Síða 1 af 1
Wan router með Gígabyte portum?
Sent: Mán 14. Des 2020 08:59
af krissi24
Hvar fær maður Wan/Ljós router með Gígabyte lan portum hér heima sem kostar ekki augun úr ? Er maður ekki annars að fullnýta 1 GB/s hraðann með router sem hefur slík port ?
Re: Wan router með Gígabyte portum?
Sent: Mán 14. Des 2020 09:08
af Dropi
krissi24 skrifaði:Er maður ekki annars að fullnýta 1 GB/s hraðann með router sem hefur slík port ?
Ekki endilega, þú getur verið með 1Gb/s LAN og WAN port á router sem ræður ekki við nema 0.5 Gb/s WAN-LAN throughput.
Þegar þú ert að senda á milli tveggja LAN porta þá nærðu auðvitað 1Gb/s, en þegar þú ert með WAN port á þessum hraða þarf routerinn að gera allskonar aðgerðir (NAT, Firewall, QoS, ...) áður en hann sendir upplýsingarnar áfram á LAN portinu.
Edgerouter X kosta lítinn pening og ég hef sett upp nokkra þannig hjá fjölskyldu og kollegum, næ yfir 900Mb/s. Það er ekkert WiFi í honum, og setupið er mikið flóknara en hefðbundinn switch úr nærstu verslun, en þessir hafa verið Go-To fyrir mig allavega.
https://verslun.origo.is/Netbunadur-og- ... 539.action
https://tl.is/product/edgerouter-x-med-poe-ubi-erx
ATH! Þessi router nær bara 1Gb/s í aðra átt í einu, ef þú ert að Uploada og Downloada þá ertu takmarkaður við 500/500 í sitthvora áttina.
https://youtu.be/rN4vJLhUTIs
Re: Wan router með Gígabyte portum?
Sent: Mán 14. Des 2020 09:45
af krissi24
Ég skil.... Takk fyrir