Var panta Airpods líka á afslætti hjá Síminn Pay, 10% off, 24.291 í staðin fyrir 26.990.
Tips? Umkvörtunarefni?
Tricks? Undurverk? Íslenskar ráðleggingar?
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 07:10
af mainman
Fínt stýrikerfi í þessu en þú þarft að venjast því að eiga alltaf síma með brotnum skjá, overpriced hardware og tækni gærdagsins.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 07:11
af stinkenfarten
Já, þú ert basically að kaupa less for more ef þú keypir iphone.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 08:05
af zetor
mainman skrifaði:Fínt stýrikerfi í þessu en þú þarft að venjast því að eiga alltaf síma með brotnum skjá, overpriced hardware og tækni gærdagsins.
Er þetta rétt?
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 08:22
af Njall_L
zetor skrifaði:
mainman skrifaði:Fínt stýrikerfi í þessu en þú þarft að venjast því að eiga alltaf síma með brotnum skjá, overpriced hardware og tækni gærdagsins.
Er þetta rétt?
Nei, heldur mikil fullyrðing. Brjótum þetta aðeins niður.
"Venjast því að eiga alltaf síma með brotnum skjá" - Nei? Ekki frekar en maður á að venjast því að eiga Android síma með brotnum skjá, ef þú missir símann þinn er séns að hann brotni. Alveg sama hvort það standi á honum Apple, Samsung, OnePlus eða eitthvað annað.
"Overpriced hardware" - Já og nei. Vissulega er "Apple tax" til og tækin þeirra kosta yfirleitt meira en sambærilegir Android símar en á móti fær maður í öllum tilfellum premium hardware og ótrúlega gott software support um komandi ár.
"Tækni gærdagsins" - Erfitt að leggja beint mat á þetta en já, iPhone SE er ekki með neina "bleeding edge" tækni og nýja fídusa en það er heldur ekki það sem hann er hugsaður til að vera. iPhone SE hefur alltaf verið hugsaður sem entry-level síminn í eldra boddýi, með eldri skjá en með góða myndavél og flottasta CPU sem Apple framleiðir þegar hann kemur út.
Sjálfur er ég iPhone notandi á þriðja iPhoneinum hjá mér (skipti á tveggja ára fresti) og hef verið ánægðari með alla þá iPhone heldur en Android símana sem ég átti þar á undan og borga því "Apple Tax" skælbrosandi annað hvert ár. Þessi tæki virka bara og fyrir daily-driver skiptir það mig meira máli heldur en að geta rootað hann eða sett in einhverja themes sem ég fann á rússnensku spjallborði...
En fyrir OP. Myndi skoða Apple Pay þegar þú færð hann í hendurnar, hef sjálfur ekki farið með veskið út úr húsi síðan það var virkjað hérlendis.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 08:38
af mainman
Þáðlaus hleðsla. 2-3 árum á eftir öðrum.
Þu getur ekki notað símann þinn til að hlaða headsettið þitt með þráðlausu. það er tækni sem var kominn hjá Samsung fyrir næstum tvemur árum síðan.
Þú færð ekki 5G síma. Ég er búinn að vera með 5G í næstum hálft ár og ég get ekki séð að það bóli neitt á því hjá Apple.
Ég gæti haft rangt fyrir mér í einhverjum atriðum en mér sýnist að síðan Steve Jobs fór þá hafi Iphone aldrei komið með neitt groundbraking.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 08:42
af Zethic
mainman skrifaði:Þáðlaus hleðsla. 2-3 árum á eftir öðrum.
Þu getur ekki notað símann þinn til að hlaða headsettið þitt með þráðlausu. það er tækni sem var kominn hjá Samsung fyrir næstum tvemur árum síðan.
Þú færð ekki 5G síma. Ég er búinn að vera með 5G í næstum hálft ár og ég get ekki séð að það bóli neitt á því hjá Apple.
Ég gæti haft rangt fyrir mér í einhverjum atriðum en mér sýnist að síðan Steve Jobs fór þá hafi Iphone aldrei komið með neitt groundbraking.
Þetta innlegg nokkurn megin tekur saman alla þessa samsung gæja sem hata apple. Fullt. Af. Heimskulegum. Skít.
