Síða 1 af 1
Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Mið 30. Des 2020 20:07
af Hizzman
Mig hefur lengi langað í slípirokk og ætla nú að láta drauminn rætast.
Hallast að 230V, frekar en rafhlöðu.
Hver telja menn vera bestu kaupin í ódýra endanum?
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Mið 30. Des 2020 20:18
af ColdIce
Akkúrat núna er Makita með bestu slípirokkana
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Mið 30. Des 2020 20:21
af stefandada
Þetta snýst soldið um hvað ætlar þú að gera við rokkinn, ertu bara í litlu bílskúrsdundi eða ertu að fara vinna með hann í eitthvað þungann skurð eða slípun.
þú færð þokkalega 600w + helst í flestum verslunum en varastu verkfæralagerinn og svoleiðis nobrands tæki, þótt þeir selja reyndar metabo sem er gott.
Ég er búinn að eiga alla flóruna og vinn með slípirokka alla daga og í dag nota ég einungis batterís Milwaukee bæði í iðnaði og hobby, hann er dýr en það er líka tímasparandi fyrir mig þar sem ég er oft á mörgum stöðum með hann sama daginn að vera svo til þráðlaus.
Ég á líka einn 3000kr slípirokk en takkinn til að festa skífuna skemdist eftir annað skiptið sem ég losaði skífu úr honum svo í dag príðar hann bara stóra vírbollaskífu og er notaður í það þá sjaldan sem þarf að grípa í hann.
Topp brandin eru svo sem þessu helstu
Dewalt
Makita
Metabo
Blár bosch
Milwaukee
Fein ( sennilega einn besti snúrurokkur sem ég hef notað í iðnaði )
Aðal atriðið er að fara ekki í 115 mm rokk þeir borga sig ekki, alla daga 125mm því það er minna úrval af skífum í 115mm.
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Mið 30. Des 2020 20:22
af AndriáflAndri
makita slípirokkur kostar í kringum 40þús myndi frekar eyða 10þús í viðbót og fá mér milwaukee rokk ...
milwaukee eru með bestu verkfærinn á markaðinum í dag að mínu mati.
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Mið 30. Des 2020 20:24
af arons4
Fer voða mikið til hvers þú ætlast, hlutir eins og afsog fyrir bollaskífur, afl, og þessháttar.
Hægt að fá ágæta 700-1000W rokka á <20þ en þeir bjóða ekkert upp á neitt mikið meira krefjandi en venjulegar skurðar og slípi skífur.
https://sindri.is/sl%C3%ADpirokkur-125-mm-94dwe4157
https://vfs.is/vorur/rafmagnsverkfaeri/ ... 00-125e-t/
Rokkar í steypuvinnu eru almennt dýrari í innkaupum og rekstri. Flestir múrarar í kring um mig nota FLEX rokka. Járniðnaðarmenn flestir með Milwaukee eða Makita.
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Mið 30. Des 2020 20:50
af rapport
https://husa.is/leit?q=Sl%C3%ADpirokkur
Black&Decker, Stanley og DeWalt eru allt sami framleiðandi en mismunandi gæði svipað eins og græni og blái Bosch.
Ég mundi hiklaust skoða Hitachi/Hikoki, finnst þau tæki robust og flott.
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Mið 30. Des 2020 21:27
af sakaxxx
Klárlega metabo vinn í vélsmiðju og metabo rokkanir eru svakalega endinga góðir. Mjög lítill víbringur sem skiptir miklu máli
https://www.fossberg.is/vara/slipirokku ... 5-hradast/
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Fim 31. Des 2020 01:02
af Heidar222
Ég keypti Dewalt hjá Sindra á útsölunni um daginn á ca 10þ. Virkar vel fyrir verðið. Eflaust til flottari og betri en hann gerir sitt
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Fim 31. Des 2020 01:09
af Hizzman
Takk fyrir ráðleggingarnar!
Notkunin verður mjög lítil, stöku smíðaverkefni fyrir heimilið. Var að spá í max 20Þ, en líst samt vel á þennan hjá Fossberg. Hann er með breytilegan hraða. Er það góður kostur. Eru þeir ekki flestir með einn hraða?
