Síða 1 af 1

Hraði á Cat5e kapli

Sent: Þri 08. Des 2020 19:04
af raggzn
Sælir, þannig er málið að ég var að aðstoða foreldra mína að færa routerinn hjá þeim. Ég þurfti að draga í 2 nýja cat kapla, einn sem fer frá ljósleiðaraboxi í router og annan sem fer frá router og tilbaka í swiss sem er gefinn upp fyrir ljósleiðara tengingu og deilist í herbergi. Ég krumpa á sykurmolatengi í B-staðlinum og ég fæ bara mest 200mb í hraða. Mín spurning er, er eitthvað sem ég hef gert rangt eða getur verið að kapallinn hafi skemmst á leiðinni eða eitthvað ?

p.s hann er ekki með rafmagnsleiðslum í röri og ég er ekki rafvirki, bara fiktari þannig öll ráð vel þegin

Re: Hraði á Cat5e kapli

Sent: Þri 08. Des 2020 19:09
af hagur
Klipptu af og prófaðu að crimpa aftur á kapalinn. Það þarf ekki mikið að klikka til að eitthvað svona gerist.

Re: Hraði á Cat5e kapli

Sent: Þri 08. Des 2020 19:11
af Vaktari
Hraðaprufa portið á router sjá hver hraðinn er þar?
Skipta aftur um hausa á sitthvorum enda?
prófa öll port á router? Sjá hver hraðinn er

Re: Hraði á Cat5e kapli

Sent: Þri 08. Des 2020 19:21
af jonsig
Ég hef alltaf bent noobs að fá sér 8p8c crimp systemið sem heitir ideal. Þá eru vírarnir þræddir beint í gegn og þarf ekki að klippa vírþræðina hníf jafnt osfr

Fæst í sg t.d.

Einnig eru ódýrar crimp tangir ekki alltaf að gefa góða raun

Re: Hraði á Cat5e kapli

Sent: Þri 08. Des 2020 22:20
af raggzn
frábært þakka svörin ég prófa þetta !

Re: Hraði á Cat5e kapli

Sent: Mið 09. Des 2020 01:22
af Sinnumtveir
Passaðu upp á að halda snúningi á vírapörunum eins mögulegt er, annars ...

Re: Hraði á Cat5e kapli

Sent: Mið 09. Des 2020 09:19
af linenoise
Veit ekki hversu oft ég hef lent í því að einn vírinn var ekki jafn vel í og ég hélt. Ég keypti mér skítódýra continuity græju með cat pluggum og prófa með henni. Þarft náttúrulega að eiga góðan kapal á milli og samtengi.

Ekki alvöru test en kemur upp um svona vesen.

Re: Hraði á Cat5e kapli

Sent: Mið 09. Des 2020 09:21
af linenoise
jonsig skrifaði:Ég hef alltaf bent noobs að fá sér 8p8c crimp systemið sem heitir ideal. Þá eru vírarnir þræddir beint í gegn og þarf ekki að klippa vírþræðina hníf jafnt osfr

Fæst í sg t.d.

Einnig eru ódýrar crimp tangir ekki alltaf að gefa góða raun
Hljómar eins og maður þurfi sérstaka töng fyrir þessa hausa. Hvar fær maður hana?

Re: Hraði á Cat5e kapli

Sent: Mið 09. Des 2020 09:31
af blitz
Ég dró 2x18m cat5e kapla saman og gerði það full harkalega - lenti í sama vanda á öðrum kaplinum.

Gafst upp, dró 2 nýja og var með annan með mér sem ýtti með kaplinum og notaði baby-powder (talkúm) sem ég blés inn í rörið og setti á snúruna.

Þær ruku í gegn og ég náði strax fullum hraða á köplunum.

Re: Hraði á Cat5e kapli

Sent: Mið 09. Des 2020 10:03
af sigurdur
Ég lenti í sama fyrir stuttu. Dró 20m í rör og var búinn að crimpa held ég 10 sinnum án þess að ná nema 100mb. Kom í ljós að kapallinn var skemmdur.

Re: Hraði á Cat5e kapli

Sent: Mið 09. Des 2020 10:15
af worghal
sigurdur skrifaði:Ég lenti í sama fyrir stuttu. Dró 20m í rör og var búinn að crimpa held ég 10 sinnum án þess að ná nema 100mb. Kom í ljós að kapallinn var skemmdur.
lennti í nákvæmlega þessu, fékk 20 metra hjá félaga mínum og ég held að ég hafi verið kominn niður í 15 metra þegar ég gafst upp að reyna aftur með þann kapal þar sem ég hélt að ég væri að gera eitthvað vitlaust.
kapallinn skemmdur einhverstaðar á leiðinni en mér var reddað af vaktara með nýjum kappli á fínum prís :)

Re: Hraði á Cat5e kapli

Sent: Mið 09. Des 2020 10:40
af jericho
er einhver munur á Cat5e og Cat6 varðandi hraða? Er einmitt með Cat5 heima og þarf að endurnýja til að ná 1Gbps hraða.

Re: Hraði á Cat5e kapli

Sent: Mið 09. Des 2020 10:42
af oliuntitled
Ef það hefur þurft átak við að draga kapalinn í að þá getur hann verið teygður/særður/í sundur á leiðinni.
Bestu leiðirnar til að auðvelda að draga í er talcum púður (helst á nýlegri lagnaleiðum og ef þú ert með plaströr) eða sleipiefni.
Ef það er mikil drulla/ryk/aðrir bits á línuleiðinni (algengt í eldri húsum) að þá virkar langbest að nota sleipiefni, getur annaðhvort keypt spes efni í það eða hreinlega notað uppþvottalög.

Re: Hraði á Cat5e kapli

Sent: Mið 09. Des 2020 11:08
af raggzn
ég dróg kapplana í með gamla á einum endanum og ég á hinum og við smurðum þær með uppþvottalög, en þetta er leiðinda plaströr þannig það má vel vera að þetta hafi skemmst á leiðinni. Prófa að skipta um sykurmola og ef það virkar ekki dreg ég í nýtt ;) Hef ekki heyrt þetta með púðrið, prófa það næst

Re: Hraði á Cat5e kapli

Sent: Mið 09. Des 2020 11:11
af raggzn
jericho skrifaði:er einhver munur á Cat5e og Cat6 varðandi hraða? Er einmitt með Cat5 heima og þarf að endurnýja til að ná 1Gbps hraða.
Miða við mína stuttu rannsóknarvinnu þegar ég var að kaupa kapal þá nei, bara cat6 er aðeins dýrari og með þykkari einangrun fyrir vírana.

Re: Hraði á Cat5e kapli

Sent: Mið 09. Des 2020 11:23
af TheAdder
Munurinn á Cat6 og Cat5e er hraðinn, Cat5e ræður við allt að 1000Mb á undir 30 metrum, annars 100Mb.
Cat6 ræður við 10.000Mb á undir 30 metrum, annars 1000Mb.

Re: Hraði á Cat5e kapli

Sent: Mið 09. Des 2020 15:07
af oliuntitled
cat6 er almennt séð betri lagnakapall, þú getur samt fengið góða cat5 kapla líka.
Flestir eru þó að nota cat6 fyrir future proofing meira en annað

Re: Hraði á Cat5e kapli

Sent: Mið 09. Des 2020 23:55
af einarth
Cat5e tekur 1G í fullri lengd (100m) og hærri hraða á styttri lengdum (jafnvel 10G á 10-20m).

Cat6a tekur 10G í fullri lengd.