Augljóst að þú hefur ekki einu sinni kynnt þér iPhone
Bókstaflega það fyrsta sem þú sérð ef þú ferð hingað https://www.apple.com/iphone-12/
En til OP. Fáðu þér síma sem þér líður vel með. Ég skipti yfir í iPhone fyrir ekki löngu síðan og líður miklu betur með iPhone. Ekkert vesen, sem er fínt þegar vinnan manns gengur út á vesen
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 08:48
af Dropi
Njall_L skrifaði:"Venjast því að eiga alltaf síma með brotnum skjá" - Nei? Ekki frekar en maður á að venjast því að eiga Android síma með brotnum skjá, ef þú missir símann þinn er séns að hann brotni. Alveg sama hvort það standi á honum Apple, Samsung, OnePlus eða eitthvað annað.
Verið var að vitna í viðgerðarpólisíu Apple þar sem ef þú skiptir um einhvern íhlut sjálfur, sama hvaða íhlutur það er, mun síminn aldrei virka rétt. Það er þess vegna bara hægt að fá nýjann skjá hjá Apple sjálfum fyrir morð prís, svo dýrt er það að flestir láta sig frekar eiga það að vera með skjáinn brotinn þar til þeir uppfæra eftir X ár. Ef þú kaupir 3rd party skjá geta ýmsir hlutir hætt að virka, s.s. skynjarar og skjábirta. Apple þurfa að "authoriza" viðgerðina í hvert skipti í kerfi sem bara þeir hafa aðgang að.
Mikið ódýrara að skipta um skjá á Android símum, ég hef gert það nokkrum sinnum fyrir uþb 10-15.000kr í efni. Í eitt skiptið var síminn sendur til Póllands (frá Englandi, OnePlus) og tilbaka okkur að kostnaðarlausu, með nýja skjánum kostaði það um 14.000kr.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 08:49
af Njall_L
mainman skrifaði:Þáðlaus hleðsla. 2-3 árum á eftir öðrum.
Þu getur ekki notað símann þinn til að hlaða headsettið þitt með þráðlausu. það er tækni sem var kominn hjá Samsung fyrir næstum tvemur árum síðan.
Þú færð ekki 5G síma. Ég er búinn að vera með 5G í næstum hálft ár og ég get ekki séð að það bóli neitt á því hjá Apple.
Ég gæti haft rangt fyrir mér í einhverjum atriðum en mér sýnist að síðan Steve Jobs fór þá hafi Iphone aldrei komið með neitt groundbraking.
"Þáðlaus hleðsla. 2-3 árum á eftir öðrum." - Þráðlausa hleðslan kom vissulega seinna en hjá flestum en þegar hún kom, þá var hún góð en ekki eitthvað beta project. Sem dæmi hleður þráðlaus hleðsla í iPhone 12/Pro á allt að 15W á meðan Samsung styður 10W+. Ber saman þessi tvö merki þar sem þau eru stóru leikmennirnir á okkar vestræna markaði. Sé ekki hvernig þessi tækni hjá Apple á að vera eftir öðrum, myndi meira að segja segja að Apple séu skrefinu framar með Magsafe seglunum sem staðsetja símann alltaf fullkomlega á Magsafe þráðlausu hleðslutæki.
"Þu getur ekki notað símann þinn til að hlaða headsettið þitt með þráðlausu" - Hárrétt! Þetta er ekki hægt, eins og er. En það bendir allt til þess að iPhone 12/Pro/Mini allavega muni bjóða upp á þennan fídus með software uppfærslu. Ekki komið á hreint hvort þetta verði samt í boði á eldri tækjum.
"Þú færð ekki 5G síma. Ég er búinn að vera með 5G í næstum hálft ár og ég get ekki séð að það bóli neitt á því hjá Apple." - Allar útgáfur af iPhone 12 sem komu út árið 2020 eru með 5G.....
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 08:51
af Dropi
Njall_L skrifaði:Sé ekki hvernig þessi tækni hjá Apple á að vera eftir öðrum, myndi meira að segja segja að Apple séu skrefinu framar með Magsafe seglunum sem staðsetja símann alltaf fullkomlega á Magsafe þráðlausu hleðslutæki.
Apple hættu að nota MagSafe þegar þeir fóru í USB-C á fartölvunum og hafa aldrei notað Magsafe á iPhone. Ég elskaði Magsafe tölvuna mína.
Edit: Afsakið, hugsaði ekki að þið voruð að tala um þráðlaus hleðslutæki.
