Síða 1 af 1
Verðhækkanir Asus
Sent: Þri 05. Jan 2021 22:10
af gunni91
Jæja, er allt að fara hækka ennþá meira?
Er ekki alveg typical að aðrir framleiðendur fylgi?
https://www.techpowerup.com/276796/asus ... s#comments
Re: Verðhækkanir Asus
Sent: Þri 05. Jan 2021 22:22
af Njall_L
Þessi hækkun á við USA vegna hækkana á tollum við að flytja inn ýmislegt dót þangað, meðal annars tölvuíhluti.
Sjá til dæmis þessar greinar:
https://www.pcgamer.com/tech-tariffs-an ... ng-it-off/
https://www.tomshardware.com/news/gpu-t ... ceincrease
Það er því alveg öruggt að aðrir framleiðendur muni fylgja á eftir, þrátt fyrir að Asus hafi verið fyrstir.
Hvort að þessi hækkun eigi eftir að hafa áhrif á okkur á eftir að koma í ljós en sjálfum finnst mér það ólíklegt þar sem allar íslenskar verslanir eru væntanlega að versla sínar vörur frá Evrópu.
Re: Verðhækkanir Asus
Sent: Þri 05. Jan 2021 23:15
af jonsig
Smá off topic..
Hefur einhver tekið eftir hvað það er ógeðsleg lykt af prentplötunum þeirra þegar þær eru nýjar? (no joke)