Síða 1 af 1

Hugmynd að tölvuskjá handa stráknum

Sent: Mið 25. Nóv 2020 15:11
af B0b4F3tt
Sælir Vaktarar

Ég er að leita að tölvuskjá handa stráknum (15 ára). Hann er í dag með einhvern afdanka 24" skjá keyptur 1700 og súrkál. Hann er nú ekki mikið að spila CoD eða CsGO eða svoleiðis leiki en gæti spilað eitthvað svoleiðis í framtíðinni. Þannig að þetta þarf ekki að vera eitthvað 240hz plús skjár. Hann er heldur ekki með neitt rosalega nýmóðins tölvu. En í henni er Nvidia 1060 6Gb.

Budgetið er svona sirka 50-70 þúsund og alls ekki neinir 4K skjáir. Max stærð væri líklega 27".

Í hverju eru góð kaup í dag?

Kv. Elvar

Re: Hugmynd að tölvuskjá handa stráknum

Sent: Mið 25. Nóv 2020 15:40
af skari10
Þessir eru mjög flottir. Mæli með þeim
https://elko.is/gaming/leikjaskjair/ace ... umhx1eep01
https://www.computer.is/is/product/skja ... -dvi-144hz
Það verða tilboð á computer.is á mánudaginn svo ég mæli með að næla í Asus ef hann fer á gott verð

Re: Hugmynd að tölvuskjá handa stráknum

Sent: Mið 25. Nóv 2020 15:49
af Dr3dinn
Fínir skjáir á útsölum 144/165/240hz (lower tier) skjáir á þessu budgeti...

Tolvutek með nokkra 25-27"

Hægt að fá flotta 32" 144hz á fínum verðum.. myndi bara vera vakandi á föstudag og á cyber mánudag.

Ef hann er bara í skotleikjum dugar 1060 ágætlega ef hann er paraður með góðum örgjörva (csgo) ... og þá gæti flottur 240hz skjár verið að alveg dúndur setup :)

Re: Hugmynd að tölvuskjá handa stráknum

Sent: Mið 25. Nóv 2020 16:20
af Sallarólegur

Re: Hugmynd að tölvuskjá handa stráknum

Sent: Mið 25. Nóv 2020 16:32
af Dr3dinn
Wow, vel spottað vinur! ég er sko ekki sallarólegur eftir 32" skjáinn, en er hann 1ms? ég næ ekki þessu info hjá þeim :)
Pixel Response Time 1ms (with MPRT) / 4 ms (Extreme mode) / 6 ms (Typical mode) / 14 ms (off mode) - hvað þýðir þetta ? :)