Síða 1 af 1

Svartur skjár á TV í gegnum soundbar/shield

Sent: Sun 20. Des 2020 19:16
af fhrafnsson
Jæja, nú klórar maður sér í hausnum.

Ég er með LG oled C8 sjónvarp tengt í gegnum ARC í Samsung Q90R soundbar og þaðan með annarri snúru í Nvidia Shield. Þegar ég kveiki á shield þá kemur mynd og hljóð en svo eftir nokkrar sekúndur (mismunandi hvort það séu 3 eða 60 eða eitthvað þar á milli) verður sjónvarpið svart, en hljóðið helst inni. Ég er búinn að prufa nýjar HDMI snúrur, búinn að endurræsa allt og búinn að uppfæra firmware eins og hægt er. Veit einhver hvað gæti verið að valda?

Re: Svartur skjár á TV í gegnum soundbar/shield

Sent: Sun 20. Des 2020 21:27
af Diddmaster
Ég er með 55SK8100PLA og veit ekki hvort þetta sé teingt þessu vandar máli en ég var að vandraðast með mitt að fá mynd fyrir löngu þá þurfti ég að kveikja á "HDMI ultra hd deep color" til að fá mynd með pc 4k/60hz með hdr on

Re: Svartur skjár á TV í gegnum soundbar/shield

Sent: Mán 21. Des 2020 13:37
af fhrafnsson
Þetta var HDR sem olli þessu. Resettaði og kveikti ekki á HDR og allt virðist virka. Spurning hvort HDMI kaplarnir styðji ekki nógu mikið gagnamagn.

Re: Svartur skjár á TV í gegnum soundbar/shield

Sent: Mán 21. Des 2020 15:44
af roadwarrior
Sá einhversstaðar umræðu á netinu að það sé galli sem ekki er langt síðan að uppgötvaðist í stórum hlutum þeim tækja sem er á markaðinum sem snertir HDMI staðalinn, sérstaklega teingt miklum gagnaflutningum a 2.0 og 2.1 staðlinum. 4k og 60fps er held ég sérstaklega viðkvæmt gagnvart þessu og sérstaklega í gegnum soundbar.
Sel það ekki samt dýrara en keypti það :D

Re: Svartur skjár á TV í gegnum soundbar/shield

Sent: Mán 21. Des 2020 17:03
af roadwarrior