er það algjör hryllingur.

Í þessu tilfelli hefur viðkomandi sennilega ekki notað rétt hitastig, annaðhvort steikt paddana með of miklum hita eða rifið þá af þegar hitanum var ekki dreift jafnt.

Það er varla gert við rásir lengur, ég vinn í geira þar sem við gerum við mjög dýran búnað úr skipum - varahlutur eins og skjákort, móðurborð eða aflgjafi kostar fleiri hundruð þúsund - en í mörgum tilfellum er það bara ekki option lengur að gera við prentplötur. Gamla 20 ára dótið eins og radarar frá 1995 er aftur á móti endalaust hægt að vera við, þar fær maður rásateikningar og alles í manualnum. Eitt radar display bretti með 20 þéttum er kannski 2 tíma vinna að skipta um alla þéttana og skipta þeim út fyrir solid. En að skipta um 4 þétta á einhverju custom Pentium 3 móðurborði getur tekið 2-3 klst ef allt er á móti manni - ef móðurborðið lifir af.

En ég tek það tilbaka, þetta er ágætlega auðvelt að gera með rossman aðferðinni, nægur hiti og hellingur af flux, en það er auðveldara sagt en gert að skipta um þessi trace. Ég myndi samt halda að þessi 4 through-hole göt sem halda tenginu sitthvorumegin sé hundleiðilegt að losa. Sennilega betra að klippa tengið í sundur og taka þá einn í einu. Ég myndi gera þetta fyrir sjálfan mig einhverja helgina, en það stendur ekki undir kostnaði að ráða einhvern í þetta held ég.

Re: HDMI viðgerð á PS4 móðurborði

Sent: Fös 15. Jan 2021 13:00
af jonsig
Dropi skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Er ekki tinnið vanalega hreinsað af og sett nýtt? :-k
Jú, það er reyndar ekki svo mikið mál á svona pinnum. Tin notað í svona framleiðslu er blýlaust og þarf mikið meiri hita, sennilega er það þessvegna sem paddarnir eru svona ónýtir. En þegar ég er að eiga við through-hole eins og ónýta þétta á gömlum móðurborðum eða skjákortum er það algjör hryllingur.

Í þessu tilfelli hefur viðkomandi sennilega ekki notað rétt hitastig, annaðhvort steikt paddana með of miklum hita eða rifið þá af þegar hitanum var ekki dreift jafnt.

Það er varla gert við rásir lengur, ég vinn í geira þar sem við gerum við mjög dýran búnað úr skipum - varahlutur eins og skjákort, móðurborð eða aflgjafi kostar fleiri hundruð þúsund - en í mörgum tilfellum er það bara ekki option lengur að gera við prentplötur. Gamla 20 ára dótið eins og radarar frá 1995 er aftur á móti endalaust hægt að vera við, þar fær maður rásateikningar og alles í manualnum. Eitt radar display bretti með 20 þéttum er kannski 2 tíma vinna að skipta um alla þéttana og skipta þeim út fyrir solid. En að skipta um 4 þétta á einhverju custom Pentium 3 móðurborði getur tekið 2-3 klst ef allt er á móti manni - ef móðurborðið lifir af.

En ég tek það tilbaka, þetta er ágætlega auðvelt að gera með rossman aðferðinni, nægur hiti og hellingur af flux, en það er auðveldara sagt en gert að skipta um þessi trace. Ég myndi samt halda að þessi 4 through-hole göt sem halda tenginu sitthvorumegin sé hundleiðilegt að losa. Sennilega betra að klippa tengið í sundur og taka þá einn í einu. Ég myndi gera þetta fyrir sjálfan mig einhverja helgina, en það stendur ekki undir kostnaði að ráða einhvern í þetta held ég.
Þessvegna er aðferð til að díla við þetta RoHs tin :) Bræðslumarkinu er hægt að breyta með auðveldri aðferð svo viðgerðin taki ekki endalausan tíma og allt sé í grilluðum pöddum að lokinni viðgerð :evillaugh