Edit2: Þráðlaus hleðsla er pointless.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 08:55
af Njall_L
Dropi skrifaði:
Njall_L skrifaði:Sé ekki hvernig þessi tækni hjá Apple á að vera eftir öðrum, myndi meira að segja segja að Apple séu skrefinu framar með Magsafe seglunum sem staðsetja símann alltaf fullkomlega á Magsafe þráðlausu hleðslutæki.
Apple hættu að nota MagSafe þegar þeir fóru í USB-C á fartölvunum og hafa aldrei notað Magsafe á iPhone. Ég elskaði Magsafe tölvuna mína.
Magsafe kom aftur á iPhone 12 svo jú, Apple hafa notað og eru að nota Magsafe á iPhone
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 08:57
af Dropi
Njall_L skrifaði:
Dropi skrifaði:
Njall_L skrifaði:Sé ekki hvernig þessi tækni hjá Apple á að vera eftir öðrum, myndi meira að segja segja að Apple séu skrefinu framar með Magsafe seglunum sem staðsetja símann alltaf fullkomlega á Magsafe þráðlausu hleðslutæki.
Apple hættu að nota MagSafe þegar þeir fóru í USB-C á fartölvunum og hafa aldrei notað Magsafe á iPhone. Ég elskaði Magsafe tölvuna mína.
Magsafe kom aftur á iPhone 12 svo jú, Apple hafa notað og eru að nota Magsafe á iPhone
Passar, þeir eru svo umhverfisvænir að endurnýta 15 ára gömul trademarks. Var aðeins of snöggur með commentið.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 09:00
af GuðjónR
Með AppleID þá getur þú loggað þig inn á iCloud og skipulagt myndirnar þínar og allskonar og það er í sync við símann þinn.
Fyrir $1.23 á mánuði ferðu úr 5GB í 50GB. https://www.icloud.com
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 09:22
af netkaffi
mainman skrifaði:Fínt stýrikerfi í þessu en þú þarft að venjast því að eiga alltaf síma með brotnum skjá, overpriced hardware og tækni gærdagsins.
rofl
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 09:24
af oliuntitled
Var harður android maður en með increasing bloatware dóti að þá prófaði ég iphone 7 og hef ekki snúið til baka.
Ef þú ert klaufskur einsog ég þá mæli ég með því að setja hann í protective tösku/cover sem gefur þér bezel útfyrir skjáinn (ég hef misst mína svo oft en það sér ekki á þeim þökk sé protective cover). (https://i.imgur.com/a0vo7Vl.png <-- eitthvað sambærilegt sem gefur þér bezel útfyrir)
Ekki búast við að fá öll öppin sem þú fékkst á android en myndi segja að þú fáir um 90% af þeim sömu á ios og hin 10% voru annaðhvort óþarfi eða færð sambærileg frá öðrum framleiðendum/fyrirtækjum.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 09:43
af stinkenfarten
Dropi skrifaði:
Njall_L skrifaði:"Venjast því að eiga alltaf síma með brotnum skjá" - Nei? Ekki frekar en maður á að venjast því að eiga Android síma með brotnum skjá, ef þú missir símann þinn er séns að hann brotni. Alveg sama hvort það standi á honum Apple, Samsung, OnePlus eða eitthvað annað.
Verið var að vitna í viðgerðarpólisíu Apple þar sem ef þú skiptir um einhvern íhlut sjálfur, sama hvaða íhlutur það er, mun síminn aldrei virka rétt. Það er þess vegna bara hægt að fá nýjann skjá hjá Apple sjálfum fyrir morð prís, svo dýrt er það að flestir láta sig frekar eiga það að vera með skjáinn brotinn þar til þeir uppfæra eftir X ár. Ef þú kaupir 3rd party skjá geta ýmsir hlutir hætt að virka, s.s. skynjarar og skjábirta. Apple þurfa að "authoriza" viðgerðina í hvert skipti í kerfi sem bara þeir hafa aðgang að.
Mikið ódýrara að skipta um skjá á Android símum, ég hef gert það nokkrum sinnum fyrir uþb 10-15.000kr í efni. Í eitt skiptið var síminn sendur til Póllands (frá Englandi, OnePlus) og tilbaka okkur að kostnaðarlausu, með nýja skjánum kostaði það um 14.000kr.
