Síða 1 af 1
24 + 27 (1080p 144hz) eða 1x 32"?
Sent: Fim 03. Des 2020 15:57
af blitz
Mig langar að uppfæra í 144hz skjá.
Hvernig er að spila leiki á 30-32" skjá? Spila alla flóruna en er mest í Hitman / FPS núna.
Konan vill hafa dual view fyrir vinnuna en segist geta lifað með 1x32" skjá.
Er vitleysa að fara í svona stórann skjá í 1080p @ 144hz?
Er með gtx 2060 super þannig að ég næ líklegast ekki að keyra 1440p @ 144hz?
Re: 24 + 27 (1080p 144hz) eða 1x 32"?
Sent: Fim 03. Des 2020 16:02
af bjornvil
1080p á 30-32" skjá mun líta illa út. Ég mundi segja algjört max 27" fyrir 1080p, helst ekki meir en 24". Bættu við 24" 1080p 144hz skjá og settu hinn sem þú varst með í portrait mode við hliðina. Það er æðislegt að hafa tvo skjái til að vinna á og ég fíla rosalega vel að hafa aukaskjáinn í portrait, en það er ekki allra.
Re: 24 + 27 (1080p 144hz) eða 1x 32"?
Sent: Fim 03. Des 2020 20:52
af Aimar
var að spila hitman á 1x 35" 1920x1080 og siðan á 1x 34" 3440x1440
var með þetta hlið við hlið. augað mitt fann engan mun
Re: 24 + 27 (1080p 144hz) eða 1x 32"?
Sent: Fim 03. Des 2020 20:55
af agust1337
Það væri mjög heimskulegt að kaupa svo stóran skjá sem er aðeins 1080p, sérstaklega ef þú ætlar að vera nálægt honum.
1080p sweat spot er svona cirka 24 tommur.
Ég er persónulega með 1440p 165 hz 27 tommu skjá og það er bara nokkuð gott.
Re: 24 + 27 (1080p 144hz) eða 1x 32"?
Sent: Fim 03. Des 2020 21:01
af SolidFeather
Hvaða skjái ertu að skoða og hvert er budgetið?
Re: 24 + 27 (1080p 144hz) eða 1x 32"?
Sent: Fös 04. Des 2020 07:57
af blitz
Eftir frekari yfirlegu þá hugsa ég að það sé jafnvel bara ástæða til þess að selja þennan 27" skjá sem ég á og fara í 2x24" (þá eins, eða amk mjög svipaða) og setja þá á skjáarma.
100k í þetta hugsa ég - sem er að skila mér einhverju ef þetta er t.d. tekið af b&h photovideo
Re: 24 + 27 (1080p 144hz) eða 1x 32"?
Sent: Fös 04. Des 2020 08:44
af brynjarbergs
Ég er með þennan og sé ekki eftir krónu.
Suma leiki spila ég full screen og aðra windowed með discord öðru megin og vafra hinu megin.
https://mii.is/collections/hljod-og-myn ... monitor-34
Re: 24 + 27 (1080p 144hz) eða 1x 32"?
Sent: Fös 04. Des 2020 08:52
af Hausinn
Mín ráðlegging væri 27'' 144hz IPS skjá sem aðal leikjaskjá og svo annan 27'' skjá sem auka skjá. LG Ultragear hefur fengið góða dóma og er undir 100þús, en hann fæst hvergi.
Edit: sá ekki uppfærsluna fyrir ofan þar sem þú sagðist vilja 2x24''. Fólk hefur verið mjög ánægt með þennan hér:
https://www.tl.is/product/24-led-tolvus ... -1920x1080
Re: 24 + 27 (1080p 144hz) eða 1x 32"?
Sent: Fös 04. Des 2020 09:22
af blitz
Hausinn skrifaði:Mín ráðlegging væri 27'' 144hz IPS skjá sem aðal leikjaskjá og svo annan 27'' skjá sem auka skjá. LG Ultragear hefur fengið góða dóma og er undir 100þús, en hann fæst hvergi.
Edit: sá ekki uppfærsluna fyrir ofan þar sem þú sagðist vilja 2x24''. Fólk hefur verið mjög ánægt með þennan hér:
https://www.tl.is/product/24-led-tolvus ... -1920x1080
Ég flakka fram og til baka - þetta er hræðilegt.
Hugsa að ég selji núverandi 27" og fái 24" lánskjá - þá ætti ég að átta mig á því hvort 2x27" eða 2x24" sé málið.
Þessi póstur hjá mér var örugglega aðeins of bráðlátur en fékk mig til að hugsa!
Re: 24 + 27 (1080p 144hz) eða 1x 32"?
Sent: Fös 04. Des 2020 09:33
af SolidFeather
Eg mæli með að fara í 1440p 27" skjá. Mér finnst mjög þæginlegt að vinna með svoleiðis skjá, allt annað líf heldur en að vera með 2x24" 1080p, bæði fyrir vinnu og leiki.
Ég myndi allaveganna slá 16:9 1080p 30-32" skjái alveg útaf borðinu.