Síða 1 af 1

Vöruleitin á ja.is

Sent: Mán 11. Jan 2021 14:37
af TobbiHJ
Góðan daginn Vaktverjar!

Ég er "nýfluttur" til Íslands eftir dvöl í DK í nokkur ár, þar sem ég komst upp á lagið með að nota vöruleitarsíður til að kaupa af netverslunum, og fannst það vanta sárlega hér heima fyrir áður en ég flutti út.

Hef svo verið að prófa að nota vöruleit ja.is sem er að koma mér mjög skemmtilega á óvart og mjög gott að nota t.d. til að skima fyrir undirtegundum íhluta og vélbúnaðar þegar ég er að slæða markaðinn fyrir framboði og verðum íhluta í næstu draumavél.

Mér finnst hún engan veginn koma í staðinn fyrir Vaktina sem gefur mjög góða yfirsýn á samkeppni og verðþróun "stóru" seljendanna hér heima. Finnst nýji "builderinn" hérna líka brilliant.

Hvað finnst ykkur um vöruleitina á ja.is; kostir/gallar? Eruð þið að nota hana?

Taka allir þátt í henni? Vitið þið hvort þeir séu að fá greitt fyrir birtingar eða forwarding á söluaðila?

Kveðja;
Tobbi

Re: Vöruleitin á ja.is

Sent: Mán 11. Jan 2021 14:46
af jericho
Hef aðeins prófa hana, en engan veginn fundist hún uppfylla mínar þarfir. Eftir að hafa búið í Noregi í sex ár, þá var ég fljótur að tileinka mér www.prisjakt.no síðuna. Þvílíka snilldin. Öll verð uppfærð og hægt að sjá verðþróunina, sem hefur algjörlega vantað hér á landi. En verðvaktin er mjög fín til síns brúks, en spjallvaktin er það sem fær mig til að kíkja á daglega. Elska þetta samfélag!

Re: Vöruleitin á ja.is

Sent: Mán 11. Jan 2021 15:00
af zetor
jericho skrifaði:Hef aðeins prófa hana, en engan veginn fundist hún uppfylla mínar þarfir. Eftir að hafa búið í Noregi í sex ár, þá var ég fljótur að tileinka mér http://www.prisjakt.no síðuna. Þvílíka snilldin. Öll verð uppfærð og hægt að sjá verðþróunina, sem hefur algjörlega vantað hér á landi. En verðvaktin er mjög fín til síns brúks, en spjallvaktin er það sem fær mig til að kíkja á daglega. Elska þetta samfélag!
sammála!

þýskaland hérna megin með idealo.de og geizhals.de

já.is er í dauðafæri að setja svona verðþróun upp!

Re: Vöruleitin á ja.is

Sent: Mán 11. Jan 2021 15:09
af Klemmi
Það var einn sem skellti þessari upp sem gæluverkefni í COVID, takmarkaður fjöldi verslana, en gæti verið upphafið að einhverju fallegu:

https://verdfra.is

Re: Vöruleitin á ja.is

Sent: Mán 11. Jan 2021 15:45
af Dr3dinn
ja.is nei takk
/brum /brum /tish.

Re: Vöruleitin á ja.is

Sent: Mið 13. Jan 2021 00:04
af beatmaster
Ég leita alltaf bara að vörum og þjónustu á Já.is


...sagði enginn, aldrei!

Re: Vöruleitin á ja.is

Sent: Mið 13. Jan 2021 09:49
af Dropi
Ég nota ja.is leitina til að finna verslanir með tiltekna vöru. Ef mér vantar t.d. ljós á vegg fer ég á ja.is - stimpla inn 'veggljós' og sé þá hvaða fyrirtæki koma upp í vöruleitinni. Fer síðan á síðurnar þeirra og skoða.

Edit: líka hjálpsamlegt að nota "Á afslætti" síuna þegar ég er að finna hver er með útsölu og hver ekki.