Það er youtube vídeó af einhverjum sem keypti tvo, glænýja iphone 12, og skipti um nokkra íhluti, batterí og móðurborð held ég og einhvað annað. Þótt þetta voru genuine, glænýjir partar, virkuðu símarnir ekki. Myndavélin og fingraskanninn heldur ekki minnir mig.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 09:46
af Dropi
stinkenfarten skrifaði:Það er youtube vídeó af einhverjum sem keypti tvo, glænýja iphone 12, og skipti um nokkra íhluti, batterí og móðurborð held ég og einhvað annað. Þótt þetta voru genuine, glænýjir partar, virkuðu símarnir ekki. Myndavélin og fingraskanninn heldur ekki minnir mig.
Rétt, ég sá þetta myndband. Tók tvo, alveg eins, glænýja úr kassanum og prófaði að færa hluti á milli. Ekkert virkaði sem skyldi því að hlutirnir þekkja ekki hvorn annan. Eingöngu Apple geta fært íhluti á milli síma.
Þetta er ekkert nýtt, menn eins og Louis Rossmann eru búnir að vara við þessari þróun - sérstaklega hjá Apple en líka hjá öðrum - í mörg ár.
Ekki einu sinni rafhlöðuna.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 09:52
af Jón Ragnar
Leiðist svona beef.
Þetta eru bara símar. Vill svo heppilega til að Apple eru superior þegar kemur að símum
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 09:57
af Dropi
Jón Ragnar skrifaði:Leiðist svona beef.
Þetta eru bara símar. Vill svo heppilega til að Apple eru superior þegar kemur að símum
Maður myndi vona það, dýrasti síminn þeirra kostar 219-279.900kr hjá Epli. Sá ódýrasti kostar 10k minna en Android flagship.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 10:14
af mainman
Haha!.
Þið eruð ógeðslega fyndnir.
Þetta var eins og varpa sprengju inn í samkomuhús eða labba inn hjá strangtrúuðum múslimum og teikna skopmynd af Muhamed
Ég fór bara og sótti mér popp og kók eftir að ég setti inn þessa færslu
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 10:15
af Dropi
Jón Ragnar skrifaði:Þú ert að bera saman samt svo ólík tæki.
Alltaf hægt að kaupa dýrasta tækið en það sem allir eru að rokka er um 100-130k frá Apple.
Ég er að bera saman á verði - eins og við gerum dag inn og dag út á (Verð) Vaktinni.
Menn eiga ekki að einblína sig á framleiðanda, ég notaði auðvitað sem Xiaomi dæmi því þeir koma best út í dag á value. Fyrir 5 árum var það OnePlus. Þar áður var það sennilega Samsung og þar áður voru iPhone eina vitið. Ég lít á mig sem Android notanda, ekki Xiaomi/Samsung/OnePlus notanda. Framleiðanda market share er villandi statistic til að nota til rökstuðningar og gefur bara til kynna hvað fólk er gjarnt á að festa sig við ákveðið vörumerki frekar en ágæti vörunnar hverju sinni. https://gs.statcounter.com/os-market-sh ... le/iceland
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?
Sent: Þri 01. Des 2020 10:25
af rapport
Er með tvö iphone unglinga og skjárin endist ekkert á þesssu hjá þeim, veit ekki hversu oft Viss og heimilistrygginagrnar hafa þurft að kicka inn í + ef ég hef verið erlendis þá hef ég látið gera við þar því það er miklu ódýrara og fljótlegra.
Mín eldri fékk gamlan S8 frá mér sem ég hætti að nota því það var echo hljóð vandamál (fór í ódýran Motorola OneVision sem er bara fínn)
Hún var með Iphone 8 sem dó, líklega vegna brotinns skjás, hann hætti að kveikja á sér.
Hún á erfitt með að viðurkenna hversu ánægð hún er með símann, allt nema snapchat selfie cam flassið s.s. þegar skjárinn er flassið. Hún er núna búin að vera með hann í 4 mánuði og þrátt fyrir að vera EDGE skjár, þá er ekkert búið að brotna.
Yngri er svo nýbúin að fá sér iphone SE sem var safnað fyrir í marga mánuði, skjárinn dugði í rétt rúma 2 mánuði.
Það er fáránlega mikið af fólki sem er svo snobbað að þurfa iphone en notar hann svo árum saman með brotinn skjá, eins subbulegt og það er.
Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?