Síða 1 af 1

Hvar fæ ég HDMI Dummy Plug hérlendis?

Sent: Þri 01. Des 2020 20:22
af Njall_L
Veit einhver hvar ég get fengið HDMI dummy plug hérlendis?

Þarf að hafa annaðhvort 1080p @60Hz eða 4k @60Hz support.

Hér og hér eru dæmi um svona gæja.

Einnig ef einhver er að fara að panta á BHPhotoVideo og er til í að leyfa einu svona stykki að fljóta með fyrir mig þá má endilega hafa samband, það er því miður bara vitleysa að panta svona stykki stakt...

Re: Hvar fæ ég HDMI Dummy Plug hérlendis?

Sent: Þri 01. Des 2020 21:00
af Lexxinn
Mundi ekki virka að hafa HDMI snúru tengda í aðra endan við skjákortið og lausa í hinn?

Re: Hvar fæ ég HDMI Dummy Plug hérlendis?

Sent: Þri 01. Des 2020 21:05
af Njall_L
Lexxinn skrifaði:Mundi ekki virka að hafa HDMI snúru tengda í aðra endan við skjákortið og lausa í hinn?
Nei það er ekki nóg, í þessum gæjum er smá rafeindabúnaður sem platar skjákortið til að halda að það sé tengt í skjá. Hingað til hef ég verið að nota aktívan HDMI>>VGA breyti svo það er möguleiki að aktív breytisnúra úr HDMI í eitthvað myndi virka en mig vantar minna stykki heldur en núverandi er vegna breytinga hjá mér.

Re: Hvar fæ ég HDMI Dummy Plug hérlendis?

Sent: Þri 01. Des 2020 21:06
af Dropi
Lexxinn skrifaði:Mundi ekki virka að hafa HDMI snúru tengda í aðra endan við skjákortið og lausa í hinn?
HDMI Dummy plug hermir eftir skjá, þá heldur skjákortið / stýrikerfið að það sé skjár tengdur í tengið.

Ég hef verið að panta þetta frá Amazon UK í töluverðu magni en held að það sé allt búið hjá okkur, ég væri til í að vita hvort þetta sé selt hérna líka einhverstaðar.

Re: Hvar fæ ég HDMI Dummy Plug hérlendis?

Sent: Þri 01. Des 2020 21:14
af Dropi
Þetta gengur líka undir nafninu "EDID Emulator", ætla aðeins að leita og sjá hvort eitthvað finnist

Re: Hvar fæ ég HDMI Dummy Plug hérlendis?

Sent: Þri 01. Des 2020 21:30
af Dropi
Ég myndi prófa að hringja í þessa, þeir eru með vörur á svipuðu sviði og maður veit aldrei hvort þeir lumi á einu:

http://www.elnet.is/vara.aspx?id=498
https://atendi.is/voru-flokkur/rekstrarvara/kaplar/

Svo er þetta box með EDID mode, gætir mögulega forritað inn í það hvaða EDID stillingu sem þú vilt: https://cdn.nedis.com/datasheets/VEXT34 ... 18_web.PDF
En fyrir 9000kr ekki mín uppáhalds lausn.

https://www.computer.is/is/product/brey ... vext3400at

Mynd

Re: Hvar fæ ég HDMI Dummy Plug hérlendis?

Sent: Þri 01. Des 2020 21:39
af Lexxinn
Njall_L skrifaði:
Lexxinn skrifaði:Mundi ekki virka að hafa HDMI snúru tengda í aðra endan við skjákortið og lausa í hinn?
Nei það er ekki nóg, í þessum gæjum er smá rafeindabúnaður sem platar skjákortið til að halda að það sé tengt í skjá. Hingað til hef ég verið að nota aktívan HDMI>>VGA breyti svo það er möguleiki að aktív breytisnúra úr HDMI í eitthvað myndi virka en mig vantar minna stykki heldur en núverandi er vegna breytinga hjá mér.
Já okay, hélt það væri nóg að það væri pluggað í kortið svo það runni hraðar.

Re: Hvar fæ ég HDMI Dummy Plug hérlendis?

Sent: Mið 02. Des 2020 07:33
af B0b4F3tt
Nú er ég orðinn forvitinn. Til hvers er maður að nota svona græju?

Re: Hvar fæ ég HDMI Dummy Plug hérlendis?

