Síða 1 af 1

Tengja myndlykil við router

Sent: Lau 28. Nóv 2020 12:18
af Black
Góðan dag

Ég er með EdgerouterX í tengiskáp hjá mér sem sér um öll fasttengd tæki á heimilinu, svo er ég með fasttengdan Asus RT-AC68U inní stofu sem er settur upp sem AP þar tengi ég sjónvarpið og allar græjur tengt því.
Núna var ég að sækja myndlykil frá Vodafone sem þarf að tengjast beint við ljósleiðaraboxið en eina snúrann sem er í stofunni er nú þegar í notkun, fyrir RT-AC68U Er eina leiðinn fyrir mig að draga auka snúru fyrir myndlykilinn eða er einhver önnur lausn.

Re: Tengja myndlykil við router

Sent: Lau 28. Nóv 2020 12:39
af Vaktari
Annaðhvort færa asus græjuna og tengja myndlykilinn i staðinn.
Draga i aðra snúru
Fá þér apple tv?
Chromecast?
Nota bara stoð 2 appið

Re: Tengja myndlykil við router

Sent: Lau 28. Nóv 2020 13:18
af hagur
Getur líka splittað kaplinum sem liggur inn í stofu og sett tvo RJ45 á hvorn enda. Þá notar hvor um sig bara tvö pör af vírum. En þú færð þá bara 100mbit yfir hvorn um sig, sem dugar reyndar vel fyrir afruglarann en verður líklega flöskuháls fyrir WIFI-ið í Asus græjunni.

Re: Tengja myndlykil við router

Sent: Lau 28. Nóv 2020 13:28
af Vaktari
Dragðu bara kapal í og sleppa ollu skitamixi
Til hvers að splitta kapli niður i tvennt til að fa bara 100 meikar ekkert sense. Þegar þú ert með 1 gíg inn til þin

Re: Tengja myndlykil við router

Sent: Lau 28. Nóv 2020 14:05
af Black
Vaktari skrifaði:Annaðhvort færa asus græjuna og tengja myndlykilinn i staðinn.
Draga i aðra snúru
Fá þér apple tv?
Chromecast?
Nota bara stoð 2 appið
Skoðaði Apple TV lausnina, held ég skili bara þessum myndlykli og kaupi AppleTV.
Takk fyrir ráðinn :)