Síða 1 af 1

Sleppa/tengja framhjá ljósleiðaraboxi.

Sent: Fim 31. Des 2020 06:04
af Gruskari
Ég er staddur á Akureyri (Tengir sér um ljósleiðara) og er í miklum pælingum um innleiðingu ljósleiðara á heimilið og á að taka allt heima-networkið í gegn.

Eins og ég skil hlutina þá er ljósleiðari sem kemur inn í húsið tengdur í modem sem tekur við SC? fiber tengi. Ég geri ráð fyrir að þetta modem sé það sem er kallað "ljósleiðarabox" og er oft kallað "ONT" (Síðan er þetta ONT tengt við hefðbundnan router). Endilega leiðréttið allt að ofan.

Eins og mörgum er illa við að nota ISP routerinn sinn þá vil ég helst sleppa við að setja eitthvað modem frá (Tengi?) inn (eða tæknilega séð rétt utan við) á networkið sem er líklega frá einhverju fyrirtæki í eigu CCP. Er þetta möguleiki yfir höfuð?

Ég myndi helst vilja fá mér router með SFP porti (Edgerouter SFP) og taka einfaldlega SC tengið directly* í hann, með stykki eins og þessu https://store.ui.com/collections/operat ... uf-instant ,ég geri ráð fyrir því að þetta sé algjör martröð en ég er forvitinn hvort einhver hafi haft svipaðar pælingar.

Ég sá myndband á Youtube þar sem maður í Kanada hafði einmitt gert þetta svo þetta er eflaust fræðilega mögulegt, en þá kom SC Fiber->SFP beint frá ISP-inu hanns og þá líklega búið að harðkóða það mac-address þeirra megin. https://www.youtube.com/watch?v=5WWO_4p4UP0

Spurningar, þarf ég að hafa áhyggjur af GPON vs EPON? Hvað með 802.1x? Hvað með að skipta routerboxinu út og setja annað ONT í minni eigu í staðinn, (auðvitað með samþykki Tengis etc.)?

Re: Sleppa/tengja framhjá ljósleiðaraboxi.

Sent: Fim 31. Des 2020 09:14
af Jón Ragnar
Ég tengi Unifi Security Gateway gæjann minn bara beint við ljósleiðaraboxið. Held að þú komist aldrei í að tengja beint í fiberinn framhjá boxinu

Re: Sleppa/tengja framhjá ljósleiðaraboxi.

Sent: Fim 31. Des 2020 11:30
af Revenant
Er einhver sérstök ástæða afhverju þú vilt ekki nota ljósleiðarabox frá Tengir?
Ljósleiðaraboxið er bara merkjabreytir, ekki njósnatæki frá kommúnistastjórninni í Kína.
Overhead að fá merkið afhent sem RJ45 (úr ljósleiðaraboxinu) vs. SFP tengi er hverfandi.

Re: Sleppa/tengja framhjá ljósleiðaraboxi.

Sent: Fim 31. Des 2020 12:06
af depill
Revenant skrifaði:Er einhver sérstök ástæða afhverju þú vilt ekki nota ljósleiðarabox frá Tengir?
Ljósleiðaraboxið er bara merkjabreytir, ekki njósnatæki frá kommúnistastjórninni í Kína.
Overhead að fá merkið afhent sem RJ45 (úr ljósleiðaraboxinu) vs. SFP tengi er hverfandi.
Plus ef þau vilja njósna er það þæginlegra í miðlæg búnaðinum frekar enn í stökum merkjabreytum :p

Re: Sleppa/tengja framhjá ljósleiðaraboxi.

Sent: Fim 31. Des 2020 17:09
af arons4
GPON og EPON er algjörlega sitthvor hluturinn og gengur ekki saman, eins ekkert sem segir að ontan sem þú linkaðir gangi.

Re: Sleppa/tengja framhjá ljósleiðaraboxi.

Sent: Þri 05. Jan 2021 10:03
af Etinn
Einhver uppfærsla?

Ég hugsa allavega að þetta sé mjög geranlegt,
En hvað er heillandi við þetta?
lægri leigugjöld á netinu?
eða mögulega losa sig við einhverjar mögulegar truflanir eða flöskuhálsa?

Hugsa allavega að þetta sé mjög geranlegt, vegna þess að einhver sagði mér, þetta data-streymi á milli ISP og endanotenda sé ekki einusinni dulkóðað nema þú notir HTTPS eða eitthvað svipað. Eina sem maður þarf að passa sig á er að endabúnaðurinn þinn geti talað við ISP routerinn, s.s. cisco móti cisco eða ubiqity o.s.fr. og mac addressann.
Hef samt ekki grænan hvort þetta sé rétt.