Síða 1 af 1

Uppsetning á Windows XP með S-ATA disk.

Sent: Fim 09. Jún 2005 18:29
af vldimir
Ég er núna búinn að vera reyna í tvo tíma að setja upp Windows XP á S-ATA disk. Ég sótti mér leiðbeiningar og fór eftir þeim og allt gekk mjög vel, ég kláraði að formatta diskinn og svo restartaði vélin sér, svo alltaf eftir það hefur yfirleitt komið "Press any key to boot from cd"(allavega á IDE-diskunum minum og á S-ATA diskum hjá öðrum sem ég þekki) allavega, maður hefur alltaf sleppt því að ýta á eitthvern takka til að koma sér inn í setupið á win xp, en það vill svo ég fæ aldrei þetta "press any key to boot from cd" þannig ég fer alltaf aftur og aftur og aftur inn í setupið þar sem maður formattar diskinn.

[edit] betur orðað [/edit] Þegar maður er að byrja formatta fær maður alltaf gluggan með valmyndinni "Press any key to boot from cd" Þá ýtir maður á eitthvern takka, velur harðadisk til að formatta og setja upp XP á svo restartar vélin sér, aftur fær maður valmöguleikan "press any key to boot from cd" en núna þá sleppur maður því að ýta og fer beint í Windows XP setupið sjálft. Ég fæ aldrei þetta "press any key to boot from cd" og fer alltaf beint í upphafs setupið þar sem ég vel harðadisk til að formatta og formatta hann.

Ég er með boot sequnce í réttri röð að ég held.

1. cdrom
2. hardrive
3. usb-floppy(er ekki með usb floppy þetta hefur bara alltaf verið nr3 i boot sequence)

Ég er ekki með floppy diskinn í þegar vélin restartar sér og þetta er 74gb Raptor S-ATA diskur.

Hjálp væri vel þegin sem fljótast.

Takk.

Sent: Fim 09. Jún 2005 18:50
af gnarr
settu hd númer 1 í boot sequence.

Sent: Fim 09. Jún 2005 19:13
af vldimir
Virkaði ekki, núna finn ég ekki einu sinni lengur hd'inn, fæ bara þegar ég ætla fara formata diskinn "no hard drive could be found"

Mikið hrikalegt vesen er að formatta þessa s-ata diska. Bæði að fikta í BIOS og þarft líka að hafa floppy drif og diskettu.

Mæli eindregið með að þið stjórnendur setjið upp leiðbeiningar með hvernig eigi að setja upp Windows á S-ATA disk.

[edit] profaði að breyta aftur 1. í cdrom og 2. í hd breytti engu kemur áfram bara "no hard drive found installed on your computer"

Sent: Fim 09. Jún 2005 19:45
af fallen
ég formattaði minn 74gb raptor bara gegnum windows þegar ég var með með sett upp á stóra diskinn, svo unpluggaði ég stóra og setti win á raptorinn.. þurfti ekki að nota floppy eða neitt, eina sem var smá bras var að ég þurfti að setja "Disc access mode" í 'Large' í bios til að komast áfram í 'alvöru' windows setupið..
geturu ekki pluggað disknum í eitthverja vél og formatað hann gegnum Disk Management ? :O

Sent: Fös 10. Jún 2005 00:03
af gnarr
vldimir skrifaði: Mæli eindregið með að þið stjórnendur setjið upp leiðbeiningar með hvernig eigi að setja upp Windows á S-ATA disk.
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=8433

Nr.2 ;)

Annars hljómar þetta eins og diskurinn sé bilaður.

Ertu viss um að þú hafir sett inn rétta sata drivera í byrjuninni á setupinu?