Síða 1 af 1
Liquid Metal í stað thermal paste
Sent: Lau 12. Des 2020 19:35
af Mr3Dfan
Er eitthvað varið í það að nota liquid metal fyrir betri kælingu á örgjörva og ef svo er hægt að kaupa hér á landi svoleiðs?
Re: Liquid Metal í stað thermal paste
Sent: Lau 12. Des 2020 20:57
af pepsico
Það er ekki til sölu hér svo ég viti. Það er eiginlega bara þess virði að henda í þetta f. delid á örgjörvum sem eru með lélegu TIM (krem milli kjarnans og IHS kæliplötunnar). Þar er hægt að sjá svakalegan mun á hitatölum (10-25°C) því kjarninn er miklu minni en IHS platan og lélegt TIM myndar því svakalegan flöskuháls á mikilvægasta stað. Nýlegri örgjörvar eru með STIM (solder thermal interface material) sem stendur sig miklu betur og á það ekki til að versna hratt eins og sumt krem. Það er ekki bara minna upp úr því að hafa að delidda þá heldur er það mun meira vesen. Hvað varðar það að láta liquid metal í staðinn fyrir krem á milli örgjörvakælingarinnar og IHS plötunnar þá er ég ekki mikill aðdáandi að því þar sem það skilar mjög litlu (1-3°C), er tiltölulega dýrt, gerir það að talsverðu veseni að þurfa að taka örgjörvakælinguna af og láta hana aftur á, og getur "aflitað" yfirborðin varanlega með efnaskiptum.
Re: Liquid Metal í stað thermal paste
Sent: Lau 12. Des 2020 21:18
af Hjaltifr123
Deliddaði 7700k hjá mér á sínum tíma, setti liquid metal og sá roosalegan mun. Var að sjá alveg upp í 90/95 gráður fyrir í góðri vinnslu og 40-50 gráður á idle með nh-d15. Er í 27-35 á idle núna og hef ekki séð hann fara yfir 80 gráður á góðri keyrslu í 4.8GHz.
Re: Liquid Metal í stað thermal paste
Sent: Lau 12. Des 2020 21:19
af jonsig
Liquid metal er líklega kringum 70W/mk og grizzly hydronut kringum 13W/mk þá er það samt hverfandi munur í akkúrat þessu sem þú ert að gera.
Liquid metalið rústar líklega einhverju ef þú setur það vitlaust á. Svo litar það gjörsamlega allt sem það snertir, og rústar t.d. áli á nokkrum sekúntum, aflitar kopar en er safe á nikkel húðun eins og á nh-d15
Re: Liquid Metal í stað thermal paste
Sent: Sun 13. Des 2020 00:12
af rotas
"Deliddaði" ?
Re: Liquid Metal í stað thermal paste
Sent: Sun 13. Des 2020 00:14
af pepsico
Þegar þú fjarlægir IHS kæliplötuna af örgjörvanum þá er það kallað að delidda.
Re: Liquid Metal í stað thermal paste
Sent: Sun 13. Des 2020 02:32
af rotas
pepsico skrifaði:Þegar þú fjarlægir IHS kæliplötuna af örgjörvanum þá er það kallað að delidda.
og nýliði spyr, í hvaða tilgangi?
Re: Liquid Metal í stað thermal paste
Sent: Sun 13. Des 2020 03:47
af pepsico
Til að skipta um hitaleiðandi efnið (TIM) sem er þar nú þegar. T.d. til að skipta út kreminu sem var þar upphaflega fyrir annað krem eða liquid metal. Stundum, eins og í tilfelli i7-7700K, eru örgjörvar með hræðilegu TIM frá framleiðanda sem endist skammarlega stutt og verður til mikilla vandræða. Þá þarf maður að delidda til að geta komist í það og skipt því út.