Síða 1 af 1
Hvar finn ég svona skápahöldur?
Sent: Lau 19. Des 2020 19:59
af Sallarólegur
Er með innréttingu með hvítum hurðum með tekk eða svipað dökkum hliðum og “bevels” í kringum skápahurðir og skúffur.
Vandamálið er að höldurnar eru ekki í stíl við tekk detailana
Hvar finn ég viðarhöldur í svipuðum stíl með amk 100mm milli gata?
Nenni ekki að gera meira fyrir eldhúsið í bili $$$
Re: Hvar finn ég svona skápahöldur?
Sent: Lau 19. Des 2020 22:36
af Semboy
Edit: sorry off topic
Búinn að redda þér þessa flísa?
ef svo m2 verðið?
Re: Hvar finn ég svona skápahöldur?
Sent: Lau 19. Des 2020 23:19
af Sallarólegur
Semboy skrifaði:Edit: sorry off topic
Búinn að redda þér þessa flísa?
ef svo m2 verðið?
Fékk þær á 4900 kr. með örðu í Álfaborg.
Annars mæli ég með Byko og Húsa ef fólk finnur allt sem vantar þar. Miklu betri síður, og eru með rétt verð á síðunum. Þarft ekki að mæta til að fá verðið 20-30% afsláttur er default í sérvörubúðunum.
Re: Hvar finn ég svona skápahöldur?
Sent: Lau 19. Des 2020 23:33
af gunni91
Ég leitaði aðeins hérna heima en endaði með að kaupa frá Amazon (USA) á alla skápanna í íbúðinni.
Endaði í ca 15.000 kr (24 höldur) komið uppað dyrum á 5 dögum með DHL. Þægilegt að Amazon rukkaði tollinn í leiðinni.
Ég gat valið sérstaklega 96 mm höldur sem virðist vera nokkuð stöðluð stærð. Margar aðrar stærðir í boði.
https://www.amazon.com/gp/product/B085T ... UTF8&psc=1
Myndi tékka hvort þú finnir eitthvað hérna inná
https://www.amazon.com/s?k=wood+cabinet ... _sb_noss_2
Re: Hvar finn ég svona skápahöldur?
Sent: Sun 20. Des 2020 00:47
af roadwarrior
Prufaðu að spjalla við þá í Hegas Smiðjuvegi 1. Ef þeir eiga ekki til þá gætu þeir bent þér í rétta átt.
Re: Hvar finn ég svona skápahöldur?
Sent: Mán 21. Des 2020 09:02
af Sallarólegur
Strax skárra með Byko höldum
Kíki svo í Hegas
Re: Hvar finn ég svona skápahöldur?
Sent: Mán 21. Des 2020 16:15
af Sallarólegur
Hegas var með eina týpu sf viðarhöldum 96mm
Brynja er með gott úrval
Búinn að panta