Síða 1 af 1
Bestu "Gaming" heyrnatól
Sent: Mán 30. Nóv 2020 21:08
af danniornsmarason
Hvaða heyrnatól mæli þið með fyrir leiki og tónlist?
Er að leita mér af einhverju á sirka 20k.
Nota ekki mic þannig það er ekki must en betra að hafa ef ég skildi þurfa að nota hann(þarf alls ekki að vera "besti micinn")
Hef verið að skoða steelseries arctis 5 og Corsair HS70 Pro en vildi fá ykkar skoðun og reynslu aður en ég ákveð
Re: Bestu "Gaming" heyrnatól
Sent: Mán 30. Nóv 2020 21:16
af Hausinn
Ef þú þarft ekki mic er betra að kaupa bara góð "venjuleg" heyrnatól frekar en eitthvað gaming gubb og hafa síðan utanliggjandi mic skildir þú þurfa að grípa í einn. Hvaða heyrnatól þú velur fer dálítið eftir smekk; ég er sjálfur með Sennheiser HD600 sem hefur mjög skýrt hljóð en auman bassa, sem ég er meira fyrir.
Re: Bestu "Gaming" heyrnatól
Sent: Mán 30. Nóv 2020 21:18
af Tjara
Sjálfur nota ég Logitech G PRO X, keypti þau líka fyrir konuna og erum við bæði hæstánægð með þau. Eru á díl núna hjá Elko út daginn.
https://elko.is/logitech-g-pro-x-gaming-headset
Re: Bestu "Gaming" heyrnatól
Sent: Mán 30. Nóv 2020 21:29
af Dr3dinn
Hef farið í gegnum marga framleiðendur enda alltaf aftur í sennheiser... eina sem endist umfram 5ár...
Re: Bestu "Gaming" heyrnatól
Sent: Mán 30. Nóv 2020 21:34
af GuðjónR
Ég get ekki svarað þér hver eru best því ég veit það ekki.
En ég hef átt Sennheiser One í mörg ár og þau eru fín.
https://elko.is/sennheiser-g4me-one-heyrnartol-svort
Re: Bestu "Gaming" heyrnatól
Sent: Mán 30. Nóv 2020 21:47
af netkaffi
Ef við setjum frá mic, er ekki "gaming" þegar kemur að heyrnatólum bara í besta falli aesthetic, í versta falli sölutrikk?
Re: Bestu "Gaming" heyrnatól
Sent: Mán 30. Nóv 2020 21:52
af Hjaltifr123
Af öllum þeim heyrnatólum sem ég hef notað þá hafa Sennheiser alltaf staðið uppúr. Hef notað með GSP 300 í nokkur ár og þau hafa ekki klikkað. Þó þau séu kannski ekki þau bestu og komnar nýrri týpur í dag þá hef ég ekki séð ástæðu til að uppfæra.
Re: Bestu "Gaming" heyrnatól
Sent: Mán 30. Nóv 2020 22:02
af audiophile
Með því betra sem þú færð í dag er Sennheiser PC38x gegnum drop.com
https://www.head-fi.org/threads/drop-x- ... 8x.942921/
Kosta samt meira en þú verðbil sem þú setur og tekur tíma að fá þau til landsins þannig að það er kannski lítil hjálp í mér
Annars fíla ég ágætlega Hyperx Cloud II og Sennheiser GSP 301 á lægra verðbili.
Re: Bestu "Gaming" heyrnatól
Sent: Þri 01. Des 2020 00:00
af dabbihall
ég hef verið að nota gamezero síðan 2015, mjög góð
Re: Bestu "Gaming" heyrnatól
Sent: Þri 01. Des 2020 01:08
af kjartanbj
Ég hef verið að nota einhver HyperX heyrnartól með mic sem er hægt að taka af , búin að duga mér fínt í 4+ ár , konan með svoleiðis líka
Re: Bestu "Gaming" heyrnatól
Sent: Þri 01. Des 2020 01:27
af oskar9
Gerði vel við mig fyrir 2 árum og keypti Sennheiser GSP 500, gott sound og vel byggð.