Sent: Mið 02. Des 2020 07:53
af Bengal
Ég er reyndar að taka smá af amazon (USA)

https://www.amazon.com/Headless-Display ... 366&sr=8-4

Virkar þetta fyrir þig?

Re: Hvar fæ ég HDMI Dummy Plug hérlendis?

Sent: Mið 02. Des 2020 08:34
af Dropi
B0b4F3tt skrifaði:Nú er ég orðinn forvitinn. Til hvers er maður að nota svona græju?
Ég nota svona græjur til að 'fastsetja' upplausn á tölvunni (með 1080p dummy) þegar tölvur eru settar upp skjálausar, t.d. headless vélar sem keyra einhvernskonar þjónustu á netkerfi. Þá er hægt að remote tengjast vélinni og þú færð enga leiðinlega hegðun á henni sem vill gerast þegar enginn skjár er tengdur. T.d. ef hún skynjar ekki skjá þá getur skjádriverinn defaultað sig á mjög lága (VGA) upplausn.

Í skipum fór þetta að vera mikið notað þegar stór skjákerfi tóku við af hefðbundnum röðum skjáa fyrir framan skipstjórann. Ég hef hannað hluta af eða komið nálægt skjákerfunum í flest-öllum nýju togurunum sem voru smíðaðir frá 2014, þar notum við bæði HDMI dummy plug og pass-through DVI EDID emulators. EDID emulatorinn er til þess að fastsetja útgangsupplausn þegar við erum að skipta á milli 1440p og 1080p skjáa. Stór KVM kerfi þurfa líka slatta af svona, þegar tölvan er ekki 'valin' af KVM switchinum þá getur allur hugbúnaður sem keyrir á skjákortinu krassað við það að skjárinn skyndilega 'dettur út'.

Re: Hvar fæ ég HDMI Dummy Plug hérlendis?

Sent: Mið 02. Des 2020 09:09
af Njall_L
Dropi skrifaði:Ég myndi prófa að hringja í þessa, þeir eru með vörur á svipuðu sviði og maður veit aldrei hvort þeir lumi á einu:
https://atendi.is/voru-flokkur/rekstrarvara/kaplar/
BINGÓ! Atendi eiga til 1stk af þessu hjá sér. Takk kærlega!

Re: Hvar fæ ég HDMI Dummy Plug hérlendis?

Sent: Mið 02. Des 2020 09:14
af Njall_L
Lexxinn skrifaði:
Njall_L skrifaði:
Lexxinn skrifaði:Mundi ekki virka að hafa HDMI snúru tengda í aðra endan við skjákortið og lausa í hinn?
Nei það er ekki nóg, í þessum gæjum er smá rafeindabúnaður sem platar skjákortið til að halda að það sé tengt í skjá. Hingað til hef ég verið að nota aktívan HDMI>>VGA breyti svo það er möguleiki að aktív breytisnúra úr HDMI í eitthvað myndi virka en mig vantar minna stykki heldur en núverandi er vegna breytinga hjá mér.
Já okay, hélt það væri nóg að það væri pluggað í kortið svo það runni hraðar.
Þetta kemur hraðanum á kortinu nú ekkert við...
B0b4F3tt skrifaði:Nú er ég orðinn forvitinn. Til hvers er maður að nota svona græju?
Dropi kom með nokkur dæmi um notkun fyrir þessi stykki. Ég er sjálfur með turntölvu inni í fataskáp sem er ekki tengd í skjá, lyklaborð eða mús og er að keyra hana "headless". Síðan fjartengist ég tölvunni með forriti sem heitir Parsec en það notar display capture sem streymi og því þarf að vera skjár tengdur við tölvuna til að það forrit virki. Þá koma svona stykki sterk inn til að búa til fake-skjá. Með þessu get ég spilað tölvuleiki og keyrt þyngri forrit á ískaldri ultrabook vél uppi í sófa eða hvar sem er í rauninni.

Re: Hvar fæ ég HDMI Dummy Plug hérlendis?

Sent: Mið 02. Des 2020 09:15
af Njall_L
Bengal skrifaði:Ég er reyndar að taka smá af amazon (USA)

https://www.amazon.com/Headless-Display ... 366&sr=8-4

Virkar þetta fyrir þig?
Takk fyrir boðið en málinu er að öllum líkindum reddað