Síða 1 af 1
(HJÁLP) Black screen
Sent: Þri 22. Des 2020 13:25
af Sjerrí
Er með litla tölvu sem ég skipti um skjákort í. Það kemur bara blackscreen með nýja kortið en ef ég skipti því út fyrir gamla er allt í góðu. Hvernig fæ ég þetta til að virka?
Re: (HJÁLP) Black screen
Sent: Þri 22. Des 2020 13:33
af Predator
Lenti einu sinni í svona og þá var psuið farið. Hvernig kort varstu með og hvernig er nýja?
Re: (HJÁLP) Black screen
Sent: Þri 22. Des 2020 13:39
af Sjerrí
amd radeon hd 7700 series
Þetta er kortið sem er í vélinni og virkar eðlilega.
Hins vegar þegar ég set þetta í tölvuna:
GTX 560 - Dual link DVI-I*2/mini HDMI
GV-N56G0C-1GI REV:1.0
Þá tengi ég í gegnum mini hdmi í hdmi tengi. Allt fer í gang, vifturnar á skjákortinu fer í gang og alls virðist eðlilegt nema engin mynd kemur á skjáin.
Re: (HJÁLP) Black screen
Sent: Þri 22. Des 2020 13:40
af Sjerrí
Predator skrifaði:Lenti einu sinni í svona og þá var psuið farið. Hvernig kort varstu með og hvernig er nýja?
En ef psu væri farið myndi þá nokkuð virka yfir höfuð? Þá meina ég hitt gamla kortið?
Re: (HJÁLP) Black screen
Sent: Þri 22. Des 2020 13:43
af Predator
Ertu með bæði pcie 6 pin tengin tengd í nýja kortið og var gamla kortið með svoleiðis tengi?
En já ef þetta er orkufrekara kort getur það valdið þessu þó svo gamla virki.
Re: (HJÁLP) Black screen
Sent: Þri 22. Des 2020 13:49
af Sjerrí
Predator skrifaði:Ertu með bæði pcie 6 pin tengin tengd í nýja kortið og var gamla kortið með svoleiðis tengi?
En já ef þetta er orkufrekara kort getur það valdið þessu þó svo gamla virki.
Ekkert svoleiðis... renndi því bara í móðurborðið
Re: (HJÁLP) Black screen
Sent: Þri 22. Des 2020 13:52
af Sjerrí
Sorrý, gamla er ekki með svoleiðis en þetta nýja er með. Hvernig tengi ég það?
Re: (HJÁLP) Black screen
Sent: Þri 22. Des 2020 14:21
af Sjerrí
Ekkert eðlilega mikil hjálp vinur! Ég er svo nýr í þessu að ég hafði ekki hugsað um pcie tengin. Allt tengt núna og virkar vel. Innilegar þakkir til þín og gleðileg jól!
Re: (HJÁLP) Black screen
Sent: Þri 22. Des 2020 15:02
af Predator
Sjerrí skrifaði:Ekkert eðlilega mikil hjálp vinur! Ég er svo nýr í þessu að ég hafði ekki hugsað um pcie tengin. Allt tengt núna og virkar vel. Innilegar þakkir til þín og gleðileg jól!
Frábært!