En alls ekki þægileg, er með frekar stóran haus og þau klemma mjög þétt á eyrun
Og ég fékk djúpt far nánast ofan í höfuðkúpu þau sitja svo þungt á manni.
Seldi þau og fékk mér Steelseries Arctis 5 og just wow, ég gleymi því að þau séu hausnum á mér.
Mæli hiklaust með þessum Arctis heyrnartólum sem eru með "ski band" teygjunni
Arctis 5,7,9 eða Pro
Re: Bestu "Gaming" heyrnatól
Sent: Þri 01. Des 2020 02:21
af netkaffi
oskar9 skrifaði:En alls ekki þægileg, er með frekar stóran haus og þau klemma mjög þétt á eyrun
Og ég fékk djúpt far nánast ofan í höfuðkúpu þau sitja svo þungt á manni.
Seldi þau og fékk mér Steelseries Arctis 5 og just wow, ég gleymi því að þau séu hausnum á mér
takk fyrir þetta. mér finnst mikilvægara að heyrnatól séu þægileg heldur en einhver hljóðmunur sem ég heyri tbh
Re: Bestu "Gaming" heyrnatól
Sent: Þri 01. Des 2020 11:40
af danniornsmarason
Takk fyrir svörin! Ég hef einmitt prófað arctis og fannst þau vera mjög þægileg og eru ekki hryllilega ljót eins og flest "gaming" heyrnartól og einmitt hægt að fela micinn, lýst síðan lika vel á sennheiser,
Síðan er líka pæling hvort það sé þess virði að fara í þráðlaust, eru þið með einhverja reynslu a þvi?
Re: Bestu "Gaming" heyrnatól
Sent: Þri 01. Des 2020 11:53
af Hausinn
danniornsmarason skrifaði:Síðan er líka pæling hvort það sé þess virði að fara í þráðlaust, eru þið með einhverja reynslu a þvi?
Prufaði einu sinni að fara þá leið með Sennheiser GSP 670. Var ekki að fíla það nógu vel; var of viðkvæmt fyrir hljóðgöllum. Endaði með því að færa mig aftur í HD600 + heyrnatólamagnara.
Re: Bestu "Gaming" heyrnatól
Sent: Þri 01. Des 2020 14:41
af ÓmarSmith
Myndi mæla með HyperX Cloud Core.( Ekkert surround gimmick )
Tók þau óvart eiginlega fyrir c.a 3 árum og nota þau mikið daglega.
Trúi því ekki að þú fáir betra sound fyrir peninginn.
Re: Bestu "Gaming" heyrnatól
Sent: Þri 01. Des 2020 14:59
af oliuntitled
Ég og konan erum með Arctis 7 wireless, þau eru mjög góð, þægileg og hæfilega stór.
Er mjög sáttur með þau í gaming, en er með Pioneer HDJ-X10 fyrir tónlistina og plötusnúðun sem er bara með aðrar kröfur
Re: Bestu "Gaming" heyrnatól
Sent: Þri 01. Des 2020 17:05
af kjartanbj
ÓmarSmith skrifaði:Myndi mæla með HyperX Cloud Core.( Ekkert surround gimmick )
Tók þau óvart eiginlega fyrir c.a 3 árum og nota þau mikið daglega.
Trúi því ekki að þú fáir betra sound fyrir peninginn.
Við erum með HyperX Cloud 2, búin að eiga í svona 4 ár eða eitthvað, solid
Re: Bestu "Gaming" heyrnatól
Sent: Þri 01. Des 2020 17:21
af L0ftur
Arctis 7 wireless er algjörlega málið
Re: Bestu "Gaming" heyrnatól
Sent: Þri 01. Des 2020 20:59
af Sallarólegur
Mæli líka með þráðlausum... allt annað líf að hafa ekkert togandi í mann og geta skotist inn í eldhús án þess að spá í neinu snúruveseni