Síða 1 af 1

Íslenskir takkar á lyklaborð?

Sent: Mán 04. Jan 2021 12:06
af Vaski
Ég er með Filco Majestouch-2 með MX Brown tökkum, og eitthvað af tökkunum eru ekki með neinar merkingar heldur bara svartir, svo eru líka nokkrir sem erum með UK merkingar. Þetta er alla jafna ekki vandamál, en núna eru tveir krakkar að byrja að leika sér á lyklaborðinu og það truflar þau aðeins að sjá ekki merkingar (sérstaklega þ og ö takkanna).
Mig langar ómögulega að líma á takkanna íslenskar merkingar, en hins vegar finn ég ekki í fljótu bragði hvar ég get fengið þessa takka með áprentunum íslenskum merkingum.

Hvar eru vaktarar að kaupa íslenska áprentaða takka á lyklaborðin sín?

Re: Íslenskir takkar á lyklaborð?

Sent: Mán 04. Jan 2021 12:34
af Njall_L
Ég hef fengið https://www.wasdkeyboards.com/ til að prenta fyrir mig íslenska hnappahatta. Hef bæði keypt hönnunina sem er til hjá þeim default og látið sérprenta mína hönnun og hef alltaf verið sáttur.

Re: Íslenskir takkar á lyklaborð?

Sent: Mán 04. Jan 2021 12:40
af osek27
Ég fekk svona takka frá cooler master i tölvulistanum. Islenskir stafir. Ekki viss hvort þau eru enn i boði hja þeim

Re: Íslenskir takkar á lyklaborð?

Sent: Mán 04. Jan 2021 13:11
af Vaski
Njall_L skrifaði:Ég hef fengið https://www.wasdkeyboards.com/ til að prenta fyrir mig íslenska hnappahatta. Hef bæði keypt hönnunina sem er til hjá þeim default og látið sérprenta mína hönnun og hef alltaf verið sáttur.
Nákvæmlega þetta sem að mig vantaði, takk fyrir.