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Fim 31. Des 2020 02:47
af AndriáflAndri
Hizzman skrifaði:Takk fyrir ráðleggingarnar!
Notkunin verður mjög lítil, stöku smíðaverkefni fyrir heimilið. Var að spá í max 20Þ, en líst samt vel á þennan hjá Fossberg. Hann er með breytilegan hraða. Er það góður kostur. Eru þeir ekki flestir með einn hraða?
Jú held að flestir séu bara með einn hraða, en þekki það ekki vel. Hef bara notað rokka með einn hraða. Myndi kýla á þennann metabo. Svona rokkur er notaður á flestum verkstæðum og smiðjum sem ég veit um.
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Fim 31. Des 2020 09:51
af zetor
AndriáflAndri skrifaði:makita slípirokkur kostar í kringum 40þús myndi frekar eyða 10þús í viðbót og fá mér milwaukee rokk ...
milwaukee eru með bestu verkfærinn á markaðinum í dag að mínu mati.
Ég verð að taka undir þetta, ég hef mikið unnið með DEwalt slípirokka en þurfti í sumar að nota slípirokk frá Milwaukee, hann kom mér mjög mikið á óvart
hversu nettur og öflugur hann var. Ég var að nota hann í mjög krefjandi verkefni, þar sem pláss var tæpt.
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Fim 31. Des 2020 10:26
af jonsig
Talandi um budget.
Ég er fyrrverandi iðnaðarmaður til margra ára. Notaði mikið milwaukee og dewalt í den, en við allt brask heima hjá mér byrjaði ég bara að safna þessu ryobi dóti frá VFS.is . Get ekki verið sáttari, fékk batterí með borvélinni sem ég keypti hérna heima og síðan hef ég keypt slípirokka og annað mjög ódýrt á ebay til að nota með batteríunum. Ryobi er high performance, en þá ætlað til heimilisnota. Þetta eru ekki pro græjur eins og milwaukee .
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Fim 31. Des 2020 12:30
af degoz
Ég nota batterís Milwaukee í vinnunni, en í bílskúrnum er ég bara með 10-15 þús.króna Dewalt 125 mm snúrutengdan rokk og hann svínvirkar. Sem gæji sem hefur þurft að fara á sjúkrahús og láta skafa úr auganu eftir aðskotahlutum í auga, vill ég bara biðja þig um að fjárfesta í góðum öryggisgleraugum og aldrei nota rokkinn án þeirra.
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Fim 31. Des 2020 12:58
af stefandada
jonsig skrifaði:Talandi um budget.
Ég er fyrrverandi iðnaðarmaður til margra ára. Notaði mikið milwaukee og dewalt í den, en við allt brask heima hjá mér byrjaði ég bara að safna þessu ryobi dóti frá VFS.is . Get ekki verið sáttari, fékk batterí með borvélinni sem ég keypti hérna heima og síðan hef ég keypt slípirokka og annað mjög ódýrt á ebay til að nota með batteríunum. Ryobi er high performance, en þá ætlað til heimilisnota. Þetta eru ekki pro græjur eins og milwaukee .
Það er líka hægt að taka annan vinkil inn í þetta en ég á Milwaukee sett, ( nokkrar vélar og rafhlöður ), fékk mér svo ebay breytistykki fyrir milwoauke yfir í ryobi og kaupi þau hobbýverkfæri til heimilisbrúksins og garðverkfæri frá þeim enda gott úrval af verkfærum frá báðum aðilium.
Það fást mörg breytistykki fyrir allskonar tegundir þannig maður þarf ekki endilega að vera binda sig við eina tegund.
En ég get líka mælt með ryobi fyrir léttari verk.
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Fim 31. Des 2020 13:16
af brain
Notaði svona um daginn til að skera og slípa.
Góð græja kostar um 22.þús
https://www.husa.is/netverslun/verkfaer ... id=5170714
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Lau 02. Jan 2021 19:10
af Hizzman
Takk fyrir góðar ábendingar. Þær eru gagnlegar!
