Síða 1 af 1

B460 chipset vs Z490

Sent: Sun 22. Nóv 2020 15:14
af ÓmarSmith
Daginn Vaktarar.

Er eitthvað sem mælir gegn þessu borði hér ?
https://www.gigabyte.com/Motherboard/B4 ... -rev-10#kf

Og fyrir fólk sem er ekki að yfirklukka, er þá eitthvað alvöru gain í dýrara borði ? ( Z490 týpum )

Re: B460 chipset vs Z490

Sent: Sun 22. Nóv 2020 18:46
af jonsig
Fer eftir hvaða cpu þú ætlar að nota í B460. Venjulega er VRM hlutinn í þeim ekkert sérlega afkastamikill, þetta borð er 4+2 VRMs sem segir voða lítið í raun hvað borðið þolir því framleiðendur eru að nota allskonar útfærslur af þessum buck converterum. Spurning hvort hardware unboxed á YT hafi chekkað hitatölurnar á þessu með einhverjum decent cpu.