Síða 1 af 1

HDMI switch með pörun?

Sent: Fös 01. Jan 2021 16:50
af Stan
Gleðilegt árið öll.

Þekkir einhver hér til HDMI switch þar sem hægt er að para saman input sem skipt er á milli?

Er með tvo skjái og þrár tölvur sem mig langar að geta skipt á milli eftirfarandi:
  1. tvær tölvur í tvo skjái(2x in, 2x out).
  2. ein tölva í 1 skjá(1x in, 1x out).

Re: HDMI switch með pörun?

Sent: Fös 01. Jan 2021 19:25
af hagur
Ertu ekki bara að tala um HDMI matrixu?

Re: HDMI switch með pörun?

Sent: Fös 01. Jan 2021 20:03
af Stan
hagur skrifaði:Ertu ekki bara að tala um HDMI matrixu?
Ekki viss, aldrei notað HDMI matrixu. Er hægt að að búa til tvö config sem einfalt er að skipta á milli?

Re: HDMI switch með pörun?

Sent: Fös 01. Jan 2021 20:18
af hagur
Stan skrifaði:
hagur skrifaði:Ertu ekki bara að tala um HDMI matrixu?
Ekki viss, aldrei notað HDMI matrixu. Er hægt að að búa til tvö config sem einfalt er að skipta á milli?
Veit það nú reyndar ekki, þ.e hvort hægt sé að búa til svoleiðis "preset". En matrixa myndi leysa það sem þú ert að tala um og það ætti nú að vera einfalt að svissa á milli configa. 4x4 matrix er t.d með 4 innganga og 4 útganga og leyfir þér að senda hvert af þessum fjórum merkjum sem koma inn á einhvern (eða alla) útganga í einu og hvaða combination sem er. Til að gera það sem þú ert að tala um þyrftirðu 2x2 matrixu en ég man reyndar ekki eftir að hafa sé svo litla.

Re: HDMI switch með pörun?

Sent: Fös 01. Jan 2021 23:08
af Stan
Takk fyrir svörin, skoða matrixu betur.