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Lau 02. Jan 2021 20:00
af audiophile
Ryobi græjurnar hafa reynst mér mjög vel fyrir dót í ódýrari kantinum sem er ekki drasl. Tæki líklegast Milwaukee ef þyrfti eitthvað öflugra og endingarbetra.
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Mán 14. Jún 2021 13:44
af Rafurmegni
audiophile skrifaði:Ryobi græjurnar hafa reynst mér mjög vel fyrir dót í ódýrari kantinum sem er ekki drasl. Tæki líklegast Milwaukee ef þyrfti eitthvað öflugra og endingarbetra.
Hef aldrei átt slípirokk sem kostaði meira en 5000 kall og hef aldrei þurft meira þrátt fyrir mikila járnsmíðavinnu og steypubollavinnu. Betra að vera með tvo eða þrjá ódýra í gangi á sama tíma, skurðarskífa, vírbursti og slípiskífa.
Ef þú ert að pæla í einhverri skipasmíði þá getur borgað sig að fara í eitthvað dýrara.
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Mán 14. Jún 2021 14:48
af dadik
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Mán 14. Jún 2021 15:40
af Haraldur25
Ég hef eingöngu notað dewalt slípirokka í 10 ár. Aldrei bilað eða verðið með vesen. Reyndar með 54v flexvolt rokk núna sem er mikið yfir budgetid.
Hef einstöku sinnum notað makita eða milwaukee.
Báðir komu mér á óvart með hversu léttir og öflugir þeir voru. Báðir reyndar yfir 90 þ.
Rokk um 20 þ og með snúru. Held að enginn sé að fara að svíkja þig af þessum helstu merkjum.
Mæli samt eindregið með að fara og máta höndina á þá og finna þyngdina.
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Mán 14. Jún 2021 16:11
af Hizzman
endaði á að kaupa ryobi á 17þ minnir mig, í bauhaus. verkefnin eru ennþá á hugmyndastigi
. Rokkurinn snýst allavega, er búinn að prófa það!
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Mán 14. Jún 2021 18:10
af Brimklo
Makita og Milwaukee finnst mér tróna á toppinum hvað varðar Verð = Gæði
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Mán 14. Jún 2021 18:15
af jonsig
Er nú ekki mikið að slípirokkast en keypti kolalausan ryobi fyrir nokkrum árum sem er alveg perfect fyrir einhverja svona amatöra eins og mig. Kannski gallinn að maður þarf helst 4Ah batterí í þetta.
Ryobi er alveg cutting edge performance, en fórnar dálítið ruggedness í staðinn.
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Mán 14. Jún 2021 21:40
af DabbiGj
Myndi ekki mæla með batterísrokki nema að þú eigir gott safn af batteríum.
Sjálfur er ég með bláan bosch en þetta eru vanalega frekar einföld verkfæri, mæli með því að kaupa mjög ódýran slípirokk til að byrja með
þegar að hann deyr að þá veistu betur hvað þig vantar og hvernig rokk þig langar að eiga
Sjálfur á ég 18v, 1400w 230v og svo nettan 700w 230v sem er ótrúlega þægilegt að halda á og nýtist í skurðarvinnu og léttari verk á meðan að stærri rokkurinn fer í þyngri vinnu
Re: Slípirokkur - bestu kaup í ódýra endanum?
Sent: Þri 15. Jún 2021 00:34
af Sinnumtveir
Hef átt fleiri en eina tegund slípirokka. Sá fyrsti sem ég keypti er meðalstór (semsé ekki lítill og ekki stór) Hitachi. Eini rokkurinn sem ég á í dag er einmitt þessi Hitachi og satt best að segja hef ég þjösnast alveg ótrúlega mikið á honum. Langmest hefur það verið steypuskurður með stóru blaði. Hitachi verkfæri heita reyndar Hikoku nú til dags og fást í Húsasmiðjunni. Ath, að Húsasmiðjan er öðru hvoru með 15 - 25% afslátt á verkfærum.
Hitachi rokkurinn minn er orðinn ~ 20 ára og eins og áður sagði lætur engan bilbug á sér finna.