Síða 1 af 1

Bilað PSU í Unifi switch (US-16-150W) Hvað er til ráða ?

Sent: Lau 14. Nóv 2020 10:17
af gtice
Góðan daginn vaktarar,

Bilað PSU í Unifi Switch - Lyktar illa. Hvað er til ráða ?

Við fjölskyldan vöknuðum við ekkert netsamband í morgun, öryggi hafði slegið út fyrir veggskápinn í bílskúrnum og switchinn bilaður.
Ég er búinn að opna hann og ég er mjög viss um að það er bundið við PSU-ið sem er innbyggt. Nú rann hann úr ábyrgð fyrir nokkrum mánuðum.

Eru menn að laga aflgjafann eða skipta um ? - Eitthvað sem er hægt að gera innan dagsins á laugardegi ? ;)

Re: Bilað PSU í Unifi switch (US-16-150W) Hvað er til ráða ?

Sent: Lau 14. Nóv 2020 12:24
af jonsig
gtice skrifaði:Góðan daginn vaktarar,

Bilað PSU í Unifi Switch - Lyktar illa. Hvað er til ráða ?

Við fjölskyldan vöknuðum við ekkert netsamband í morgun, öryggi hafði slegið út fyrir veggskápinn í bílskúrnum og switchinn bilaður.
Ég er búinn að opna hann og ég er mjög viss um að það er bundið við PSU-ið sem er innbyggt. Nú rann hann úr ábyrgð fyrir nokkrum mánuðum.

Eru menn að laga aflgjafann eða skipta um ? - Eitthvað sem er hægt að gera innan dagsins á laugardegi ? ;)

Góðu fréttirnar eru að þetta er switch-mode spennugjafi, þá eru þetta venjulega ekki vindingar sem eru skemmdir. Og oft sem þetta er bundið við svipaðar bilanir.
Jú það er mjög líklega öryggi á prentinu inní en ekki binda alltof miklar vonir við að það sé málið samt.

Það eru alveg nokkrir sem geta lagað þetta, en líklega betra fyrir þig að kaupa nýjan ef þetta er eitthvað undir 30k.

allt eitthvað rafeindaþjónustan tekur þetta að sér, gætir samt þurft að borga skoðunnargjald. Því ef þetta er eitthvað disaster þá leggja þeir ekki í þetta en þurfa að geta rukkað eitthvað smá samt.

Re: Bilað PSU í Unifi switch (US-16-150W) Hvað er til ráða ?

Sent: Lau 14. Nóv 2020 15:19
af gtice
Takk fyrir þetta, góðu fréttirnar er að ég er búinn að kaupa og setja inn annan Unifi switch og allt komið í gang.

Mun gera við gamla, fann að ég get pantað PSU að utan og skipt um sjálfur, mjög einfalt allt, legg ekki í að reyna að laga PSU.
Þetta á að passa beint í ASP-150-48 frá Mean Well -> https://www.digikey.com/en/products/det ... 48/7702625

Það er víst ekki hægt að fá varahluti í Unifi búnað, þó að það sé svona einfaldir staðlaðir varahlutir eins og aflgjafar sem eru notaðir í þetta.

Re: Bilað PSU í Unifi switch (US-16-150W) Hvað er til ráða ?

Sent: Lau 14. Nóv 2020 20:54
af jonsig
Ég hefði boðist til að laga þetta ef stuttu dagarnir í vinnunni væru ekki 9klst. Svona til að halda mér við.

Re: Bilað PSU í Unifi switch (US-16-150W) Hvað er til ráða ?

Sent: Sun 15. Nóv 2020 11:36
af Calexico
Ég keypti nákvæmlega þennan spennubreyti frá Mean Well þegar minn US-16-150w gaf sig fyrir 2 árum. Það var ekkert mál að skipta honum út og allt hefur virkað vel síðan. Eurodk.com er að selja spennubreyta fyrir þennan switch https://www.eurodk.com/en/products/ubiq ... asp-150-48 það er fljótlegt og öruggt að panta þaðan.

Re: Bilað PSU í Unifi switch (US-16-150W) Hvað er til ráða ?

Sent: Sun 15. Nóv 2020 20:16
af jonsig
Ískraft virðist vera selja eitthvað frá MeanWell, þetta er topp merki í psu heiminum.

Re: Bilað PSU í Unifi switch (US-16-150W) Hvað er til ráða ?

Sent: Fös 20. Nóv 2020 11:20
af gtice
Jæja það er komið svar frá EuroDK að þeir taka við Swissinum í RMA og ég þarf að senda hann út.
- Hvaða póstsendingaraðila væri skynsamlegt að nota í þetta ? Er ekki sérstakt ferli fyrir þetta sem maður þarf að nota ?

Takk fyrir aðstoðina