Síða 1 af 1

Bios error: A disk read error has occurred.

Sent: Þri 14. Jún 2005 16:33
af mrpacman
Veit ekki hvort að þetta sé rétti staðurinn til að pósta þessu en þá færið þið þetta bara.

Ég hérna var að dúlla mér í tölvunni og ákvað að restarta útaf því ég var ekki búinn að restarta lengi og þegar tölvan var að starta sér upp kom bios error sem hljómaði svo:
Tölvan mín skrifaði:A disk read error has occurred.
Press Ctrl+Alt+Del to restart.
Og ég ýtti á ctrlaltdel og þá restartaði tölvan sér en allt kom fyrir ekki og sama villa kom aftur upp.

Ég leitaði á google en fann ekki neitt sem gæti verið að hjá mér.
___________
mrpacman

Sent: Þri 14. Jún 2005 16:38
af gnarr
hljómar eins og MBR í ruglinu.

athugaðu líka með boot order í bios

Sent: Þri 14. Jún 2005 16:42
af MezzUp
Eru einhver óhljóð frá harða disknum?
Hvaða móðurborð ertu með?

Sent: Þri 14. Jún 2005 20:16
af mrpacman
gnarr skrifaði:hljómar eins og MBR í ruglinu.

athugaðu líka með boot order í bios
Ég er ekki ekki viss hvað MBR er :S

Ég breytti boot order þar sem dvd skrifarinn er merktur sem primary slave og fyrstur í boot order. En það breytti ekki neinu og ætti kannski ekki að gera það þar sem að tölvan runnaði fínt áður en ég restartaði.
MezzUp skrifaði:Eru einhver óhljóð frá harða disknum?
Hvaða móðurborð ertu með?
Ég myndi ekki kalla það óhljóð en það hefur heyrst í honum síðan ég keypti hann.

Og ég er með eitthvað gamalt AwardBIOSh

Sent: Þri 14. Jún 2005 20:40
af MezzUp
mrpacman skrifaði:Og ég er með eitthvað gamalt AwardBIOSh
BIOSinn á móðurborðinu er frá Award, en það heitir eitthvað annað. Ættir að geta fundið það út með forritinu CPU-Z.

Geturðu líst því nákvæmlega hvar í BIOSnum þessi villuskilaboð koma? Eða jafnvel sent inn mynd af tölvuskjánum með þessa villu uppi? :)

Sent: Fös 17. Jún 2005 02:05
af mrpacman
Ég er bara spá aðalega í hvort ég missi öll gögnin á endanum. Það væri súrt en ég gæti sætt mig við það. Bara svona ef enginn er með hugsanlega lausn því ég vill helst koma þessari vél up and running sem fyrst.

Sent: Fös 17. Jún 2005 03:35
af MezzUp
Jamm, og eins og ég sagði þá væri mjög fínt ef að þú gætir sent okkur ljósmynd af villuskilaboðunum á skjánum

Sent: Fös 17. Jún 2005 12:48
af mrpacman

Sent: Fös 17. Jún 2005 13:08
af MezzUp
Hmm, ok. Er HD sem sagt nr. 2 í boot order? Ertu annars ekki bara með einn harðan disk?

Eins og gnarr sagði gæti verið að MBR sé í fokki. Gætir prófað þetta:
Ræsa upp af Windows disknum -> Ýta á R til þess að fara í recovery console -> Ýta á C til þess að fara í console'ið sjálft -> Ýtir á 1 og síðan Enter -> Slærð inn Administrator lykilorðið -> Þá ættirðu að vera kominn í recovery console og skalt prófa að keyra fixmbr

Sent: Lau 18. Jún 2005 01:42
af mrpacman
Sh***t ég næ ekki einu sinni að boot-a upp windows xp disknum, það kemur bara "Setup is inspectic the computers current confiuration" eða svipað og svo kemur bara svart... :(:(

Sent: Lau 18. Jún 2005 01:47
af hallihg
ég myndi bara kveðja harða diskinn ef ég væri þú.

Sent: Lau 18. Jún 2005 14:01
af mrpacman
"Kveðja hann"? No way ég var að kaupa hann. :?

Sent: Lau 18. Jún 2005 14:05
af ammarolli
fáðu nýjan disk, segðu að hann hafi verið gallaður

Sent: Lau 18. Jún 2005 14:22
af mrpacman
Urrg, vesen allt w4r3zið mitt þá farið :(:(

Sent: Sun 19. Jún 2005 02:06
af gnarr
úú.. en hræðilegt.

það er ekki eins og þú getir ekki náð í það allt aftur. vertu bara feginn að þetta voru ekki fjölskyldumyndirnar þínar eða nokkurra ára vinna.

Það er líka 2 ára ábyrgð á hörðum diskum, svo að þú færð nýjann.

Sent: Sun 19. Jún 2005 02:22
af mrpacman
gnarr skrifaði:úú.. en hræðilegt.

það er ekki eins og þú getir ekki náð í það allt aftur. vertu bara feginn að þetta voru ekki fjölskyldumyndirnar þínar eða nokkurra ára vinna.

Það er líka 2 ára ábyrgð á hörðum diskum, svo að þú færð nýjann.
Ég er bara aðalega að tala um vesenið og svo var ég nýbúinn að fix tölvuna eins og ég vill hafa hana. En það verður bara að hafa það. Ég fer bara í att.is á morgun eða hinn og skipti þessu.

Takk fyrir alla hjálpina vaktarar :sleezyjoe

Sent: Lau 02. Júl 2005 22:13
af Beatmztr
Hvernig fór þetta fékkstu nýjan HD? Var bara að lesa þetta fyrst núna en ég hefði mælt með því að þú flash-aðir BIOSinn hjá þér með nýjustu uppfærslu, allavegana áttu að geta keyrt XP diskinn upp lengur en þetta þótt að það sé enginn harður diskur tengdur!