Síða 1 af 1

Ísskápar í Elko á útsölu árgerð 2015 ?

Sent: Sun 27. Des 2020 19:44
af Sera
Getur það verið að þessir ísskápar sem Elko er að bjóða á útsölu hjá sér séu framleiddir árið 2015
https://elko.is/heimilistaeki/kaelitaek ... b34j3515ss

Týpunúmer RB34J3515SS
Samkvæmt þessari vefsíðu þá passar týpunúmerið við árið 2015 þ.e. J gefur upp ártalið.
https://en.tab-tv.com/?p=14954

Re: Ísskápar í Elko á útsölu árgerð 2015 ?

Sent: Sun 27. Des 2020 20:19
af Njall_L
Já, það er ekkert ólíklegt

Til að ýta undir þennan grun þinn er hægt að skoða vörusíðuna hjá Samsung fyrir nákvæmlega þetta módelnúmer (RB34J3515SS) og þar sést að elsta umsögnin er 5 ára gömul.
https://www.samsung.com/se/common/revie ... 3515SS/EF/

Þrátt fyrir að ég vilji sjálfur yfirleitt vera með nýjasta tæknidótið þá þætti mér alveg í lagi að kaupa kæliskáp sem er 5 ára gömul hönnun. Maður myndi þá vona að þetta sé góð hönnun sem sé ekki troðfull af ýmsum vandamálum fyrst að þeir eru ennþá í framleiðslu.

Re: Ísskápar í Elko á útsölu árgerð 2015 ?

Sent: Sun 27. Des 2020 22:58
af jonsig
Eina sem þeir gera er að selja surplus dót á fullu verði. Láttu mig þekkja þetta...

Re: Ísskápar í Elko á útsölu árgerð 2015 ?

Sent: Sun 27. Des 2020 23:14
af pepsico
Það breytist eiginlega ekkert í kæliskápatækni yfir árin svo þú þarft ekki að missa svefn yfir því að vera að kaupa nýjan og ónotaðan fimm ára gamlan ísskáp með tíu ára ábyrgð á pressunni á afslætti. 2020 útgáfan er með 10% stærri frysti, er 5 dB lágværari, og notar 150 kr. virði minna af rafmagni á ári.

Re: Ísskápar í Elko á útsölu árgerð 2015 ?

Sent: Sun 27. Des 2020 23:26
af nonesenze
pepsico skrifaði:Það breytist eiginlega ekkert í kæliskápatækni yfir árin svo þú þarft ekki að missa svefn yfir því að vera að kaupa nýjan og ónotaðan fimm ára gamlan ísskáp með tíu ára ábyrgð á pressunni á afslætti. 2020 útgáfan er með 10% stærri frysti, er 5 dB lágværari, og notar 150 kr. virði minna af rafmagni á ári.
það er samt eitthvað sem uppfærist eins og lýsing og rafmagns eyðsla og þess háttar, skoða þetta bara, ég skoða alltaf specs og reviews á t.d. þvottavélum ryksugum, eina sem ég failaði á var með s20 ultra fyrir konuna... hræðileg myndavél, versta gjöf sem ég hef gefið miðað við peninginn

Re: Ísskápar í Elko á útsölu árgerð 2015 ?

Sent: Sun 27. Des 2020 23:39
af jonsig
pepsico skrifaði:Það breytist eiginlega ekkert í kæliskápatækni yfir árin svo þú þarft ekki að missa svefn yfir því að vera að kaupa nýjan og ónotaðan fimm ára gamlan ísskáp með tíu ára ábyrgð á pressunni á afslætti. 2020 útgáfan er með 10% stærri frysti, er 5 dB lágværari, og notar 150 kr. virði minna af rafmagni á ári.
Ég er algerlega sammála, en venjulega eru surplus verzlanir með lægri verð ! Maður á ekki að kaupa eldri módel á fullu verði fyrst elko kaupa þetta með fínum afslætti en láta það ekki ganga til neytanda. (Íslenska leiðin til að græða).

Þetta viðskipastrúktur þeirra á ekki bara við um Ískápa, sjálfur hef ég keypt af þeim MDR-1000x mk.1 á 110% verði þegar mk.2 var búið að vera til í næstum ár. Auðvitað var ég búinn að henda pakningunni þegar ég fattaði að ég hafi verið snuðaður.

Re: Ísskápar í Elko á útsölu árgerð 2015 ?

Sent: Mán 28. Des 2020 01:48
af DabbiGj
Þetta er ekki framleiðsluár heldur hvenær þeir eru hannaðir.

Þú þarft að hafa raðnúmerið af ískapnum til að lesa hvenær hann er smíðaður.

Re: Ísskápar í Elko á útsölu árgerð 2015 ?

Sent: Mán 28. Des 2020 08:27
af Dropi
DabbiGj skrifaði:Þetta er ekki framleiðsluár heldur hvenær þeir eru hannaðir.

Þú þarft að hafa raðnúmerið af ískapnum til að lesa hvenær hann er smíðaður.
Nákvæmlega, þetta eru ekki bílar strákar.