Síða 1 af 1

Forrit fyrir upptöku á gömlum spólum

Sent: Fös 08. Jan 2021 10:33
af sulta
Er að færa myndefni af VHS yfir á tölvu. Keypti klippikort hjá Computer.is og er mjög anægður með það. Er að reyna einfalda þetta fyrir gamlingja sem er að vinna í þessu með mér. Það fylgdi forrit með græjunni sem virkar þokkalega en aðeins of flókið fyrir gamla. Setti upp OBS í staðinn og þá er nóg að ýta á spacebar til að hefa upptöku. Eina vesenið er að OBS tekur upp þar til það er ýtt á stopp. Væri best ef ég gæti sett hámarkslegnd á upptöku, OBS er með eitthvað sem heitir "Output Timer" en það er alltof flókið fyrir hann að fara stilla það fyrir hverja upptöku.
Þekkir einhver forrit sem hentar í svona vinnslu? eða kannski viðbót við OBS?

Helstu kröfur eru
Skýrt og einfalt viðmót
Hámarkslengd á upptöku
Hægt að binda flýtileð

Re: Forrit fyrir upptöku á gömlum spólum

Sent: Fös 08. Jan 2021 11:17
af zetor
spurning hvort að þetta hér http://windv.mourek.cz/
virki fyrir þig. Virðist vera hægt að setja max avi size á þetta, getur sett 90000 ramma sem eru 1 tími
og skrifað út í avi skrá. Hvort það stoppi við það, veit ég ekki.

Re: Forrit fyrir upptöku á gömlum spólum

Sent: Fös 08. Jan 2021 11:24
af SolidFeather
Nú veit ég ekki afhverju það þarf að skilgreina lengdinga fyrirfram, eða hvort að gamlinginn verði einn á báti ef nægilega gott forrit finnst en gæti ekki verið sniðugt að taka upp alla spóluna í einu með OBS og svo klippa hana niður eftirá?

Þá eigiði digital afrit af allri spólunni sem þið getið geymt á öruggum stað. En þetta hentar væntanlega ekki ef gamlinginn er einn að þessu.

Re: Forrit fyrir upptöku á gömlum spólum

Sent: Fös 08. Jan 2021 12:07
af sulta
SolidFeather skrifaði:Nú veit ég ekki afhverju það þarf að skilgreina lengdinga fyrirfram, eða hvort að gamlinginn verði einn á báti ef nægilega gott forrit finnst en gæti ekki verið sniðugt að taka upp alla spóluna í einu með OBS og svo klippa hana niður eftirá?

Þá eigiði digital afrit af allri spólunni sem þið getið geymt á öruggum stað. En þetta hentar væntanlega ekki ef gamlinginn er einn að þessu.
Erum að taka alla spóluna í einu, málið er að stundum gleymist þetta bara í gangi.

Re: Forrit fyrir upptöku á gömlum spólum

Sent: Fös 08. Jan 2021 14:18
af Hizzman
en að vera með eggjaklukku? fæst í eldhúsvöruverslunum.
\:D/

Re: Forrit fyrir upptöku á gömlum spólum

Sent: Fös 08. Jan 2021 14:30
af sulta
Hizzman skrifaði:en að vera með eggjaklukku? fæst í eldhúsvöruverslunum.
\:D/
Haha það er alveg pæling